Varar Insigne við MLS: „Þetta er ekki alvöru fótbolti“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. desember 2021 10:31 Sebastian Giovinco og Lorenzo Insigne á æfingu ítalska landsliðsins. getty/Claudio Villa Ítalski fótboltamaðurinn Sebastian Giovinco hefur varað landa sinn, Lorenzo Insigne, við því að fara til Bandaríkjanna. Hann segir að ekki sé spilaður alvöru fótbolti í MLS-deildinni þar í landi. Insigne, sem er lykilmaður í ítalska landsliðinu, á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Napoli og hefur verið sterklega orðaður við Toronto. Insigne, sem er þrítugur, er fyrirliði Napoli. Giovinco þekkir vel til hjá Toronto. Hann lék með liðinu á árunum 2015-19, varð MLS-meistari með því 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu þess. Þegar Giovinco var spurður út í möguleg félagaskipti Insignes til Toronto gaf hann fótboltanum í MLS-deildinni ekki háa einkunn þótt hann hafi kunnað vel við sig vestanhafs. „Þetta er ekki alvöru fótbolti, þetta er eitthvað annað. Þeir eru með góða innviði og ég myndi taka þessa ákvörðun aftur, sérstaklega fyrir þessi laun. Ég myndi mæla með þessu fyrir alla því við fjölskyldan viljum búa hérna. Þetta er gullfalleg borg,“ sagði Giovinco. Hann segir að eigendur Toronto vonist til að koma Insignes fái fólk til að mæta aftur á völlinn. „Undanfarin tvö ár hefur fólk hætt að mæta á völlinn. Þar hefur verið tómlegt um að litast. Þegar ég var að spila voru þrjátíu þúsund manns á leikjum. Ég fór á leik um daginn og þá voru í mesta lagi tvö þúsund manns á vellinum,“ sagði Giovinco. „Ég skil að eigendurnir vilji fá Insigne því það er fjölmennt ítalskt samfélag í Toronto.“ Giovinco varaði svo Insigne við að ef hann myndi fara til Bandaríkjanna myndi það veikja stöðu hans í landsliðinu. Sjálfur lék Giovinco ekki landsleik eftir að hann byrjaði að spila í MLS-deildinni. Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Sjá meira
Insigne, sem er lykilmaður í ítalska landsliðinu, á aðeins hálft ár eftir af samningi sínum við Napoli og hefur verið sterklega orðaður við Toronto. Insigne, sem er þrítugur, er fyrirliði Napoli. Giovinco þekkir vel til hjá Toronto. Hann lék með liðinu á árunum 2015-19, varð MLS-meistari með því 2017 og er markahæsti leikmaður í sögu þess. Þegar Giovinco var spurður út í möguleg félagaskipti Insignes til Toronto gaf hann fótboltanum í MLS-deildinni ekki háa einkunn þótt hann hafi kunnað vel við sig vestanhafs. „Þetta er ekki alvöru fótbolti, þetta er eitthvað annað. Þeir eru með góða innviði og ég myndi taka þessa ákvörðun aftur, sérstaklega fyrir þessi laun. Ég myndi mæla með þessu fyrir alla því við fjölskyldan viljum búa hérna. Þetta er gullfalleg borg,“ sagði Giovinco. Hann segir að eigendur Toronto vonist til að koma Insignes fái fólk til að mæta aftur á völlinn. „Undanfarin tvö ár hefur fólk hætt að mæta á völlinn. Þar hefur verið tómlegt um að litast. Þegar ég var að spila voru þrjátíu þúsund manns á leikjum. Ég fór á leik um daginn og þá voru í mesta lagi tvö þúsund manns á vellinum,“ sagði Giovinco. „Ég skil að eigendurnir vilji fá Insigne því það er fjölmennt ítalskt samfélag í Toronto.“ Giovinco varaði svo Insigne við að ef hann myndi fara til Bandaríkjanna myndi það veikja stöðu hans í landsliðinu. Sjálfur lék Giovinco ekki landsleik eftir að hann byrjaði að spila í MLS-deildinni.
Fótbolti Ítalski boltinn Mest lesið Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Fótbolti Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Handbolti Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Fótbolti Þurfa að sanna að þær séu konur áður en þær fá að keppa á HM Sport McGregor tapaði áfrýjun og þarf að borga konunni sem hann nauðgaði Sport Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik Fótbolti Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Körfubolti Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Enski boltinn Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Enski boltinn Fleiri fréttir „Svekktur og stoltur á sama tíma“ „Sleikjum sárin í kvöld“ Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Ólafur og Ásmundur kalla þetta gott með landsliðinu Leik lokið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar áfram eftir framlengingu Uppgjörið: Valur - Kauno Zalgiris 1-2 | Valsmenn úr leik KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu Leik lokið: KA - Silkeborg 2-3 | Akureyringar úr leik Barcelona heiðrar Kobe Bryant með sérstökum búningi Hafnaði Los Angeles og valdi frekar Vancouver „Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“ Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Börsungar skoruðu sjö mörk í tíu marka leik „Þeir sannfærðu okkur um að þetta hafi verið algjörlega einstakt tilfelli“ Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ Isak æfir hjá Orra Steini og félögum Breyttir tímar hjá Man. United: Höjlund skoraði í stórsigri Trump gæti bannað Brasilíumönnum að mæta á HM í fótbolta Sjáðu Messi leggja upp sigurmarkið og öskra síðan á mótherjana Brady í Birmingham þáttum: Efaðist strax um Rooney og kallaði leikmennina lata Hundur beit fyrrum leikmann Barcelona í punginn KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Sjá meira