Ánægður með að teljast flugeldaóvinur númer eitt Jakob Bjarnar skrifar 30. desember 2021 14:03 Sævar Þór segir það vonbrigði, þrátt fyrir allt sem fyrir liggur um skaðsemi flugeldaskothríðar um áramót, að ekkert lát sé á sölu þeirra. vísir/egill/baldur Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari, sem stundum er kallaður Stjörnu-Sævar, segir það vonbrigði að flugeldar seljist nú sem aldrei fyrr. Hann veltir fyrir sér því hvort vert sé að setja kvóta við flugeldakaupum. Fjölmargir hafa lýst sig andsnúna flugeldum og hafa þá einkum tvennt fyrir sér í því. Annars vegar mikil loftmengun sem því fylgir að kveðja gamla árið og fanga því nýja með bombum og flugeldum og hins vegar það að hinn ógurlegi hávaði fari afar illa í blessaða málleysingjana. Sá sem leitt hefur baráttuna fyrir þessari hugarfarsbreytingu á umliðnum árum er Sævar Helgi. Hann nýtur þá þess heiðurs að teljast flugeldaóvinur númer eitt á Íslandi. Sú barátta hans hefur kostað holskeflu ókvæðisorða sem yfir hann hafa hvolfst en miðað við ýmsar athugasemdir sem hafa fallið á samfélagsmiðlum hefur honum orðið vel ágengt í þeirri baráttu. Eins og viðhorfsbreytingar gæti. „Það er ákveðinn heiður að vera óvinur flugelda númer eitt. En ég held svo sem að ég sé bara einn af mjög mörgum sem eru sama sinnis.“ Yfirgengilegur sóðaskapur fylgir skothríðinni En það sem hins vegar setur strik í reikninginn er að björgunarsveitarmenn bera sig vel og segja að aldrei hafi selst eins mikið af flugeldum. Í fyrra varð merkjanleg aukning í flugeldasölunni. Sævar er þó ekki á því að það sé endilega til marks um að barátta hans sé marklaus. „Ég held að ástæða þess að flugeldar seljist sem aldrei fyrr sé hið góða hjartalag Íslendinga, að vilja styrkja frábært starf björgunarsveitanna. En fólk virðist samt haldið þeirri ranghugmynd að til þess þurfi maður að sprengja óhóflegt magn flugelda. Það er algert rugl auðvitað,“ segir Sævar. Hann bendir á, og það viti svo sem allir, að vel má styðja við bakið á björgunarsveitum með ýmsum öðrum hætti. Best sé auðvitað að gefa þeim peninga án þess að fá nokkuð í staðinn. Sævar trúr sinni sannfæringu lætur stöku ókvæðisorð ekki trufla sig. Hann telur bráðnauðsynlegt að stemma stigu við flugeldaskotæði landsmanna um áramót. vísir/baldur „Út á það ganga góðgerðarmál, ekki satt? Svo væri gaman ef fólk styddi Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í staðinn fyrir að menga óhóflega viljandi. Það sem fer mest í taugarnar á fólki eru þessar endalausu sprengingar marga daga í kringum áramótin sem hræða ekki bara dýr heldur halda vöku fyrir litlum börnum sem þurfa á svefni að halda. Sóðaskapurinn í kringum þetta auðvitað líka sem varir langt fram eftir.“ Vill setja kvóta á flugeldakaup En það að flugeldar seljist sem aldrei fyrr þrátt fyrir allt er umhugsunarefni. „Þrátt fyrir það sem við vitum um skaðleg áhrif þeirra á lungu, umhverfi, dýr og fólk, eru mikil vonbrigði. Þess vegna þarf að herða reglur. Setja til dæmis kvóta á leyfilegt magn flugelda sem hver má kaupa. Er ekki eitthvað galið við það að hver sem er geti keypt eins mikið magn flugelda og viðkomandi lystir? Og sprengt þá síðan undir áhrifum áfengis í miðju íbúðahverfi innan um börn?“ Oft er mökkurinn um áramót slíkur að þeir flugeldar sem skotið er á loft sjást ekki.Vísir/Egill Sævar segir að þessi kvóti gæti svo minnkað ár frá ári uns við erum komin með magn sem veldur ekki jafn gífurlegri mengun. „Það er jafnvel bara skemmtilegra en að sjá fallegu ljósin þeirra hverfa í mengunarský. Það kvartaði enginn yfir of fáum flugeldum árið 2000 þegar þeir voru umtalsvert færri en í dag. Það mundi hjálpa til að minnka magnið verulega. Það yrði samt áfram sama gleði,“ fullyrðir Sævar. Hann leggur einnig til að þrengja megi tímarammann þegar má sprengja, til dæmis að það mætti eingöngu milli 22 og 01 á gamlárskvöld, svipað og er til að mynda í Osló. Augnabliksánægja yfirtrompar skynsemina „Hvað fjáröflun björgunarsveita varðar mætti gera ýmislegt í staðinn. Til dæmis gæti olíufélög látið einhverjar krónur renna af hverjum seldum lítra til björgunarsveitanna í kringum áramót. Fólk stutt þær í ríkulegri mæli með beinum hætti. Og eflaust eitthvað miklu meira.“ En þrátt fyrir allt þetta sem þú nefnir og liggur í raun fyrir þá hlýtur það að vera rannsóknarefni að almennt vilji fólk ekki taka á því mark? „Já, en það kemur ekki mjög á óvart. Augnabliksánægja er sterkari en skynsemi og þekking á afleiðingum hegðunarinnar. Við teljum þetta ekki skaða okkur því við tökum ekki endilega eftir afleiðingunum strax, ekki nema þegar fólk stórslasar sig í flugeldaslysum. Þetta er dálítið svipað og myndin „Don't look up“. Við neitum bara að horfast í augu við vandann. Þótt fólk hafi ánægju af flugeldum er meirihluti hlynntur því að hefta þurfi sölu flugelda, samkvæmt könnunum,“ segir Sævar sem vill nota tækifærið og óska öllum árs og friðar. Áramót Loftslagsmál Dýraheilbrigði Flugeldar Tengdar fréttir Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 28. desember 2021 15:10 Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. 28. desember 2021 14:31 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Fjölmargir hafa lýst sig andsnúna flugeldum og hafa þá einkum tvennt fyrir sér í því. Annars vegar mikil loftmengun sem því fylgir að kveðja gamla árið og fanga því nýja með bombum og flugeldum og hins vegar það að hinn ógurlegi hávaði fari afar illa í blessaða málleysingjana. Sá sem leitt hefur baráttuna fyrir þessari hugarfarsbreytingu á umliðnum árum er Sævar Helgi. Hann nýtur þá þess heiðurs að teljast flugeldaóvinur númer eitt á Íslandi. Sú barátta hans hefur kostað holskeflu ókvæðisorða sem yfir hann hafa hvolfst en miðað við ýmsar athugasemdir sem hafa fallið á samfélagsmiðlum hefur honum orðið vel ágengt í þeirri baráttu. Eins og viðhorfsbreytingar gæti. „Það er ákveðinn heiður að vera óvinur flugelda númer eitt. En ég held svo sem að ég sé bara einn af mjög mörgum sem eru sama sinnis.“ Yfirgengilegur sóðaskapur fylgir skothríðinni En það sem hins vegar setur strik í reikninginn er að björgunarsveitarmenn bera sig vel og segja að aldrei hafi selst eins mikið af flugeldum. Í fyrra varð merkjanleg aukning í flugeldasölunni. Sævar er þó ekki á því að það sé endilega til marks um að barátta hans sé marklaus. „Ég held að ástæða þess að flugeldar seljist sem aldrei fyrr sé hið góða hjartalag Íslendinga, að vilja styrkja frábært starf björgunarsveitanna. En fólk virðist samt haldið þeirri ranghugmynd að til þess þurfi maður að sprengja óhóflegt magn flugelda. Það er algert rugl auðvitað,“ segir Sævar. Hann bendir á, og það viti svo sem allir, að vel má styðja við bakið á björgunarsveitum með ýmsum öðrum hætti. Best sé auðvitað að gefa þeim peninga án þess að fá nokkuð í staðinn. Sævar trúr sinni sannfæringu lætur stöku ókvæðisorð ekki trufla sig. Hann telur bráðnauðsynlegt að stemma stigu við flugeldaskotæði landsmanna um áramót. vísir/baldur „Út á það ganga góðgerðarmál, ekki satt? Svo væri gaman ef fólk styddi Unicef, barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, í staðinn fyrir að menga óhóflega viljandi. Það sem fer mest í taugarnar á fólki eru þessar endalausu sprengingar marga daga í kringum áramótin sem hræða ekki bara dýr heldur halda vöku fyrir litlum börnum sem þurfa á svefni að halda. Sóðaskapurinn í kringum þetta auðvitað líka sem varir langt fram eftir.“ Vill setja kvóta á flugeldakaup En það að flugeldar seljist sem aldrei fyrr þrátt fyrir allt er umhugsunarefni. „Þrátt fyrir það sem við vitum um skaðleg áhrif þeirra á lungu, umhverfi, dýr og fólk, eru mikil vonbrigði. Þess vegna þarf að herða reglur. Setja til dæmis kvóta á leyfilegt magn flugelda sem hver má kaupa. Er ekki eitthvað galið við það að hver sem er geti keypt eins mikið magn flugelda og viðkomandi lystir? Og sprengt þá síðan undir áhrifum áfengis í miðju íbúðahverfi innan um börn?“ Oft er mökkurinn um áramót slíkur að þeir flugeldar sem skotið er á loft sjást ekki.Vísir/Egill Sævar segir að þessi kvóti gæti svo minnkað ár frá ári uns við erum komin með magn sem veldur ekki jafn gífurlegri mengun. „Það er jafnvel bara skemmtilegra en að sjá fallegu ljósin þeirra hverfa í mengunarský. Það kvartaði enginn yfir of fáum flugeldum árið 2000 þegar þeir voru umtalsvert færri en í dag. Það mundi hjálpa til að minnka magnið verulega. Það yrði samt áfram sama gleði,“ fullyrðir Sævar. Hann leggur einnig til að þrengja megi tímarammann þegar má sprengja, til dæmis að það mætti eingöngu milli 22 og 01 á gamlárskvöld, svipað og er til að mynda í Osló. Augnabliksánægja yfirtrompar skynsemina „Hvað fjáröflun björgunarsveita varðar mætti gera ýmislegt í staðinn. Til dæmis gæti olíufélög látið einhverjar krónur renna af hverjum seldum lítra til björgunarsveitanna í kringum áramót. Fólk stutt þær í ríkulegri mæli með beinum hætti. Og eflaust eitthvað miklu meira.“ En þrátt fyrir allt þetta sem þú nefnir og liggur í raun fyrir þá hlýtur það að vera rannsóknarefni að almennt vilji fólk ekki taka á því mark? „Já, en það kemur ekki mjög á óvart. Augnabliksánægja er sterkari en skynsemi og þekking á afleiðingum hegðunarinnar. Við teljum þetta ekki skaða okkur því við tökum ekki endilega eftir afleiðingunum strax, ekki nema þegar fólk stórslasar sig í flugeldaslysum. Þetta er dálítið svipað og myndin „Don't look up“. Við neitum bara að horfast í augu við vandann. Þótt fólk hafi ánægju af flugeldum er meirihluti hlynntur því að hefta þurfi sölu flugelda, samkvæmt könnunum,“ segir Sævar sem vill nota tækifærið og óska öllum árs og friðar.
Áramót Loftslagsmál Dýraheilbrigði Flugeldar Tengdar fréttir Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 28. desember 2021 15:10 Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. 28. desember 2021 14:31 Mest lesið „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Innlent Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Vaktin: Viðreisn velur oddvita Innlent „Erum rétt byrjuð að sjá ofan í þennan forarpytt“ Erlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent Mette-Marit biðst afsökunar á tengslum sínum við Epstein Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn í Reykjanesbæ velja sér oddvita „Vinna er heilsuefling“ Björg sökuð um brot á kosningareglum Viðreisnar Blótað í Grindavík á nýjan leik Vaktin: Viðreisn velur oddvita „Liggur maður þarna á jörðinni og það var verið að berja hann í stöppu“ Vilja Hjallastefnugrunnskóla í Árborg Skjálftinn í Bárðarbungu 5,3 að stærð Rýnt í Epstein-skjölin, prófkjör Viðreisnar og árás ungmenna „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Sjá meira
Vara við mikilli svifryksmengun um áramótin Reykjavíkurborg varar við hættu á mikilli svifryksmengun fyrstu klukkustundir ársins 2022 vegna mengunar frá flugeldum. Búast megi við því að styrkurinn verði yfir heilsuvrndarmörkum. 28. desember 2021 15:10
Hvetur landsmenn til að styðja við bakið á björgunarsveitum eftir annasamt ár Flugeldasala björgunarsveitanna hófst í dag og stendur yfir fram á gamlársdag. Framkvæmdastjóri Landsbjargar segir alla flugelda hafa skilað sér til landsins fyrir jól og gera björgunarsveitirnar ráð fyrir mikilli sölu í ár. 28. desember 2021 14:31