Ráðleggur skólastjórnendum í erfiðri stöðu að sofa nóg Vésteinn Örn Pétursson skrifar 4. janúar 2022 21:51 Arnheiður Helgadóttir er skólastjóri Klettaskóla. Vísir Skólastjóri Klettaskóla, sem stóð í miðjum síðasta mánuði frammi fyrir því að hundrað starfsmenn og nemendur skólans voru í einangrun eða sóttkví, ráðleggur öðrum stjórnendum sem standa í sömu sporum að sofa nóg. Þrátt fyrir mannekluna féll aðeins niður einn kennsludagur. Arnheiður Helgadóttir er skólastjóri í Klettaskóla í Reykjavík, en Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi fyrir fötluð börn og ungmenni. Þrátt fyrir mikla manneklu segir Arnheiður að skólastarfið hafi farið vel af stað í morgun. „Það hófst þannig að við byrjuðum daginn á því að fara vel yfir hverjir væru mættir og hverjir ekki. Þegar búið var að fara yfir það allt saman þá kom í ljós að það voru 35 starfsmenn sem voru forfallaðir, og þar af ellefu sem ýmist eru í einangrun eða sóttkví. Á móti voru 25 nemendur líka forfallaðir, sem þýddi það að við gátum púslað daginn saman og hafið kennslu,“ sagði Arnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þrátt fyrir góða stöðu sagði hún að ekki yrði hjá því komist að fella niður einstaka sundtíma. Helsta ráðið sé að sofa nóg Arnheiður segist sjálf hafa viljað fresta skólabyrjun í janúar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til en heilbrigðisráðherra féllst ekki á. „Gaman að segja frá því að krakkarnir voru alveg ótrúlega glaðir að koma í skólann, þó við hefðum viljað að við færum eftir sóttvarnalækni, þá er þetta börnunum náttúrulega gríðarlega mikilvægt. Sérstaklega okkar börnum og þeirra fjölskyldum, að við höldum skólanum okkar opnum.“ Líkt og áður sagði gekk vel að halda skólastarfi gangandi þrátt fyrir mikil forföll í desember. Arnheiður er með einfalt ráð til stjórnenda í sömu stöðu. „Kannski bara helst það að vegna þess að þetta er gríðarlega mikið álag, að standa í þessu, þá ráðlegg ég öllum stjórnendum sem eru að skipuleggja þetta og rekja, að sofa vel. Það er mitt helsta ráð.“ Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Arnheiður Helgadóttir er skólastjóri í Klettaskóla í Reykjavík, en Klettaskóli er sérskóli á grunnskólastigi fyrir fötluð börn og ungmenni. Þrátt fyrir mikla manneklu segir Arnheiður að skólastarfið hafi farið vel af stað í morgun. „Það hófst þannig að við byrjuðum daginn á því að fara vel yfir hverjir væru mættir og hverjir ekki. Þegar búið var að fara yfir það allt saman þá kom í ljós að það voru 35 starfsmenn sem voru forfallaðir, og þar af ellefu sem ýmist eru í einangrun eða sóttkví. Á móti voru 25 nemendur líka forfallaðir, sem þýddi það að við gátum púslað daginn saman og hafið kennslu,“ sagði Arnheiður í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þrátt fyrir góða stöðu sagði hún að ekki yrði hjá því komist að fella niður einstaka sundtíma. Helsta ráðið sé að sofa nóg Arnheiður segist sjálf hafa viljað fresta skólabyrjun í janúar, líkt og sóttvarnalæknir lagði til en heilbrigðisráðherra féllst ekki á. „Gaman að segja frá því að krakkarnir voru alveg ótrúlega glaðir að koma í skólann, þó við hefðum viljað að við færum eftir sóttvarnalækni, þá er þetta börnunum náttúrulega gríðarlega mikilvægt. Sérstaklega okkar börnum og þeirra fjölskyldum, að við höldum skólanum okkar opnum.“ Líkt og áður sagði gekk vel að halda skólastarfi gangandi þrátt fyrir mikil forföll í desember. Arnheiður er með einfalt ráð til stjórnenda í sömu stöðu. „Kannski bara helst það að vegna þess að þetta er gríðarlega mikið álag, að standa í þessu, þá ráðlegg ég öllum stjórnendum sem eru að skipuleggja þetta og rekja, að sofa vel. Það er mitt helsta ráð.“
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira