Stefnir í verulegar breytingar á íslenskum leigubílamarkaði Snorri Másson og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 5. janúar 2022 22:00 Ívar Freyr Sturluson markaðs- og sölustjóri hjá Parka Lausnum. Vísir Allt stefnir í verulegar breytingar í átt til frjálsræðis á íslenskum leigubílamarkaði ef frumvarp innviðaráðherra nær fram að ganga. Íslenskt fyrirtæki er tilbúið með app með sextíu þúsund notendum. Eftir að eftirlitsstofnun EFTA lýsti yfir vanþóknun á íslensku regluverki um leigubíla hér um árið blása vindar breytinga í greininni. Í frumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hyggst leggja fram á komandi þingi, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Á þessari stundu mega færri en 700 bílstjórar að starfa. Auk þess verða þeir að starfa við þar til gerða stöð en því á líka að breyta. Þeir ættu því að geta starfað sjálfstætt, ef af verður. Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Parka Lausna, segir að vinna sé komin vel á veg. Búist er við töluverðum breytingum á núgildandi kerfi, nái frumvarpið fram að ganga. „Núna erum við bara að biðla til bílstjóra um að hafa samband og við erum að opna á fyrirtækjahlutann, þannig að fyrirtæki geta bókað í reikning. Svo um leið og við erum komin með fjöldan í bílstjórum þá opnum við á almenna notendur,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ívar fór ásamt öðrum frumkvöðlum af stað með appið Drivers fyrir nokkrum árum. Forritið féll sannarlega ekki í frjóan jarðveg á meðal fyrirtækja á fleti fyrir. Drivers hefur nú runnið inn í appið Parka, sem um sextíu þúsund manns nota til að greiða stöðumælagjöld. „Við fengum einhverja 150 bílstjóra til að skrá sig í byrjun en svo kom bara höggið frá Hreyfli og hinum stöðvunum þar sem þeir í rauninni voru með dulbúnar hótanir um brottrekstur af stöðinni; gerist bílstjóri sekur - eða „sekur“ - um að sækja sér ferðir annars staðar. Og þá sérstaklega í appinu okkar sem er náttúrulega bara brot á lögum og kom skýrt fram í úrskurði frá Samkeppniseftirliti,“ segir Ívar. Leigubílar Stafræn þróun Samkeppnismál Neytendur Tengdar fréttir Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Eftir að eftirlitsstofnun EFTA lýsti yfir vanþóknun á íslensku regluverki um leigubíla hér um árið blása vindar breytinga í greininni. Í frumvarpi sem Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra hyggst leggja fram á komandi þingi, er mælt með því að afnumdar verði takmarkanir á heildarfjölda starfsleyfa fyrir leigubílstjóra á Íslandi. Á þessari stundu mega færri en 700 bílstjórar að starfa. Auk þess verða þeir að starfa við þar til gerða stöð en því á líka að breyta. Þeir ættu því að geta starfað sjálfstætt, ef af verður. Ívar Freyr Sturluson, markaðs- og sölustjóri Parka Lausna, segir að vinna sé komin vel á veg. Búist er við töluverðum breytingum á núgildandi kerfi, nái frumvarpið fram að ganga. „Núna erum við bara að biðla til bílstjóra um að hafa samband og við erum að opna á fyrirtækjahlutann, þannig að fyrirtæki geta bókað í reikning. Svo um leið og við erum komin með fjöldan í bílstjórum þá opnum við á almenna notendur,“ segir hann í samtali við fréttastofu. Ívar fór ásamt öðrum frumkvöðlum af stað með appið Drivers fyrir nokkrum árum. Forritið féll sannarlega ekki í frjóan jarðveg á meðal fyrirtækja á fleti fyrir. Drivers hefur nú runnið inn í appið Parka, sem um sextíu þúsund manns nota til að greiða stöðumælagjöld. „Við fengum einhverja 150 bílstjóra til að skrá sig í byrjun en svo kom bara höggið frá Hreyfli og hinum stöðvunum þar sem þeir í rauninni voru með dulbúnar hótanir um brottrekstur af stöðinni; gerist bílstjóri sekur - eða „sekur“ - um að sækja sér ferðir annars staðar. Og þá sérstaklega í appinu okkar sem er náttúrulega bara brot á lögum og kom skýrt fram í úrskurði frá Samkeppniseftirliti,“ segir Ívar.
Leigubílar Stafræn þróun Samkeppnismál Neytendur Tengdar fréttir Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00 ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39 Mest lesið Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Fleiri fréttir Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Sjá meira
Ísland fær spark í rassinn vegna reglna um leigubíla Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) telur reglur á Íslandi um leigubílaleyfi ekki vera í samræmi við EES-samninginn. Í dag sendi stofnunin íslenskum stjórnvöldum rökstutt álit vegna brota á EES-reglum um staðfesturétt á leigubifreiðamarkaðinum. 10. nóvember 2021 13:00
ESA tekur fyrsta skrefið í samningsbrotamáli gegn Íslandi Eftirlitsstofnun EFTA (ESA) tók í dag fyrsta skrefið í meðferð samningsbrotamáls gegn Íslandi þegar formleg áminning var send stjórnvöldum með athugasemdum við lagaumhverfi leigubifreiðaksturs hér á landi. 20. janúar 2021 17:39