Ásakanir Seðlabankastjóra á hendur Fréttablaði vart skotheldar Ole Anton Bieltvedt skrifar 5. janúar 2022 20:30 Í gær fór Seðlabankastjóri mikinn á Facebook-síðu sinni, og ásakaði hann Fréttablaðið um óvandaðan og óboðlegan fréttaflutning. Tilefnið var, að blaðið hafði greint frá því á forsíðu, að tveir aðilar, annars vegar rithöfundur og fræðimaður, sem einnig er doktor í norrænum fræðum, og, hins vegar, sagnfræðingur, báðir að því er virðist vel metnir og virtir men, höfðu sakað Seðlabankastjóra um ritstuld. Hér var um tvær fréttir að ræða, sem komu þá í tvígang. Embætti Seðlabankastjóra er eitt æðsta og þýðingarmesta embætti landins. Auðvitað voru þessar ásakanir um meintan ritstuld Seðlabankastjóra því stórfrétt.Fréttablaðið fjallaði um málið á þeim nótum. Í gær birti svo Fréttablaðið fyrir undirritaðan grein, ”Er jörðin enn flöt hjá Seðlabanka”, þar sem ég tjái þá skoðun mína, að Seðlabanki hafi gert alvarleg mistök, þegar hann hækkaði stýrivexti úr 0,5 í 2,0% á seinni hluta 2021. Það leiði fremur til þess, að herða verðbólguhnútinn, en leysa hann, enda hafi aðrir evrópskir seðlabankar forðast að hækka stýrivexti við þau skilyrði, sem voru og eru. Verðhækkanir vegna COVID séu heilsufarsvandamál, ekki efnahagsvandamál í sjálfu sér, sem heilbrigðiskerfi verði að leysa.Ég lét því í ljós þá skoðun, að fagmennsku hefði skort hjá Seðlabanka í málinu. Á ofangreindan hátt, var vegið bæði að Selabankastjóra persónulega, meintur ritstuldur, og faglega, rangar stýrivaxtaákvarðanir. Fréttablaðið birti, annars vegar, fréttir um meintan ritstuld og, hins vegar, mína grein, auðvitað sem frétta- og birtingamiðill. Fréttablaðið lagði ekkert til þessara ásakana, nema, að flytja fréttir af þeim, eins og góðum miðli sæmir. Tal Seðlabankastjóra um, að framferði Fréttablaðsins í málinu sé ekki boðlegt, er því Seðlabankastjóra vart boðlegt. Hann verður að bregðast við ásökununum, sem á hann eru bornar, með málefnalegum andsvörum og rökum, ekki með því, að fara gegn þeim, sem flytur fréttir um ásakanir eða gagnrýni eða birtir þær. Seðlabankastjóri sýnir fram á það á Facebook-síðu sinni, að ásakanir sagnfræðingsins virðast rangar. Er það vel. Á hinn bóginn eru ásakanir rithöfundarins, og um leið doktorsins, komnar til Siðanefndar Háskóla Íslands, sem vart hefði tekið við kvörtun rithöfundarins og ósk hans um umfjöllun kærunnar í siðanefndinni, hefði kæran verið bábilja. Það er því ekki rétt, að Seðlabankastjóri hafi hreinsað sig með öllu af áburði um ritstuld. Skuggi þessara ásakana hangir því yfir Seðlabankastjóra þar til siðanefndin hefur lokið störfum sínum. Vonandi fer þetta vel fyrir Seðlabanakstjóra, annað væri slæmt fyrir embættið, bankann og stjórnsýsluna í heild, en það liggur engan veginn fyrir á þessu stigi. Seðlabankastjori ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr, hvað varðar sjálfshreinsun af áburði um ritstuld. Hitt er svo líka mál, alla vega fyrir undirrituðum, með hvaða hætti Seðlabankastjóri vill útskýra ákvarðanir bankans um stórfellda hækkun stýrivaxta, með þeim íþyngjandi áhrifum, sem þær valda flestum eða öllum skuldurum landsins, á sama tíma og slík stýrivaxta skref virðast ekki hvarla að helztu seðlabönkum álfunnar, en sá verðþrýstingur, sem alls staðar er í gangi nú, er að mestu afleiðing af COVID-faraldrinum, sem er bæði tímabundinn og verður ekki leystur með efnahagslegum aðgerðum, heldur einvörðungu með átaki í sóttvarnar- og heilbrigðismálum. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Ole Anton Bieltvedt Bergsveinn Birgisson sakar Ásgeir Jónsson um ritstuld Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í gær fór Seðlabankastjóri mikinn á Facebook-síðu sinni, og ásakaði hann Fréttablaðið um óvandaðan og óboðlegan fréttaflutning. Tilefnið var, að blaðið hafði greint frá því á forsíðu, að tveir aðilar, annars vegar rithöfundur og fræðimaður, sem einnig er doktor í norrænum fræðum, og, hins vegar, sagnfræðingur, báðir að því er virðist vel metnir og virtir men, höfðu sakað Seðlabankastjóra um ritstuld. Hér var um tvær fréttir að ræða, sem komu þá í tvígang. Embætti Seðlabankastjóra er eitt æðsta og þýðingarmesta embætti landins. Auðvitað voru þessar ásakanir um meintan ritstuld Seðlabankastjóra því stórfrétt.Fréttablaðið fjallaði um málið á þeim nótum. Í gær birti svo Fréttablaðið fyrir undirritaðan grein, ”Er jörðin enn flöt hjá Seðlabanka”, þar sem ég tjái þá skoðun mína, að Seðlabanki hafi gert alvarleg mistök, þegar hann hækkaði stýrivexti úr 0,5 í 2,0% á seinni hluta 2021. Það leiði fremur til þess, að herða verðbólguhnútinn, en leysa hann, enda hafi aðrir evrópskir seðlabankar forðast að hækka stýrivexti við þau skilyrði, sem voru og eru. Verðhækkanir vegna COVID séu heilsufarsvandamál, ekki efnahagsvandamál í sjálfu sér, sem heilbrigðiskerfi verði að leysa.Ég lét því í ljós þá skoðun, að fagmennsku hefði skort hjá Seðlabanka í málinu. Á ofangreindan hátt, var vegið bæði að Selabankastjóra persónulega, meintur ritstuldur, og faglega, rangar stýrivaxtaákvarðanir. Fréttablaðið birti, annars vegar, fréttir um meintan ritstuld og, hins vegar, mína grein, auðvitað sem frétta- og birtingamiðill. Fréttablaðið lagði ekkert til þessara ásakana, nema, að flytja fréttir af þeim, eins og góðum miðli sæmir. Tal Seðlabankastjóra um, að framferði Fréttablaðsins í málinu sé ekki boðlegt, er því Seðlabankastjóra vart boðlegt. Hann verður að bregðast við ásökununum, sem á hann eru bornar, með málefnalegum andsvörum og rökum, ekki með því, að fara gegn þeim, sem flytur fréttir um ásakanir eða gagnrýni eða birtir þær. Seðlabankastjóri sýnir fram á það á Facebook-síðu sinni, að ásakanir sagnfræðingsins virðast rangar. Er það vel. Á hinn bóginn eru ásakanir rithöfundarins, og um leið doktorsins, komnar til Siðanefndar Háskóla Íslands, sem vart hefði tekið við kvörtun rithöfundarins og ósk hans um umfjöllun kærunnar í siðanefndinni, hefði kæran verið bábilja. Það er því ekki rétt, að Seðlabankastjóri hafi hreinsað sig með öllu af áburði um ritstuld. Skuggi þessara ásakana hangir því yfir Seðlabankastjóra þar til siðanefndin hefur lokið störfum sínum. Vonandi fer þetta vel fyrir Seðlabanakstjóra, annað væri slæmt fyrir embættið, bankann og stjórnsýsluna í heild, en það liggur engan veginn fyrir á þessu stigi. Seðlabankastjori ætti því að ganga hægt um gleðinnar dyr, hvað varðar sjálfshreinsun af áburði um ritstuld. Hitt er svo líka mál, alla vega fyrir undirrituðum, með hvaða hætti Seðlabankastjóri vill útskýra ákvarðanir bankans um stórfellda hækkun stýrivaxta, með þeim íþyngjandi áhrifum, sem þær valda flestum eða öllum skuldurum landsins, á sama tíma og slík stýrivaxta skref virðast ekki hvarla að helztu seðlabönkum álfunnar, en sá verðþrýstingur, sem alls staðar er í gangi nú, er að mestu afleiðing af COVID-faraldrinum, sem er bæði tímabundinn og verður ekki leystur með efnahagslegum aðgerðum, heldur einvörðungu með átaki í sóttvarnar- og heilbrigðismálum. Höfundur er alþjóðlegur kaupsýslumaður og stjórnmálarýnir.
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar