„Ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist“ Atli Ísleifsson skrifar 6. janúar 2022 07:26 Veðurfræðingur segir að þó að það versta sé afstaðið þá sé hálfgert leiðinda hvassvirði áfram nokkuð víða á landinu. Vísir/Vilhelm Veðurfræðingur á Veðurstofunni segir að eftir storminn í nótt sé lægðin nú í kyrrstöðu vestan við landið. Spáð er leiðindaveðri í dag, með minnkandi suðaustanátt en öllu hvassara á Vesturlandi. Þetta segir Teitur Arason veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. „Þó að það versta er afstaðið þá er hálfgert leiðinda hvassvirði hérna áfram nokkuð víða á landinu núna fram eftir degi. Það er ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist og þegar líður á kvöldið er komið rólegt veður á öllu landinu.“ Hann segir að í gærkvöldi hafi skilin gengið á landið með suðaustan stormi eða roki á Suður- og Vesturlandi og jafnvel verið enn hvassara sums staðar þar sem veður hafi magnast upp vegna áhrifa landslags. „Þessu fylgdi rigning og stormurinn geisaði í alla nótt en núna undir morgun fór að draga úr. Það versta er afstaðið í þessum töluðu orðum [um klukkan 6:30].“ Teitur segir veðrið hafa verið verst á suðvesturhorni landsins. Það var talað um að þetta yrði ein dýpsta lægð það sem af er þessari öld. Stóðst það? „Þetta var mjög djúp lægð. Miðja hennar var 931 millibar, um 500 kílómetra vestsuðvestur af Reykjanesi. Sem betur fer kom miðjan ekki mjög nærri og þess vegna var veðrið ekki verra en það var í nótt. Svona veður er samt alltaf líklegt til að valda tjóni. En það er líklega alltaf eitthvað tjón þegar veðrið er svona,“ segir Teitur. Spákorið fyrir klukkan 13.Veðurstofan Veðrið í dag og á morgun Veðurstofan spáir minnkandi suðaustanátt, tíu til átján metrum á sekúndu nærri hádegi, en fimmtán til 23 á Vesturlandi. Úrkomulítið norðanlands en annars rigning með köflum og talsverð úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi fram eftir degi. Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig. Lægir talsvert í kvöld og kólnar. Á morgun sé svo meinlítil sunnanátt í kortunum. „Dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi með frosti á bilinu 0 til 5 stig. Annað kvöld hvessir af austri á sunnanverðu landinu, en þá nálgast næsta lægð landið. Spár gera ráð fyrir hvassviðri nokkuð víða á landinu aðfaranótt laugardags og framan af laugardegi. Taka ber skýrt fram að þó að hvessi, þá er útlit fyrir mun skárra veður en var í veðurhamnum í gærkvöldi og í nótt.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðlæg átt 5-13 m/s. Dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi með frosti á bilinu 0 til 5 stig. Hvessir af austri á sunnanverðu landinu um kvöldið. Á laugardag: Austan 15-23 m/s framan af degi, hvassast með suðurströndinni. Norðaustan 10-18 síðdegis. Rigning eða slydda suðaustan- og austanlands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Á sunnudag: Austan 5-13 og þurrt að kalla, en slydda við austurströndina. Hiti kringum frostmark. Hvessir seinnipartinn og fer að rigna á sunnanverðu landinu með hlýnandi veðri í bili. Á mánudag: Breytileg og síðar norðlæg átt með rigningu eða snjókomu, kólnandi veður. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og snjókoma eða slydda með köflum í flestum landshlutum. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við suðurströndina. Á miðvikudag: Hvöss sunnanátt með rigningu og hlýnar, en síðar vestlægari með éljum og kólnar aftur. Úrkomulítið á Austurlandi. Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Sjá meira
Þetta segir Teitur Arason veðurfræðingur í samtali við fréttastofu. „Þó að það versta er afstaðið þá er hálfgert leiðinda hvassvirði hérna áfram nokkuð víða á landinu núna fram eftir degi. Það er ekki fyrr en seint í dag sem lægðin fjarlægist ákveðið og grynnist og þegar líður á kvöldið er komið rólegt veður á öllu landinu.“ Hann segir að í gærkvöldi hafi skilin gengið á landið með suðaustan stormi eða roki á Suður- og Vesturlandi og jafnvel verið enn hvassara sums staðar þar sem veður hafi magnast upp vegna áhrifa landslags. „Þessu fylgdi rigning og stormurinn geisaði í alla nótt en núna undir morgun fór að draga úr. Það versta er afstaðið í þessum töluðu orðum [um klukkan 6:30].“ Teitur segir veðrið hafa verið verst á suðvesturhorni landsins. Það var talað um að þetta yrði ein dýpsta lægð það sem af er þessari öld. Stóðst það? „Þetta var mjög djúp lægð. Miðja hennar var 931 millibar, um 500 kílómetra vestsuðvestur af Reykjanesi. Sem betur fer kom miðjan ekki mjög nærri og þess vegna var veðrið ekki verra en það var í nótt. Svona veður er samt alltaf líklegt til að valda tjóni. En það er líklega alltaf eitthvað tjón þegar veðrið er svona,“ segir Teitur. Spákorið fyrir klukkan 13.Veðurstofan Veðrið í dag og á morgun Veðurstofan spáir minnkandi suðaustanátt, tíu til átján metrum á sekúndu nærri hádegi, en fimmtán til 23 á Vesturlandi. Úrkomulítið norðanlands en annars rigning með köflum og talsverð úrkoma á Austfjörðum og Suðausturlandi fram eftir degi. Hiti verður á bilinu tvö til sjö stig. Lægir talsvert í kvöld og kólnar. Á morgun sé svo meinlítil sunnanátt í kortunum. „Dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi með frosti á bilinu 0 til 5 stig. Annað kvöld hvessir af austri á sunnanverðu landinu, en þá nálgast næsta lægð landið. Spár gera ráð fyrir hvassviðri nokkuð víða á landinu aðfaranótt laugardags og framan af laugardegi. Taka ber skýrt fram að þó að hvessi, þá er útlit fyrir mun skárra veður en var í veðurhamnum í gærkvöldi og í nótt.“ Veðurhorfur á landinu næstu daga Á föstudag: Suðlæg átt 5-13 m/s. Dálítil rigning eða slydda sunnan- og vestanlands og hiti 0 til 5 stig. Þurrt og bjart á Norður- og Austurlandi með frosti á bilinu 0 til 5 stig. Hvessir af austri á sunnanverðu landinu um kvöldið. Á laugardag: Austan 15-23 m/s framan af degi, hvassast með suðurströndinni. Norðaustan 10-18 síðdegis. Rigning eða slydda suðaustan- og austanlands, en úrkomulítið í öðrum landshlutum. Hiti yfirleitt 0 til 5 stig. Á sunnudag: Austan 5-13 og þurrt að kalla, en slydda við austurströndina. Hiti kringum frostmark. Hvessir seinnipartinn og fer að rigna á sunnanverðu landinu með hlýnandi veðri í bili. Á mánudag: Breytileg og síðar norðlæg átt með rigningu eða snjókomu, kólnandi veður. Á þriðjudag: Norðlæg eða breytileg átt og snjókoma eða slydda með köflum í flestum landshlutum. Frost 0 til 5 stig, en frostlaust við suðurströndina. Á miðvikudag: Hvöss sunnanátt með rigningu og hlýnar, en síðar vestlægari með éljum og kólnar aftur. Úrkomulítið á Austurlandi.
Veður Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Hefðbundin lægð með rigningu og allhvössum vindi Hvít jörð á höfuðborgarsvæðinu og víðar Frost og víða fallegt vetrarveður Víða vindasamt á landinu Töluvert bjartviðri í dag en sums staðar þokuloft Skýjað og dálítil él Skýjað og útkomulítið vestantil og þurrt fyrir austan Dálítil rigning eða slydda en lengst af þurrt sunnantil Víðast bjart veður en hvasst austast á landinu Gul viðvörun á Austfjörðum Norðaustanátt og strekkingur nokkuð víða Víða lítilsháttar rigning eða snjókoma „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Hvassir vindstrengir með suðausturströndinni Hvassir vindstrengir og kraparegn með köflum Þurrt um vestanvert landið en dálítil úrkoma austantil Þungbúið austantil en annars þurrt og nokkuð bjart Skýjað með köflum og sums staðar úrkoma Norðlæg átt og lengst af þurrt suðvestantil Þykknar upp sunnan heiða undir kvöld Hvassast á Vestfjörðum Léttir til suðvestanlands Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Hvasst, hlýtt og von á asahláku eða glerhálku „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Gular veðurviðvaranir víða um land Frostið náði næstum 20 stigum á Sandskeiði Djúp lægð nálgast landið úr suðri Nýtt snjódýptarmet í Reykjavík í október Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Sjá meira