Þórður Már segir sig úr stjórn Festi vegna ásakana Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 6. janúar 2022 16:06 Þórður Már Jóhannesson hefur sagt sig úr stjórn Festi vegna ásakana um kynferðisbrot. Þórður Már Jóhannesson, stjórnarformaður Festi, hefur óskað eftir því að láta af störfum sem stjórnarmaður í félaginu og um leið sem stjórnarformaður. Stjórnin féllst á það. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi. Guðjón Reynisson var kjörinn nýr formaður stjórnar og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þjóðþekktir menn stíga til hliðar Þórður hefur verið bendlaður við mál ungrar konu sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Sagði hún þar frá því að hún hafi farið í sumarbústaðarferð í desember 2020 til þess að hitta þáverandi ástmann sinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða Arnar Grant. Hann er að eigin ósk kominn í tímabundið leyfi frá World Class, þar sem hann starfar sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Þetta staðfestir Björn Leifsson, eigandi World Class. Í heitum potti Vítalía lýsti því að þjóðþekktir menn hefðu verið í heitum potti ásamt ástmanni hennar. Þeir hefðu farið að káfa á henni í heita pottinum og farið yfir öll mörk, meðal annars með því að stinga inn í hana fingrum. Í hlaðvarpsþættinum lýsti Vítalía því einnig að hún hafi verið stödd á hótelherbergi með ástmanninum, sem var í golfferð með félögum sínum í Borgarnesi, þegar vinur hans hafi labbað inn á þau. Til að kaupa þagmælsku hans hafi ástmaðurinn veitt vininum kynferðislegan greiða með Vítalíu. Hún hafi þar verið látin leyfa vininum að veita sér munnmök og henni gert að svara í sömu mynt. Sagði þungbært að heyra reynslu Vítalíu Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, tilkynnti það fyrr í dag að hann muni stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja vegna ásakananna. Sagði hann það reynast sér afar þungbært að heyra reynslu Vítalíu. Hann harmi jafnframt að hafa ekki stigið út úr aðstæðunum. Greint var frá því fyrr í dag að Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, sé farinn í tímabundið leyfi vegna þessara ásakananna. Hann hafi ákveðið það sjálfur. Að sögn Elínar Margrétar Stefánsdóttur, stjórnarformanns Íseyjar, hafði stjórn komist að samkomulagi um það við Ara fyrr í vetur, þegar ásakanirnar komu fyrst fram á samfélagsmiðlum, að hann myndi fara í leyfi ef eitthvað fleira kæmi fram sem tengdist málinu. Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Kauphöllin Tengdar fréttir Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Festi. Guðjón Reynisson var kjörinn nýr formaður stjórnar og Margrét Guðmundsdóttir varaformaður. Þjóðþekktir menn stíga til hliðar Þórður hefur verið bendlaður við mál ungrar konu sem sakað hefur þjóðþekkta karlmenn um að hafa brotið á sér án þess að nefna þá á nafn. Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá meintu ofbeldi í hlaðvarpsþættinum Eigin konur fyrr í þessari viku. Sagði hún þar frá því að hún hafi farið í sumarbústaðarferð í desember 2020 til þess að hitta þáverandi ástmann sinn. Samkvæmt heimildum fréttastofu er þar um að ræða Arnar Grant. Hann er að eigin ósk kominn í tímabundið leyfi frá World Class, þar sem hann starfar sem einkaþjálfari í verktakavinnu. Þetta staðfestir Björn Leifsson, eigandi World Class. Í heitum potti Vítalía lýsti því að þjóðþekktir menn hefðu verið í heitum potti ásamt ástmanni hennar. Þeir hefðu farið að káfa á henni í heita pottinum og farið yfir öll mörk, meðal annars með því að stinga inn í hana fingrum. Í hlaðvarpsþættinum lýsti Vítalía því einnig að hún hafi verið stödd á hótelherbergi með ástmanninum, sem var í golfferð með félögum sínum í Borgarnesi, þegar vinur hans hafi labbað inn á þau. Til að kaupa þagmælsku hans hafi ástmaðurinn veitt vininum kynferðislegan greiða með Vítalíu. Hún hafi þar verið látin leyfa vininum að veita sér munnmök og henni gert að svara í sömu mynt. Sagði þungbært að heyra reynslu Vítalíu Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, tilkynnti það fyrr í dag að hann muni stíga til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja vegna ásakananna. Sagði hann það reynast sér afar þungbært að heyra reynslu Vítalíu. Hann harmi jafnframt að hafa ekki stigið út úr aðstæðunum. Greint var frá því fyrr í dag að Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, sé farinn í tímabundið leyfi vegna þessara ásakananna. Hann hafi ákveðið það sjálfur. Að sögn Elínar Margrétar Stefánsdóttur, stjórnarformanns Íseyjar, hafði stjórn komist að samkomulagi um það við Ara fyrr í vetur, þegar ásakanirnar komu fyrst fram á samfélagsmiðlum, að hann myndi fara í leyfi ef eitthvað fleira kæmi fram sem tengdist málinu.
Mál Vítalíu Lazarevu Kynferðisofbeldi MeToo Kauphöllin Tengdar fréttir Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10 Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47 Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18 Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Litlu mátti muna á flugbrautinni Erlent Fleiri fréttir Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Sjá meira
Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23
Ari Edwald farinn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisbrot Ari Edwald, framkvæmdastjóri Ísey útflutnings, dótturfélags Mjólkursamsölunnar, er kominn í tímabundið leyfi vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Ari óskaði eftir að fara í leyfi sjálfur. 6. janúar 2022 13:10
Arnar Grant farinn í tímabundið leyfi Arnar Grant, einkaþjálfari hjá World Class, er farinn í tímabundið leyfi frá störfum í kjölfar frásagnar ungrar konu um ástarsamband þeirra Arnars. Hún sakar vini hans um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. 6. janúar 2022 14:47
Logi Bergmann í leyfi frá K100 Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson, sem stjórnar Síðdegisþættinum á K100, segist ætla að fara í frí. Hann lýsti þessu yfir í upphafi þáttarins klukkan 16 núna síðdegis. 6. janúar 2022 17:18