Heppinn að sleppa lifandi frá háskalegri viðureign við bílaþjóf í Kópavogi Jakob Bjarnar skrifar 7. janúar 2022 10:13 Þessa bíls er nú leitað af Hilmar og lögreglu. Hilmar biður lesendur Vísis að hafa hjá sér augun, ef þeir sjá dökkbláan Peugeot 407 station með nr. LV-963 og hafa þá samband við lögreglu eða sig í síma 762-3105. Hilmar Ögmundsson ráðgjafi lenti í afar óskemmtilegu atviki nú í morgun, nokkru sem fæstir vilja lenda í. Hann var með bíl sinn í gangi fyrir utan heimili sitt að Kópalind í Kópavogi og skaust inn til að ná í börn sín sem eru tvö, stelpa og strákur, sex og sjö ára gömul, til að fara með þau í skóla. Rétt á meðan vindur ungur maður sér inn í bílinn og ekur á brott. Hilmar segir að þetta hafi ekki verið neinn fagmaður því hann var að baksa við að koma bílnum í bakkgír. Skrapað hné og blóðugur putti Hilmar áttaði sig þegar á því að ekki var allt með felldu. „Ég náði að opna hurðina og grípa í hann en hann keyrði með mig af stað og ég datt í götuna. Hann var næstum búinn að keyra á kyrrstæðan bíl og drepa mig,“ segir Hilmar sem hefur lýst eftir bílnum á Facebook-svæði íbúa Lindahverfis. Hilmar náði ekki að stöðva bílaþjófinn og er nú með skrapað hné og blóðugan putta eftir atganginn sem börn hans sex og sjö ára máttu horfa uppá. Um er að ræða dökkbláan Peugeot 407 station með nr. LV-963. Hilmar segir í samtali við Vísi hafa sett sig þegar í samband við lögregluna sem brást skjótt við og hefur hún sent út tilkynningu til allra umdæma. „Já, lögreglan kom strax á staðinn. Þeir voru snöggir að svara og sáu bílinn keyra inn Fífuhvammsveg á myndavélum sínum,“ segir Hilmar sem starfar sem ráðgjafi eða sérfræðingur hjá fjármálaráðuneyti Grænlands. Með aðsetur hér á Íslandi. Hann segir þetta sérkennilega reynslu að lenda í en það sé svo sem verið að stela bílum daglega. Börnin máttu horfa upp á atganginn Hilmar segir það svo að hann hafi einmitt hugsað til þess að ætli bílnum verði ekki stolið þegar hann fór inn til að sækja börnin. En þá vikið þeim þanka frá sér. En ekki var um nema fáeinar mínútur sem liðu frá því og þegar hann sá að einhver var kominn inn í bílinn. Hann hugsaði sig ekki um. Segir að hann hefði kannski frekar átt að reyna að henda sér í aftursæti bifreiðarinnar en menn hugsi ekki mikið við aðstæður sem þessar. En þetta hafi sannarlega verið óþægilegt að lenda í. „Ég er með skrapað hné og blóðugun putta eftir þetta. En það er vont að börnin hafi þurft að horfa uppá þetta,“ segir Hilmar. Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira
Hann var með bíl sinn í gangi fyrir utan heimili sitt að Kópalind í Kópavogi og skaust inn til að ná í börn sín sem eru tvö, stelpa og strákur, sex og sjö ára gömul, til að fara með þau í skóla. Rétt á meðan vindur ungur maður sér inn í bílinn og ekur á brott. Hilmar segir að þetta hafi ekki verið neinn fagmaður því hann var að baksa við að koma bílnum í bakkgír. Skrapað hné og blóðugur putti Hilmar áttaði sig þegar á því að ekki var allt með felldu. „Ég náði að opna hurðina og grípa í hann en hann keyrði með mig af stað og ég datt í götuna. Hann var næstum búinn að keyra á kyrrstæðan bíl og drepa mig,“ segir Hilmar sem hefur lýst eftir bílnum á Facebook-svæði íbúa Lindahverfis. Hilmar náði ekki að stöðva bílaþjófinn og er nú með skrapað hné og blóðugan putta eftir atganginn sem börn hans sex og sjö ára máttu horfa uppá. Um er að ræða dökkbláan Peugeot 407 station með nr. LV-963. Hilmar segir í samtali við Vísi hafa sett sig þegar í samband við lögregluna sem brást skjótt við og hefur hún sent út tilkynningu til allra umdæma. „Já, lögreglan kom strax á staðinn. Þeir voru snöggir að svara og sáu bílinn keyra inn Fífuhvammsveg á myndavélum sínum,“ segir Hilmar sem starfar sem ráðgjafi eða sérfræðingur hjá fjármálaráðuneyti Grænlands. Með aðsetur hér á Íslandi. Hann segir þetta sérkennilega reynslu að lenda í en það sé svo sem verið að stela bílum daglega. Börnin máttu horfa upp á atganginn Hilmar segir það svo að hann hafi einmitt hugsað til þess að ætli bílnum verði ekki stolið þegar hann fór inn til að sækja börnin. En þá vikið þeim þanka frá sér. En ekki var um nema fáeinar mínútur sem liðu frá því og þegar hann sá að einhver var kominn inn í bílinn. Hann hugsaði sig ekki um. Segir að hann hefði kannski frekar átt að reyna að henda sér í aftursæti bifreiðarinnar en menn hugsi ekki mikið við aðstæður sem þessar. En þetta hafi sannarlega verið óþægilegt að lenda í. „Ég er með skrapað hné og blóðugun putta eftir þetta. En það er vont að börnin hafi þurft að horfa uppá þetta,“ segir Hilmar.
Lögreglumál Kópavogur Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Innlent Fleiri fréttir Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Vara við netsvikum í nafni Skattsins Sjá meira