Samfélagið og fötlunarfordómar Sunna Dögg Ágústsdóttir skrifar 8. janúar 2022 09:01 Fötlunarfordómar hafa verið til í mörg þúsund ár, líklega frá byrjun mannkynssögu, en það þýðir ekki að þeir séu eðlilegir eða réttlætanlegir. Þvert á móti, þessir fordómar eru það sem hefur haldið niðri milljörðum manneskja (ég er ekki að ýkja, tölur fatlaðs fólk í heiminum eru a.m.k einn milljarður og í þessari grein tel ég einnig með fatlað fólk sem ekki er lifandi í dag) og skaðað þeirra tækifæri. Fötlun er ekki líkamlegt ástand, heldur samfélagslegt ástand. Ef samfélagið virti þarfir fatlaðs einstaklings væri sá einstaklingur ekki lengur fatlaður. Því miður leggur samfélagið áherslu á að það sé fatlaði einstaklingurinn sem þarfnast lækningar, en ekki á það að samfélagið sjálft sé sem þarf að breytast, læknast af fordómum. Þetta leiðir til óæskilegra viðhorfa, jafnvel haturs gagnvart fötluðu fólki og hindrar oft að litið sé á fatlað fólk sem manneskjur með réttindi. Þetta getur einnig leitt til þess að ófatlað fólk vorkenni fötluðu fólki. Ég get ekki talað fyrir allt fatlað fólk, en mig grunar að flest okkar viljum ekki vorkun. Það sem við viljum eru aðgerðir sem skila okkur þeim réttindum sem stolið var af okkur við fæðingu. Við viljum ekki að ófötluðu fólk líði eins og að það sé bjargvættar okkar fyrir að skila okkur einhverju sem við eigum nú þegar rétt á. Við viljum að samfélagið byrji loksins að hlusta á það sem við höfum verið að segja frá upphafi mannkynssögu, að við erum manneskjur og því að vera manneskja fylgja réttindi, að við séum sterk og það að samfélagið líti niður á okkur fyrir að vera til er ekki okkur að kenna, heldur er það sök samfélags sem kann ekki að gera ráð fyrir hollum fjölbreytileika. Þetta samfélag skapar þjáningu fyrir alla, fatlað fólk og ófatlað fólk. Við verðum að taka höndum saman og breyta því í samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem gert er ráð fyrir öllum. Viljið þið standa með okkur? Höfundur er verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Sunna Dögg Ágústsdóttir Mest lesið Halldór 12.07.25 Halldór Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hver erum við? Hvert stefnum við? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Sjá meira
Fötlunarfordómar hafa verið til í mörg þúsund ár, líklega frá byrjun mannkynssögu, en það þýðir ekki að þeir séu eðlilegir eða réttlætanlegir. Þvert á móti, þessir fordómar eru það sem hefur haldið niðri milljörðum manneskja (ég er ekki að ýkja, tölur fatlaðs fólk í heiminum eru a.m.k einn milljarður og í þessari grein tel ég einnig með fatlað fólk sem ekki er lifandi í dag) og skaðað þeirra tækifæri. Fötlun er ekki líkamlegt ástand, heldur samfélagslegt ástand. Ef samfélagið virti þarfir fatlaðs einstaklings væri sá einstaklingur ekki lengur fatlaður. Því miður leggur samfélagið áherslu á að það sé fatlaði einstaklingurinn sem þarfnast lækningar, en ekki á það að samfélagið sjálft sé sem þarf að breytast, læknast af fordómum. Þetta leiðir til óæskilegra viðhorfa, jafnvel haturs gagnvart fötluðu fólki og hindrar oft að litið sé á fatlað fólk sem manneskjur með réttindi. Þetta getur einnig leitt til þess að ófatlað fólk vorkenni fötluðu fólki. Ég get ekki talað fyrir allt fatlað fólk, en mig grunar að flest okkar viljum ekki vorkun. Það sem við viljum eru aðgerðir sem skila okkur þeim réttindum sem stolið var af okkur við fæðingu. Við viljum ekki að ófötluðu fólk líði eins og að það sé bjargvættar okkar fyrir að skila okkur einhverju sem við eigum nú þegar rétt á. Við viljum að samfélagið byrji loksins að hlusta á það sem við höfum verið að segja frá upphafi mannkynssögu, að við erum manneskjur og því að vera manneskja fylgja réttindi, að við séum sterk og það að samfélagið líti niður á okkur fyrir að vera til er ekki okkur að kenna, heldur er það sök samfélags sem kann ekki að gera ráð fyrir hollum fjölbreytileika. Þetta samfélag skapar þjáningu fyrir alla, fatlað fólk og ófatlað fólk. Við verðum að taka höndum saman og breyta því í samfélag án aðgreiningar, samfélag þar sem gert er ráð fyrir öllum. Viljið þið standa með okkur? Höfundur er verkefnisstjóri ungmennaráðs Þroskahjálpar.
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Skoðun Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Flugnám - Fyrsti hluti: Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar