Grýtti grilli að lögregluþjónum og hlaut fimmtán mánaða dóm Árni Sæberg skrifar 9. janúar 2022 11:52 Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður var á miðvikudag dæmdur til fimmtán mánaða fangelsisvistar fyrir fjölmörg brot, þar á meðal að hafa grýtt gasgrilli í átt að lögreglumönnum og innflutning á amfetamíni. Mál ákæruvaldsins gegn manninum var höfðað með fjórum ákærum en sú fyrsta var gefin út í október 2020. Í henni var honum gefið að sök að hafa í tvígang ekið undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda auk þess að hafa fíkniefni í fórum sínum. Fyrir dómi bar maðurinn fyrir sig að í fyrra skiptið hafi hann ekki verið að aka umræddri bifreið. Hann hafi verið beðinn um að losa bíllykil sem sat fastur í kveikjulás. Þess vegna hafi hann setið í bílstjórasætinu þegar lögregla kom að honum. Í annarri ákæru var honum enn gefið að sök að aka án réttinda og undir áhrifum, í þetta sinn í fjögur skipti. Þá var hann einnig ákærður fyrir brot á lögreglulögum með því að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu. Slasaði tvo lögregluþjóna Í þriðju ákæru er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa „ráðist með ofbeldi gegn lögreglumönnum nr. X og Y, sem voru við skyldustörf og hugðust handtaka hann, sparkað í þær, ýtt við þeim, slegið til þeirra og kastað gasgrilli í átt að þeim, allt með þeim afleiðingum að lögreglumaður nr. X hlaut mar á vinstri sköflung og lögreglumaður nr. Y hlaut mar á framanverðan vinstri fótlegg, mar efst á vinstri kálfa sem og roða og marbletti á vinstri olnboga.“ Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Í skýrslutöku fyrir dómi sagðist maðurinn ekki kannast við að hafa beitt lögregluþjónana ofbeldi. Hann hafi setið í kyrrstæðri bifreið, sem hann hafði ekið án réttinda, þegar hurð bifreiðarinnar var skyndilega hrundið upp og hann verið sprautaður með piparúða. Úðinn hafi gert það að verkum hann sæi ekki frá sér og gerði sér ekki grein fyrir að um lögreglumenn, sem hyggðust handtaka hann, væri að ræða. Þá segir hann lögreglumenn hvorki hafa auðkennt sig sem slíka né tilkynnt honum að hann væri handtekinn. Í kjölfar piparúðunarinnar hafi hann reynt að komast inn í nálægt hús, „Hann hefði hent gasgrilli til hliðar sem var fyrir honum og tálmaði honum inngöngu í húsið,“ segir maðurinn í skýrslutöku fyrir dómi. Þegar inn í húsið var komið hafi hann þegar neytt fíkniefna og það skýri efni sem mældust í blóði hans sem tekið var seinna sama dag. Fyrir dómi báru umræddir lögregluþjónar vitni um ofbeldið sem maðurinn beitti þá. Þeir segja hann ekki hafa fylgt fyrirmælum þeirra, meðal annars að afhenda lykil bifreiðarinnar. Þá hafi þeir afráðið að sprauta hann með piparúða. Við það hafi maðurinn ókyrrst og ýtt við öðrum lögreglumanninum. Þá hafi þeir sprautað hann aftur, sem gerði illt verra. „Ákærði hefði áfram ekki hlýtt fyrirmælum og vitnið því afráðið að slá hann með kylfu í kálfann. Ákærði hefði gripið í þungt gasgrill sem stóð við útihurðina og kastað því með ógnandi hætti í áttina að vitninu og lögreglumanni nr. Y,“ sagði annar lögregluþjónninn í skýrslutöku. Stórfellt fíkniefnasmygl Að lokum var maðurinn ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa flutt inn um 494 grömm af mjög sterku amfetamíni, ætluðu til söludreifingar. Efnin fundust við leit í tösku mannsins og buxnavasa við komu til landsins frá Amsterdam. Sérfræðingur sem bar vitni fyrir dómi sagði efnið duga til sölu á um einu kílói amfetamíns á markaði. Fyrir dómi kannaðist maðurinn við að hafa flutt efnið til landsins en sagði þó að það hafi verið ætlað til einkaneyslu. Hann hafi um árabil verið háður amfetamíni sem skýrði hegðun hans og önnur brot sem hann var ákærður fyrir. Þá sagðist hann þegar hafa neytt hluta þess efnis sem hann keypti í Hollandi óblandað. Fimmtán mánuðir og ævilöng svipting Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi manninn fyrir öll ofangreind brot en sýknaði hann af einum ákærulið sem sneri að meintu lögreglubroti. Eðli málsins samkvæmt var maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt en um ítrekun á fyrri sviptingu er að ræða. Þá hlaut maðurinn fimmtán mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Í niðurstöðum dómsins er tekið fram að ekki sé unnt að skilorðsbinda dóminn vegna alvarleika brota mannsins og langs afbrotaferils hans. Þá var maðurinn dæmdur til að bera allan málskostnað, rétt tæplega fjórar milljónir króna. Auk þess má hann þola upptöku tæplega hálfs kílós af sterku amfétamíni, um fjögurra gramma af kókaíni og 0,14 gramma af metamfetamíni. Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Mál ákæruvaldsins gegn manninum var höfðað með fjórum ákærum en sú fyrsta var gefin út í október 2020. Í henni var honum gefið að sök að hafa í tvígang ekið undir áhrifum fíkniefna og án ökuréttinda auk þess að hafa fíkniefni í fórum sínum. Fyrir dómi bar maðurinn fyrir sig að í fyrra skiptið hafi hann ekki verið að aka umræddri bifreið. Hann hafi verið beðinn um að losa bíllykil sem sat fastur í kveikjulás. Þess vegna hafi hann setið í bílstjórasætinu þegar lögregla kom að honum. Í annarri ákæru var honum enn gefið að sök að aka án réttinda og undir áhrifum, í þetta sinn í fjögur skipti. Þá var hann einnig ákærður fyrir brot á lögreglulögum með því að hafa ekki hlýtt fyrirmælum lögreglu. Slasaði tvo lögregluþjóna Í þriðju ákæru er maðurinn ákærður fyrir brot gegn valdstjórninni með því að hafa „ráðist með ofbeldi gegn lögreglumönnum nr. X og Y, sem voru við skyldustörf og hugðust handtaka hann, sparkað í þær, ýtt við þeim, slegið til þeirra og kastað gasgrilli í átt að þeim, allt með þeim afleiðingum að lögreglumaður nr. X hlaut mar á vinstri sköflung og lögreglumaður nr. Y hlaut mar á framanverðan vinstri fótlegg, mar efst á vinstri kálfa sem og roða og marbletti á vinstri olnboga.“ Þetta segir í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur. Í skýrslutöku fyrir dómi sagðist maðurinn ekki kannast við að hafa beitt lögregluþjónana ofbeldi. Hann hafi setið í kyrrstæðri bifreið, sem hann hafði ekið án réttinda, þegar hurð bifreiðarinnar var skyndilega hrundið upp og hann verið sprautaður með piparúða. Úðinn hafi gert það að verkum hann sæi ekki frá sér og gerði sér ekki grein fyrir að um lögreglumenn, sem hyggðust handtaka hann, væri að ræða. Þá segir hann lögreglumenn hvorki hafa auðkennt sig sem slíka né tilkynnt honum að hann væri handtekinn. Í kjölfar piparúðunarinnar hafi hann reynt að komast inn í nálægt hús, „Hann hefði hent gasgrilli til hliðar sem var fyrir honum og tálmaði honum inngöngu í húsið,“ segir maðurinn í skýrslutöku fyrir dómi. Þegar inn í húsið var komið hafi hann þegar neytt fíkniefna og það skýri efni sem mældust í blóði hans sem tekið var seinna sama dag. Fyrir dómi báru umræddir lögregluþjónar vitni um ofbeldið sem maðurinn beitti þá. Þeir segja hann ekki hafa fylgt fyrirmælum þeirra, meðal annars að afhenda lykil bifreiðarinnar. Þá hafi þeir afráðið að sprauta hann með piparúða. Við það hafi maðurinn ókyrrst og ýtt við öðrum lögreglumanninum. Þá hafi þeir sprautað hann aftur, sem gerði illt verra. „Ákærði hefði áfram ekki hlýtt fyrirmælum og vitnið því afráðið að slá hann með kylfu í kálfann. Ákærði hefði gripið í þungt gasgrill sem stóð við útihurðina og kastað því með ógnandi hætti í áttina að vitninu og lögreglumanni nr. Y,“ sagði annar lögregluþjónninn í skýrslutöku. Stórfellt fíkniefnasmygl Að lokum var maðurinn ákærður fyrir stórfellt fíkniefnalagabrot með því að hafa flutt inn um 494 grömm af mjög sterku amfetamíni, ætluðu til söludreifingar. Efnin fundust við leit í tösku mannsins og buxnavasa við komu til landsins frá Amsterdam. Sérfræðingur sem bar vitni fyrir dómi sagði efnið duga til sölu á um einu kílói amfetamíns á markaði. Fyrir dómi kannaðist maðurinn við að hafa flutt efnið til landsins en sagði þó að það hafi verið ætlað til einkaneyslu. Hann hafi um árabil verið háður amfetamíni sem skýrði hegðun hans og önnur brot sem hann var ákærður fyrir. Þá sagðist hann þegar hafa neytt hluta þess efnis sem hann keypti í Hollandi óblandað. Fimmtán mánuðir og ævilöng svipting Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi manninn fyrir öll ofangreind brot en sýknaði hann af einum ákærulið sem sneri að meintu lögreglubroti. Eðli málsins samkvæmt var maðurinn sviptur ökuréttindum ævilangt en um ítrekun á fyrri sviptingu er að ræða. Þá hlaut maðurinn fimmtán mánaða óskilorðsbundinn fangelsisdóm. Í niðurstöðum dómsins er tekið fram að ekki sé unnt að skilorðsbinda dóminn vegna alvarleika brota mannsins og langs afbrotaferils hans. Þá var maðurinn dæmdur til að bera allan málskostnað, rétt tæplega fjórar milljónir króna. Auk þess má hann þola upptöku tæplega hálfs kílós af sterku amfétamíni, um fjögurra gramma af kókaíni og 0,14 gramma af metamfetamíni.
Lögreglumál Dómsmál Reykjavík Fíkniefnabrot Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Virknin minnkað þó áfram gjósi Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons á Ólympíuleikunum í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira