Fullyrðingar um að tvíbólusettir smitist frekar standist ekki Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2022 12:11 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir í nýbirtum pistli sínum að línurit um nýgengi smita á síðunni covid.is þurfi að túlka af varúð. Mikilvægt sé að rýna í samsetningu hópanna sem tölurnar byggjast á. Línuritið er um nýgengi sjúkdómsins hjá börnum og fullorðnum eftir bólusetningastöðu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir skiljanlegt að fólk misskilji línuritið með þeim hætti að hægt sé að álykta sem svo, að áhættan á því að smitast af Covid-19 sé meiri hjá tvíbólusettum en óbólusettum. Það sé þó ekki alveg rétt. „Rétt er að benda á, að hópur óbólusettra er að líkindum verulega minni en notast er við í útreikningum línuritsins. Þannig er töluvert vanmat til staðar í tölum um nýgengi hjá óbólusettum fullorðnum og nýgengið því í raun hærra en birt er,“ segir Þórólfur og bætir við að óvissan geri það að verkum að línuritið þurfi að túlka af varúð. Hér má sjá línuritið umrædda.Covid.is Þórólfur segir að meginskilaboðin í línuritinu séu sú að bólusetningin, og þá sérstaklega aðeins einn eða tveir skammtar, séu ekki að vernda nægilega vel gegn smiti af völdum ómíkron-afbrigðisins. Verndin gegn smiti sé hins vegar góð þegar um er að ræða delta-afbrigðið. „Erlendar rannsóknir og reynsla okkar á Íslandi sýnir einmitt að verndin er fyrst og fremst gegn alvarlegum veikindum af völdum afbrigðisins og þá sérstaklega eftir örvunarskammtinn. Þessi vitneskja á að vera öllum hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Línuritið er um nýgengi sjúkdómsins hjá börnum og fullorðnum eftir bólusetningastöðu. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir skiljanlegt að fólk misskilji línuritið með þeim hætti að hægt sé að álykta sem svo, að áhættan á því að smitast af Covid-19 sé meiri hjá tvíbólusettum en óbólusettum. Það sé þó ekki alveg rétt. „Rétt er að benda á, að hópur óbólusettra er að líkindum verulega minni en notast er við í útreikningum línuritsins. Þannig er töluvert vanmat til staðar í tölum um nýgengi hjá óbólusettum fullorðnum og nýgengið því í raun hærra en birt er,“ segir Þórólfur og bætir við að óvissan geri það að verkum að línuritið þurfi að túlka af varúð. Hér má sjá línuritið umrædda.Covid.is Þórólfur segir að meginskilaboðin í línuritinu séu sú að bólusetningin, og þá sérstaklega aðeins einn eða tveir skammtar, séu ekki að vernda nægilega vel gegn smiti af völdum ómíkron-afbrigðisins. Verndin gegn smiti sé hins vegar góð þegar um er að ræða delta-afbrigðið. „Erlendar rannsóknir og reynsla okkar á Íslandi sýnir einmitt að verndin er fyrst og fremst gegn alvarlegum veikindum af völdum afbrigðisins og þá sérstaklega eftir örvunarskammtinn. Þessi vitneskja á að vera öllum hvatning til að mæta í bólusetningu og þiggja örvunarskammt,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira