Velferðarþjónusta á tímum Covid Regína Ásvaldsdóttir skrifar 9. janúar 2022 15:31 Heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega minnt okkur rækilega á mikilvægi heilbrigðis- og umönnunarstétta. Við á velferðarsviði Reykjavíkurborgar höfum ekki farið varhluta af faraldrinum og í dag þegar þetta er skrifað eru um 200 manns á sviðinu í einangrun eða sóttkví, aðallega starfsmenn sem starfa úti á vettvangi við beina umönnun eða þjónustu, til dæmis í heimaþjónustu og í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk. Þetta er um 6 % af heildarstarfsmannafjölda sviðsins sem telur um 3.500 manns. Velferðarsvið rekur um 70 sólarhringsstofnanir. Flestar þeirra eru heimili fatlaðra einstaklinga, þjónustuíbúðir fyrir aldraða og hjúkrunarheimili þar sem þjónustan er þess eðlis, að ekki er hægt að loka eða senda íbúa annað. Auk þess eru skammtímavistanir fyrir fötluð börn, vistheimili fyrir börn og unglinga, heimili fyrir fólk sem glímir við fíkni- og geðvanda og gistiskýli. Þess utan er verið að veita á fjórða þúsund einstaklinga í borginni þjónustu á heimilum þeirra, s.s. hjúkrun, persónulega umönnun, stuðning við heimilishald og félagslega samveru. Á hverjum degi er staðan tekin á fjölda starfsmanna sem eru fjarverandi vegna einangrunar, sóttkvíar eða annarra veikinda og farið yfir hvort hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Starfsfólk er kallað inn á aukavaktir og reynt er að endurskipuleggja vitjanir dag frá degi. Ekki hefur komið til þess að skerða þurfi þjónustu marga daga í röð, nema í einstaka tilvikum og þá til fólks sem fær eingöngu þrif. Þá hefur verið hringt í notendur þjónustunnar og þeim tilkynnt um stöðuna og langflestir sýna því skilning. Við erum með neyðaráætlun um hvernig forgangsröðun skuli háttað og það verður gripið til hennar ef róðurinn þyngist enn frekar. Þeir starfsmenn á velferðarsviði sem eru þríbólusettir geta mætt til vinnu með því að sýna fulla aðgát, eftir breytingar á reglugerð heilbrigðisráðherra. Það eru þó mjög margir í hópi okkar starfsmanna, sem eru ungir og fengu þar að leiðandi Janssen bóluefnið. Velferðarsvið er ekki komið á þann stað að óska eftir liðsinni aðstandenda en það er að sjálfsögðu síðasta úrræðið náist ekki að manna þjónustuna. Stjórnendur og starfsfólk á velferðarsviði hafa sýnt alveg ótrúlegt þrekvirki í gegnum þennan faraldur og ótal dæmi eru af útsjónarsemi, dugnaði og fórnfýsi starfsmanna. En eðli starfseminnar vegna, þar sem starfið snýst um að þjónusta einstaklinga með persónulegar þarfir, fer þessi mikilvæga starfsemi að mestu fram í kyrrþey og lætur lítið yfir sér í daglegri umræðu. Við þessi áramót er þakklæti mér efst í huga, til ykkar allra sem standið vaktina. Við finnum það svo vel að jafnvel hinir sterkustu eru teknir að þreytast og við þurfum að finna leiðir til að halda neistanum gangandi. Það er líka mikilvægt að við sem samfélag sameinumst um að tryggja þeim sem sinna viðkvæmustu hópum samfélagsins góð og örugg starfsskilyrði þannig að við höldum í okkar frábæra starfsfólk sem hefur valið þennan mikilvæga starfsvettvang. Það mun skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Höfundur er sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun Öflugri saman inn í framtíðina Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Að vera treggáfaður: Er píkan greindari en pungurinn? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Úrelt lög Davíð Þór Jónsson Bakþankar Rekum RUV ohf „að heiman“ Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun Vinstri græn gegn íslensku láglaunastefnunni Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Hvað með kvótakaupendur? Haukur Eggertsson Skoðun Stríð í Evrópu Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Ísland eftir 100 ár Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Siðlaust sinnuleysi í Mjódd Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Heimavinnu lokið – aftur atvinnuuppbygging á Bakka Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Kemur maður í manns stað? Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega minnt okkur rækilega á mikilvægi heilbrigðis- og umönnunarstétta. Við á velferðarsviði Reykjavíkurborgar höfum ekki farið varhluta af faraldrinum og í dag þegar þetta er skrifað eru um 200 manns á sviðinu í einangrun eða sóttkví, aðallega starfsmenn sem starfa úti á vettvangi við beina umönnun eða þjónustu, til dæmis í heimaþjónustu og í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk. Þetta er um 6 % af heildarstarfsmannafjölda sviðsins sem telur um 3.500 manns. Velferðarsvið rekur um 70 sólarhringsstofnanir. Flestar þeirra eru heimili fatlaðra einstaklinga, þjónustuíbúðir fyrir aldraða og hjúkrunarheimili þar sem þjónustan er þess eðlis, að ekki er hægt að loka eða senda íbúa annað. Auk þess eru skammtímavistanir fyrir fötluð börn, vistheimili fyrir börn og unglinga, heimili fyrir fólk sem glímir við fíkni- og geðvanda og gistiskýli. Þess utan er verið að veita á fjórða þúsund einstaklinga í borginni þjónustu á heimilum þeirra, s.s. hjúkrun, persónulega umönnun, stuðning við heimilishald og félagslega samveru. Á hverjum degi er staðan tekin á fjölda starfsmanna sem eru fjarverandi vegna einangrunar, sóttkvíar eða annarra veikinda og farið yfir hvort hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Starfsfólk er kallað inn á aukavaktir og reynt er að endurskipuleggja vitjanir dag frá degi. Ekki hefur komið til þess að skerða þurfi þjónustu marga daga í röð, nema í einstaka tilvikum og þá til fólks sem fær eingöngu þrif. Þá hefur verið hringt í notendur þjónustunnar og þeim tilkynnt um stöðuna og langflestir sýna því skilning. Við erum með neyðaráætlun um hvernig forgangsröðun skuli háttað og það verður gripið til hennar ef róðurinn þyngist enn frekar. Þeir starfsmenn á velferðarsviði sem eru þríbólusettir geta mætt til vinnu með því að sýna fulla aðgát, eftir breytingar á reglugerð heilbrigðisráðherra. Það eru þó mjög margir í hópi okkar starfsmanna, sem eru ungir og fengu þar að leiðandi Janssen bóluefnið. Velferðarsvið er ekki komið á þann stað að óska eftir liðsinni aðstandenda en það er að sjálfsögðu síðasta úrræðið náist ekki að manna þjónustuna. Stjórnendur og starfsfólk á velferðarsviði hafa sýnt alveg ótrúlegt þrekvirki í gegnum þennan faraldur og ótal dæmi eru af útsjónarsemi, dugnaði og fórnfýsi starfsmanna. En eðli starfseminnar vegna, þar sem starfið snýst um að þjónusta einstaklinga með persónulegar þarfir, fer þessi mikilvæga starfsemi að mestu fram í kyrrþey og lætur lítið yfir sér í daglegri umræðu. Við þessi áramót er þakklæti mér efst í huga, til ykkar allra sem standið vaktina. Við finnum það svo vel að jafnvel hinir sterkustu eru teknir að þreytast og við þurfum að finna leiðir til að halda neistanum gangandi. Það er líka mikilvægt að við sem samfélag sameinumst um að tryggja þeim sem sinna viðkvæmustu hópum samfélagsins góð og örugg starfsskilyrði þannig að við höldum í okkar frábæra starfsfólk sem hefur valið þennan mikilvæga starfsvettvang. Það mun skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Höfundur er sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Að skipta á óskabarni fjölskyldunnar og silfurpeningum – Opið bréf til Benedikts Einarssonar hið síðara Kári Stefánsson Skoðun
Ósamræmi í orðum og gjörðum íslenskra stjórnvalda í loftslagsmálum Finnur Ricart Andrason Skoðun