Velferðarþjónusta á tímum Covid Regína Ásvaldsdóttir skrifar 9. janúar 2022 15:31 Heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega minnt okkur rækilega á mikilvægi heilbrigðis- og umönnunarstétta. Við á velferðarsviði Reykjavíkurborgar höfum ekki farið varhluta af faraldrinum og í dag þegar þetta er skrifað eru um 200 manns á sviðinu í einangrun eða sóttkví, aðallega starfsmenn sem starfa úti á vettvangi við beina umönnun eða þjónustu, til dæmis í heimaþjónustu og í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk. Þetta er um 6 % af heildarstarfsmannafjölda sviðsins sem telur um 3.500 manns. Velferðarsvið rekur um 70 sólarhringsstofnanir. Flestar þeirra eru heimili fatlaðra einstaklinga, þjónustuíbúðir fyrir aldraða og hjúkrunarheimili þar sem þjónustan er þess eðlis, að ekki er hægt að loka eða senda íbúa annað. Auk þess eru skammtímavistanir fyrir fötluð börn, vistheimili fyrir börn og unglinga, heimili fyrir fólk sem glímir við fíkni- og geðvanda og gistiskýli. Þess utan er verið að veita á fjórða þúsund einstaklinga í borginni þjónustu á heimilum þeirra, s.s. hjúkrun, persónulega umönnun, stuðning við heimilishald og félagslega samveru. Á hverjum degi er staðan tekin á fjölda starfsmanna sem eru fjarverandi vegna einangrunar, sóttkvíar eða annarra veikinda og farið yfir hvort hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Starfsfólk er kallað inn á aukavaktir og reynt er að endurskipuleggja vitjanir dag frá degi. Ekki hefur komið til þess að skerða þurfi þjónustu marga daga í röð, nema í einstaka tilvikum og þá til fólks sem fær eingöngu þrif. Þá hefur verið hringt í notendur þjónustunnar og þeim tilkynnt um stöðuna og langflestir sýna því skilning. Við erum með neyðaráætlun um hvernig forgangsröðun skuli háttað og það verður gripið til hennar ef róðurinn þyngist enn frekar. Þeir starfsmenn á velferðarsviði sem eru þríbólusettir geta mætt til vinnu með því að sýna fulla aðgát, eftir breytingar á reglugerð heilbrigðisráðherra. Það eru þó mjög margir í hópi okkar starfsmanna, sem eru ungir og fengu þar að leiðandi Janssen bóluefnið. Velferðarsvið er ekki komið á þann stað að óska eftir liðsinni aðstandenda en það er að sjálfsögðu síðasta úrræðið náist ekki að manna þjónustuna. Stjórnendur og starfsfólk á velferðarsviði hafa sýnt alveg ótrúlegt þrekvirki í gegnum þennan faraldur og ótal dæmi eru af útsjónarsemi, dugnaði og fórnfýsi starfsmanna. En eðli starfseminnar vegna, þar sem starfið snýst um að þjónusta einstaklinga með persónulegar þarfir, fer þessi mikilvæga starfsemi að mestu fram í kyrrþey og lætur lítið yfir sér í daglegri umræðu. Við þessi áramót er þakklæti mér efst í huga, til ykkar allra sem standið vaktina. Við finnum það svo vel að jafnvel hinir sterkustu eru teknir að þreytast og við þurfum að finna leiðir til að halda neistanum gangandi. Það er líka mikilvægt að við sem samfélag sameinumst um að tryggja þeim sem sinna viðkvæmustu hópum samfélagsins góð og örugg starfsskilyrði þannig að við höldum í okkar frábæra starfsfólk sem hefur valið þennan mikilvæga starfsvettvang. Það mun skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Höfundur er sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Regína Ásvaldsdóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Heimsfaraldurinn hefur svo sannarlega minnt okkur rækilega á mikilvægi heilbrigðis- og umönnunarstétta. Við á velferðarsviði Reykjavíkurborgar höfum ekki farið varhluta af faraldrinum og í dag þegar þetta er skrifað eru um 200 manns á sviðinu í einangrun eða sóttkví, aðallega starfsmenn sem starfa úti á vettvangi við beina umönnun eða þjónustu, til dæmis í heimaþjónustu og í íbúðakjörnum fyrir fatlað fólk. Þetta er um 6 % af heildarstarfsmannafjölda sviðsins sem telur um 3.500 manns. Velferðarsvið rekur um 70 sólarhringsstofnanir. Flestar þeirra eru heimili fatlaðra einstaklinga, þjónustuíbúðir fyrir aldraða og hjúkrunarheimili þar sem þjónustan er þess eðlis, að ekki er hægt að loka eða senda íbúa annað. Auk þess eru skammtímavistanir fyrir fötluð börn, vistheimili fyrir börn og unglinga, heimili fyrir fólk sem glímir við fíkni- og geðvanda og gistiskýli. Þess utan er verið að veita á fjórða þúsund einstaklinga í borginni þjónustu á heimilum þeirra, s.s. hjúkrun, persónulega umönnun, stuðning við heimilishald og félagslega samveru. Á hverjum degi er staðan tekin á fjölda starfsmanna sem eru fjarverandi vegna einangrunar, sóttkvíar eða annarra veikinda og farið yfir hvort hægt sé að halda úti óbreyttri þjónustu. Starfsfólk er kallað inn á aukavaktir og reynt er að endurskipuleggja vitjanir dag frá degi. Ekki hefur komið til þess að skerða þurfi þjónustu marga daga í röð, nema í einstaka tilvikum og þá til fólks sem fær eingöngu þrif. Þá hefur verið hringt í notendur þjónustunnar og þeim tilkynnt um stöðuna og langflestir sýna því skilning. Við erum með neyðaráætlun um hvernig forgangsröðun skuli háttað og það verður gripið til hennar ef róðurinn þyngist enn frekar. Þeir starfsmenn á velferðarsviði sem eru þríbólusettir geta mætt til vinnu með því að sýna fulla aðgát, eftir breytingar á reglugerð heilbrigðisráðherra. Það eru þó mjög margir í hópi okkar starfsmanna, sem eru ungir og fengu þar að leiðandi Janssen bóluefnið. Velferðarsvið er ekki komið á þann stað að óska eftir liðsinni aðstandenda en það er að sjálfsögðu síðasta úrræðið náist ekki að manna þjónustuna. Stjórnendur og starfsfólk á velferðarsviði hafa sýnt alveg ótrúlegt þrekvirki í gegnum þennan faraldur og ótal dæmi eru af útsjónarsemi, dugnaði og fórnfýsi starfsmanna. En eðli starfseminnar vegna, þar sem starfið snýst um að þjónusta einstaklinga með persónulegar þarfir, fer þessi mikilvæga starfsemi að mestu fram í kyrrþey og lætur lítið yfir sér í daglegri umræðu. Við þessi áramót er þakklæti mér efst í huga, til ykkar allra sem standið vaktina. Við finnum það svo vel að jafnvel hinir sterkustu eru teknir að þreytast og við þurfum að finna leiðir til að halda neistanum gangandi. Það er líka mikilvægt að við sem samfélag sameinumst um að tryggja þeim sem sinna viðkvæmustu hópum samfélagsins góð og örugg starfsskilyrði þannig að við höldum í okkar frábæra starfsfólk sem hefur valið þennan mikilvæga starfsvettvang. Það mun skila sér margfalt tilbaka til samfélagsins. Höfundur er sviðsstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun