Ritstjóri Mogga blandar sér varfærnislega í heita umræðu um kynferðisbrot Jakob Bjarnar skrifar 11. janúar 2022 12:14 Davíð Oddsson ritstjóri Morgunblaðsins og þeir fimm sem hafa verið í brennidepli eftir að ásakanir Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpsþætti voru settar fram á hendur þeim. Leiðarahöfundur varar við dómstóli götunnar án þess að nefna það mál sem hefur tröllriðið umræðunni undanfarna daga. Í leiðara Morgunblaðsins er fjallað um heita umræðu á samfélagsmiðlum og dómsstól götunnar, sem leiðarahöfundur segir óskapnaður. „Í þjóðfélagi eins og okkar þar sem fáir telja að kviðdómskerfið sé æskilegt er ekki endilega frítt við að fjölmiðlaumfjöllun og ekki síst gauragangurinn og taktleysið á samfélagsmiðlum, sé notað til að draga upp „rétta“ mynd af atburðunum og það sé iðulega gert af fullkomnu ábyrgðarleysi. Jafnvel í opinberri umræðu er hiklaust talað um „geranda og þolanda“, þótt allir þættir ákvörðunar um sekt eða sakleysi séu eftir og hafið skuli vera yfir vafa að sekt þurfi að sanna með lögmætum hætti,“ segir meðal annars í leiðaranum. Ekki margir að pæla í kviðdómsfyrirkomulagi Leiðarinn er nafnlaus en skrifast á ritstjóra hverju sinni. Ritstjórar Morgunblaðsins eru tveir, þeir Haraldur Johannessen sem jafnframt er framkvæmdastjóri blaðsins og svo Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra landsins með meiru. Ekki er óvarlegt að ætla að Davíð haldi um penna en hann er lögfræðimenntaður. Í pistlinum, sem er undir fyrirsögninni „Margir pottar brotnir“ er lagt út frá kviðdómsfyrirkomulagi við ákvörðun sektar, og sagt að ekki sé líklegt að miklar vangaveltur séu hér á landi um ágæti þess. Sem er auðvitað rétt. Allra síðustu daga hafa önnur atriði verið ofar á baugi. Mál sem hafa komið í kjölfar spjalls við Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpsþætti Eddu Falak, Eigin konur, hafa tröllriðið umræðunni á Íslandi undanfarna daga. Sekt verður að sanna Vart ætti að þurfa að rekja þau mál hér en fimm menn, þeir Hreggviður Jónsson, Þórður Már Jóhannesson og Ari Edwald, allt þungavigtarmenn í atvinnulífinu auk þeirra Arnars Grant einkaþjálfara og Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns sem starfar hjá Árvakri útgefanda Morgunblaðsins, hafa stigið til hliðar. Það gerðu þeir eftir að Vítalía bar þá sökum um að hafa brotið á sér kynferðislega í áðurnefndum hlaðvarpsþætti. Logi og Hreggviður hafa sent frá sér stuttlegar tilkynningar þar sem þeir lýsa yfir sakleysi hvor með sínum hætti. Að öðru leyti hafa fimmmenningarnir ekki leitast eftir því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og reyndar forðast það. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir að lengi hafi mátt gefa sér að meirihluti þjóðarinnar hafi stutt regluna um að sekt verði að sanna enda sé ákærður maður annars talinn saklaus. „Ákæra er stórmál og afleiðingarnar miklar, einnig þótt dómur gangi ákærða í vil. Hún er ein og sér íþyngjandi ákvörðun og henni fylgir áfelli strax frá birtingu.“ Í lok pistils vendir leiðarahöfundur kvæði sínu í kross og tæpir á máli Ghislaine Maxwell í Bandaríkjunum. Sem leiðarahöfundur segir fróðlegt að horfa til í þessu samhengi. Nærtækari dæmi á Íslandi sem gætu varðað„dómstól götunnar“ blasa þó við en leiðarahöfundur nefni þau hvergi berum orðum á ádrepu sinni nema þar sem hnýtt er í að talað sé án fyrirvara um „geranda og þolanda“. Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Dómstólar MeToo Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
„Í þjóðfélagi eins og okkar þar sem fáir telja að kviðdómskerfið sé æskilegt er ekki endilega frítt við að fjölmiðlaumfjöllun og ekki síst gauragangurinn og taktleysið á samfélagsmiðlum, sé notað til að draga upp „rétta“ mynd af atburðunum og það sé iðulega gert af fullkomnu ábyrgðarleysi. Jafnvel í opinberri umræðu er hiklaust talað um „geranda og þolanda“, þótt allir þættir ákvörðunar um sekt eða sakleysi séu eftir og hafið skuli vera yfir vafa að sekt þurfi að sanna með lögmætum hætti,“ segir meðal annars í leiðaranum. Ekki margir að pæla í kviðdómsfyrirkomulagi Leiðarinn er nafnlaus en skrifast á ritstjóra hverju sinni. Ritstjórar Morgunblaðsins eru tveir, þeir Haraldur Johannessen sem jafnframt er framkvæmdastjóri blaðsins og svo Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra landsins með meiru. Ekki er óvarlegt að ætla að Davíð haldi um penna en hann er lögfræðimenntaður. Í pistlinum, sem er undir fyrirsögninni „Margir pottar brotnir“ er lagt út frá kviðdómsfyrirkomulagi við ákvörðun sektar, og sagt að ekki sé líklegt að miklar vangaveltur séu hér á landi um ágæti þess. Sem er auðvitað rétt. Allra síðustu daga hafa önnur atriði verið ofar á baugi. Mál sem hafa komið í kjölfar spjalls við Vítalíu Lazarevu í hlaðvarpsþætti Eddu Falak, Eigin konur, hafa tröllriðið umræðunni á Íslandi undanfarna daga. Sekt verður að sanna Vart ætti að þurfa að rekja þau mál hér en fimm menn, þeir Hreggviður Jónsson, Þórður Már Jóhannesson og Ari Edwald, allt þungavigtarmenn í atvinnulífinu auk þeirra Arnars Grant einkaþjálfara og Loga Bergmanns Eiðssonar fjölmiðlamanns sem starfar hjá Árvakri útgefanda Morgunblaðsins, hafa stigið til hliðar. Það gerðu þeir eftir að Vítalía bar þá sökum um að hafa brotið á sér kynferðislega í áðurnefndum hlaðvarpsþætti. Logi og Hreggviður hafa sent frá sér stuttlegar tilkynningar þar sem þeir lýsa yfir sakleysi hvor með sínum hætti. Að öðru leyti hafa fimmmenningarnir ekki leitast eftir því að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og reyndar forðast það. Leiðarahöfundur Morgunblaðsins segir að lengi hafi mátt gefa sér að meirihluti þjóðarinnar hafi stutt regluna um að sekt verði að sanna enda sé ákærður maður annars talinn saklaus. „Ákæra er stórmál og afleiðingarnar miklar, einnig þótt dómur gangi ákærða í vil. Hún er ein og sér íþyngjandi ákvörðun og henni fylgir áfelli strax frá birtingu.“ Í lok pistils vendir leiðarahöfundur kvæði sínu í kross og tæpir á máli Ghislaine Maxwell í Bandaríkjunum. Sem leiðarahöfundur segir fróðlegt að horfa til í þessu samhengi. Nærtækari dæmi á Íslandi sem gætu varðað„dómstól götunnar“ blasa þó við en leiðarahöfundur nefni þau hvergi berum orðum á ádrepu sinni nema þar sem hnýtt er í að talað sé án fyrirvara um „geranda og þolanda“.
Kynferðisofbeldi Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Dómstólar MeToo Mál Vítalíu Lazarevu Tengdar fréttir Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38 Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23 Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Segist saklaus en sjá eftir að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson segist saklaus af þeim ásökunum sem bornar hafa verið á hann um kynferðislegt ofbeldi í garð ungrar konu. Hann viðurkennir þó að hafa farið yfir mörk í einkalífi fólks með því að hafa farið inn í herbergi sem hann hafi ekki átt að fara inn í. 6. janúar 2022 22:38
Hreggviður Jónsson stígur til hliðar vegna ásakana Hreggviður Jónsson, stjórnarformaður og aðaleigandi Veritas, stígur til hliðar úr stjórn Veritas og stjórnum tengdra fyrirtækja. 6. janúar 2022 14:23