Hefur beðið sárkvalinn í viku eftir aðgerð sem ekki er hægt að framkvæma vegna manneklu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. janúar 2022 12:06 Svala Lind Ægisdóttir er móðir drengsins. vísir Drengur sem handleggsbrotnaði á þriðjudaginn í síðustu viku bíður enn eftir aðgerð sem ekki hefur verið hægt að framkvæma vegna manneklu á Landspítalanum. Móðir hans segir drenginn sárkvalinn og ekkert sé hægt að gera vegna stöðunnar á spítalanum. Á þriðjudaginn í síðustu viku lenti sonur Svölu Lindar Ægisdóttur í snjóbrettaslysi. Á bráðamóttöku kom í ljós að hann væri marghandleggsbrotinn og þyrfti á aðgerð að halda. „Hann er sendur heim með Parkódín Forte og sagt að bíða þar sem að ekki sé hægt að framkvæma aðgerð sem þarf að gera á honum, þar sem þarf að setja stálplötu í handlegginn á honum, vegna langra biðlista og undirmönnunar. Og að hann eigi bara að fara heim og bíða og það verði hringt í hann,“ sagði Svala Lind Ægisdóttir, móðir drengsins. Bíður við símann „Hann er búinn að bíða með símann í höndunum.“ Svörin sem hún fékk voru á þá leið að ekki væri hægt að framkvæma aðgerðina vegna manneklu á spítalanum. Í dag er liðin vika frá handleggsbrotinu og bíður hann enn kvalinn eftir aðgerðinni sem framkvæmd verður á fimmtudaginn, þá níu dögum eftir slysið. „Á sunnudagskvöld er hann aðframkominn af verkjum og gat varla staðið í lappirnar. Við förum þá aftur upp á bráðamóttöku og hann er skoðaður og athugað með blóðtappamyndun í hendi sem var ekki. Það reyndist erfitt að skoða hann þar sem spelkan var tekinn af og hann var svo kvalinn að það var ekki hægt að ómskoða allan handlegginn. “ Beið í sex tíma á ganginum Þar er hann sprautaður með morfíni, sendur aftur heim og sagt að koma aftur daginn eftir ef hann yrði ekki betri. „Þannig að við fórum þangað aftur í gær. Hann var kominn þangað um hálf fjögur og látinn sitja í hjólastól á ganginum í sex tíma. Þá fékk hann eina Paratabs og síðan var hann tekinn inn á stofu þar sem hann beið eftir bæklunarlækni sem athugaði með hvort það væri laust rúm fyrir hann svo það væri hægt að leggja hann inn fyrst að staðan væri orðin svona slæm.“ Hún segist ekkert geta gert og að lítið sé um upplýsingar. „Aldrei nokkurn tímann hélt ég að við myndum leita á bráðamóttöku og ekki fá þjónustu, aðstoð eða lækningu.“ Hún bað um að athugað yrði hvort hægt væri að framkvæma aðgerðina á Akureyri en hefur engin svör fengið. Landspítali á neyðarstigi Í skriflegu svari frá Landspítalanum kemur fram að forsvarsmenn spítlans tjái sig ekki um einstök mál. Vert sé að muna að spítalinn sé á neyðarstigi auk þess sem hann glími við mikla manneklu vegna Covid smitaðra starfsmanna. Við síkar aðstæður sé forgangsröðun mikilvæg en að miðað sé við að klára aðgerðir af þessu tagi innan tveggja vikna. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira
Á þriðjudaginn í síðustu viku lenti sonur Svölu Lindar Ægisdóttur í snjóbrettaslysi. Á bráðamóttöku kom í ljós að hann væri marghandleggsbrotinn og þyrfti á aðgerð að halda. „Hann er sendur heim með Parkódín Forte og sagt að bíða þar sem að ekki sé hægt að framkvæma aðgerð sem þarf að gera á honum, þar sem þarf að setja stálplötu í handlegginn á honum, vegna langra biðlista og undirmönnunar. Og að hann eigi bara að fara heim og bíða og það verði hringt í hann,“ sagði Svala Lind Ægisdóttir, móðir drengsins. Bíður við símann „Hann er búinn að bíða með símann í höndunum.“ Svörin sem hún fékk voru á þá leið að ekki væri hægt að framkvæma aðgerðina vegna manneklu á spítalanum. Í dag er liðin vika frá handleggsbrotinu og bíður hann enn kvalinn eftir aðgerðinni sem framkvæmd verður á fimmtudaginn, þá níu dögum eftir slysið. „Á sunnudagskvöld er hann aðframkominn af verkjum og gat varla staðið í lappirnar. Við förum þá aftur upp á bráðamóttöku og hann er skoðaður og athugað með blóðtappamyndun í hendi sem var ekki. Það reyndist erfitt að skoða hann þar sem spelkan var tekinn af og hann var svo kvalinn að það var ekki hægt að ómskoða allan handlegginn. “ Beið í sex tíma á ganginum Þar er hann sprautaður með morfíni, sendur aftur heim og sagt að koma aftur daginn eftir ef hann yrði ekki betri. „Þannig að við fórum þangað aftur í gær. Hann var kominn þangað um hálf fjögur og látinn sitja í hjólastól á ganginum í sex tíma. Þá fékk hann eina Paratabs og síðan var hann tekinn inn á stofu þar sem hann beið eftir bæklunarlækni sem athugaði með hvort það væri laust rúm fyrir hann svo það væri hægt að leggja hann inn fyrst að staðan væri orðin svona slæm.“ Hún segist ekkert geta gert og að lítið sé um upplýsingar. „Aldrei nokkurn tímann hélt ég að við myndum leita á bráðamóttöku og ekki fá þjónustu, aðstoð eða lækningu.“ Hún bað um að athugað yrði hvort hægt væri að framkvæma aðgerðina á Akureyri en hefur engin svör fengið. Landspítali á neyðarstigi Í skriflegu svari frá Landspítalanum kemur fram að forsvarsmenn spítlans tjái sig ekki um einstök mál. Vert sé að muna að spítalinn sé á neyðarstigi auk þess sem hann glími við mikla manneklu vegna Covid smitaðra starfsmanna. Við síkar aðstæður sé forgangsröðun mikilvæg en að miðað sé við að klára aðgerðir af þessu tagi innan tveggja vikna.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Erlent Fleiri fréttir Óvissa hvort aukaaðalfundur standist lög Pírata Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ Sjá meira