Enn um afturköllun Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. janúar 2022 08:01 Fimm vel stæðir miðaldra karlmenn féllu af stalli fyrir skömmu í kjölfar frásagnar ungrar konu í hlaðvarpsþætti. Lýsingar á atvikum í heitum potti og á hótelherbergi í golfferð urðu til þess að fimmmenningarnir hafa misst spón úr aski sínum. Orðspor þeirra hefur dvínað, atvinnumissir orðið og ætla má að einkalíf þeirra hafi orðið fyrir hnjaski. Þessar afleiðingar fyrir fimmmenningana hafa m.a. verið metnar af prófessor í félagsfræði og telur hann að þetta mál, eitt og sér, „sé eitt það mikilvægasta sem gerst hefur varðandi stöðu karla og kvenna síðustu áratugi á Íslandi“. Forseti ASÍ er ekki á ósvipuðum slóðum í vísis-grein frá 7. janúar sl. þar sem hún lýsir m.a. aðdáun á ungum konum sem „stíga fram og ræða af ótrúlegu hugrekki og hispursleysi um skipulagt ofbeldi karla gegn konum“ og að konur séu núna að „rísa upp gegn valdinu, breyta leikreglunum og neita að undirgangast þá gríðarlegu kúgun sem falist hefur í kynjakerfi samfélagsins“. Þegar einn fimmmenninganna lýsti því yfir að ekkert væri fjær sér „en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna“ brást einn aðstandenda Öfga við með því að telja slíka neitun „bakslag“, líkt og einn kynja- og fjölbreytileikafræðingur hafði gert í einum Kastljósþætti RÚV. Hvert er förinni heitið? Áðurnefndir fimmmenningar eru taldir saklausir uns sekt er sönnuð, sbr. reglu þess efnis í stjórnarskránni. Eigi að síður kann þorri almennings að meta þá seka. Gefum okkur að það sé sannleikanum samkvæmt. Skiptir þá sá sannleikur meira máli en að komist sé að slíkri niðurstöðu á grundvelli takmarkaðra sönnunargagna og að útdeiling „refsikenndra viðurlaga“ sé hvorki í höndum dómstóla né annarra stofnana refsivörslukerfisins? Með öðrum orðum, eiga einhliða frásagnir í samfélagsmiðlum, studdar eftir atvikum gögnum sem aflað hefur verið einhliða, að duga til að sá sem borinn er sökum sé sviptur mannorði og atvinnutækifærum? Í málum sem varða kynferðisbrot eru engar töfralausnir til. Sú lausn að láta dómstól götunnar um verkið er ekki heillavænleg. Þangað er samt förinni heitið. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson MeToo Mest lesið Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Lygar og helvítis lygar Alexandra Briem skrifar Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Frumkvöðlastarf Bata Akademíunnar - íslenska leiðin Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Sjá meira
Fimm vel stæðir miðaldra karlmenn féllu af stalli fyrir skömmu í kjölfar frásagnar ungrar konu í hlaðvarpsþætti. Lýsingar á atvikum í heitum potti og á hótelherbergi í golfferð urðu til þess að fimmmenningarnir hafa misst spón úr aski sínum. Orðspor þeirra hefur dvínað, atvinnumissir orðið og ætla má að einkalíf þeirra hafi orðið fyrir hnjaski. Þessar afleiðingar fyrir fimmmenningana hafa m.a. verið metnar af prófessor í félagsfræði og telur hann að þetta mál, eitt og sér, „sé eitt það mikilvægasta sem gerst hefur varðandi stöðu karla og kvenna síðustu áratugi á Íslandi“. Forseti ASÍ er ekki á ósvipuðum slóðum í vísis-grein frá 7. janúar sl. þar sem hún lýsir m.a. aðdáun á ungum konum sem „stíga fram og ræða af ótrúlegu hugrekki og hispursleysi um skipulagt ofbeldi karla gegn konum“ og að konur séu núna að „rísa upp gegn valdinu, breyta leikreglunum og neita að undirgangast þá gríðarlegu kúgun sem falist hefur í kynjakerfi samfélagsins“. Þegar einn fimmmenninganna lýsti því yfir að ekkert væri fjær sér „en að þröngva annarri manneskju til kynferðislegra athafna“ brást einn aðstandenda Öfga við með því að telja slíka neitun „bakslag“, líkt og einn kynja- og fjölbreytileikafræðingur hafði gert í einum Kastljósþætti RÚV. Hvert er förinni heitið? Áðurnefndir fimmmenningar eru taldir saklausir uns sekt er sönnuð, sbr. reglu þess efnis í stjórnarskránni. Eigi að síður kann þorri almennings að meta þá seka. Gefum okkur að það sé sannleikanum samkvæmt. Skiptir þá sá sannleikur meira máli en að komist sé að slíkri niðurstöðu á grundvelli takmarkaðra sönnunargagna og að útdeiling „refsikenndra viðurlaga“ sé hvorki í höndum dómstóla né annarra stofnana refsivörslukerfisins? Með öðrum orðum, eiga einhliða frásagnir í samfélagsmiðlum, studdar eftir atvikum gögnum sem aflað hefur verið einhliða, að duga til að sá sem borinn er sökum sé sviptur mannorði og atvinnutækifærum? Í málum sem varða kynferðisbrot eru engar töfralausnir til. Sú lausn að láta dómstól götunnar um verkið er ekki heillavænleg. Þangað er samt förinni heitið. Höfundur er lögfræðingur.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun