Gaf góðri vinkonu sæti sitt á Ólympíuleikunum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. janúar 2022 20:16 Brittany Bowe og Erin Jackson. NBC Bandaríski skautahlauparinn Brittany Bowe er einkar gjafmild ef marka má nýjustu fréttir Vestanhafs. Hún gaf vinkonu sinni, Erin Jackson, sæti sitt á Ólympíuleikunum eftir að Jackson datt til jarðar í úrtökumóti fyrir leikana og náði þar af leiðandi ekki að vinna sér inn sæti á leikunum sem fram fara í Peking frá 4. til 20. febrúar næstkomandi. Erin Jackson er besti 500 metra skautahlaupari heims í dag. Hún er efst á styrkleikalista greinarinnar og var talin einkar líkleg til afreka í febrúar. Þá hefur hún unnið fjögur af átta heimsbikarmótum á yfirstandandi tímabili.Henni tókst þó ekki að tryggja sér sæti á Vetrarólympíuleikunum í Peking þar sem hún rann og féll til jarðar í tímatökunni í úrtökumóti um síðustu helgi. Fall Jacksons þýddi að hún endaði í þriðja sæti sem dugði ekki til þess að komast á leikana þar sem Bandaríkjunum var aðeins úthlutað tveimur sætum í 500 metra skautahlaupi kvenna að þessu sinni. Á undan Erin voru þær Brittany Bowe og Kimi Goetz sem þýðir að þær eru á leið til Peking að keppa í 500 metra skautahlaupi. Nú hefur Bowe hins vegar ákveðið að gefa Jackson sæti sitt. Proud is an understatement. Thank you @BrittanyBowe and @ErinJackson480 for showing the true meaning of the Olympic spirit. #SpeedskatingTrials22 pic.twitter.com/AtCexDatWO— Team USA (@TeamUSA) January 10, 2022 Hún hafði þegar tryggt sér þátttöku í 1000 og 1500 metra skautahlaupi og verður því meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum. Hún sagði að það hefði í raun ekkert annað komið til greina en að gefa Jackson sæti sitt þar sem hún hefði komist áfram hefði hún ekki dottið. Bowe og Jackson eru báðar frá Flórída og eru nánar vinkonur. Mögulega hefur það spilað inn í ákvörðun hennar. Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Bandaríkin Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira
Erin Jackson er besti 500 metra skautahlaupari heims í dag. Hún er efst á styrkleikalista greinarinnar og var talin einkar líkleg til afreka í febrúar. Þá hefur hún unnið fjögur af átta heimsbikarmótum á yfirstandandi tímabili.Henni tókst þó ekki að tryggja sér sæti á Vetrarólympíuleikunum í Peking þar sem hún rann og féll til jarðar í tímatökunni í úrtökumóti um síðustu helgi. Fall Jacksons þýddi að hún endaði í þriðja sæti sem dugði ekki til þess að komast á leikana þar sem Bandaríkjunum var aðeins úthlutað tveimur sætum í 500 metra skautahlaupi kvenna að þessu sinni. Á undan Erin voru þær Brittany Bowe og Kimi Goetz sem þýðir að þær eru á leið til Peking að keppa í 500 metra skautahlaupi. Nú hefur Bowe hins vegar ákveðið að gefa Jackson sæti sitt. Proud is an understatement. Thank you @BrittanyBowe and @ErinJackson480 for showing the true meaning of the Olympic spirit. #SpeedskatingTrials22 pic.twitter.com/AtCexDatWO— Team USA (@TeamUSA) January 10, 2022 Hún hafði þegar tryggt sér þátttöku í 1000 og 1500 metra skautahlaupi og verður því meðal keppenda á Vetrarólympíuleikunum. Hún sagði að það hefði í raun ekkert annað komið til greina en að gefa Jackson sæti sitt þar sem hún hefði komist áfram hefði hún ekki dottið. Bowe og Jackson eru báðar frá Flórída og eru nánar vinkonur. Mögulega hefur það spilað inn í ákvörðun hennar.
Vetrarólympíuleikar 2022 í Peking Skautaíþróttir Bandaríkin Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Sport „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Körfubolti Fleiri fréttir Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Það er ekki flugeldasýning í hverjum leik“ Schick stjarnan í sterkum sigri Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Júlíus keyptur á meira eina milljón evra Hilmir Rafn gerði fjögurra ára samning við norsku Víkingana Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Freyr sagður vera með samningstilboð frá Brann Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Aldís Ylfa orðin landsliðsþjálfari fyrir þrítugsafmælið Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja MLS baðst afsökunar á tilkynningu um rangan Japana Isak bestur í desember „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Stóru eldarnir hafa áhrif á úrslitakeppni NFL Stórundarleg hegðun O'Sullivans HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Sjá meira