Stefnir á að finna sér nýtt lið í janúar Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. janúar 2022 23:01 Jón Daði Böðvarsson í leik með íslenska landsliðinu. EPA-EFE/VAHRAM BAGHDASARYAN Jón Daði Böðvarsson hefur ekki átt sjö dagana sæla undanfarið. Hann fær ekkert að spila með liði sínu Millwall og missti í kjölfarið sæti sitt í íslenska landsliðinu. Jón Daði var valinn fyrir komandi verkefni landsliðsins í Tyrklandi og fór yfir stöðu mála á samfélagsmiðlum sambandsins í dag. Hinn þrítugi Jón Daði hefur bókstaflega verið í frystikistunni hjá Millwall það sem lifir leiktíðar. Hann hefur aðeins spilað 18 mínútur á leiktíðinni en þær mínútur komu í deildarbikarleik. Þar sem hann hefur ekkert spilað þá hefur Arnar Þór Viðarsson ekki valið hann í verkefni íslenska landsliðsins að undanförnu. Hann var hvorki valinn er landsliðið kom saman í október og nóvember á síðasta ári. Training in the rain(ing) in Belek, Turkey. We play @UgandaCranes on Wednesday. pic.twitter.com/ZnwN6hDsUk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 11, 2022 „Framundan er að reyna finna sér nýtt lið og betra fótboltaumhverfi til að vera í. Maður er enn á góðum aldri og maður vill ekki sóa tíma sínum fram að sumri. Það eru einhverjar þreifingar í gangi og það er verið að vinna í því að finna nýtt félag fyrir mig til að komast í og komast aftur í gang,“ sagði Jón Daði við KSÍ fyrr í dag. Ísland mætir Úganda á morgun og Suður-Kóreu á laugardaginn en báðir leikirnir fara fram í Tyrklandi. Um leikina hafði Jón Daði eftirfarandi að segja: „Þessir leikir eru virkilega mikilvægir. Ég held að það sé gott fyrir okkur að stilla okkur saman sem lið. Þetta er hellings reynsla fyrir ungu strákana að komast inn í hlutina og læra á þetta allt saman.“ Að lokum var framherjinn spurður út í hápunkt landsliðsferilsins sem spannar 60 leiki til þessa sem og þátttöku á bæði Evrópu- og heimsmeistaramóti. „Þegar stórt er spurt. Þetta er búið að vera hellings ferðalag og ég virkilega stoltur að vera búinn að spila svona marga leiki fyrir land og þjóð. Það er mikið af augnablikum, allt Evrópumótið, það voru svo mikil læti og spenna í landinu. Held að það sé það sem stendur hvað mest upp úr, sérstaklega að skora á stórmóti. Það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Jón Daði að endingu. Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira
Hinn þrítugi Jón Daði hefur bókstaflega verið í frystikistunni hjá Millwall það sem lifir leiktíðar. Hann hefur aðeins spilað 18 mínútur á leiktíðinni en þær mínútur komu í deildarbikarleik. Þar sem hann hefur ekkert spilað þá hefur Arnar Þór Viðarsson ekki valið hann í verkefni íslenska landsliðsins að undanförnu. Hann var hvorki valinn er landsliðið kom saman í október og nóvember á síðasta ári. Training in the rain(ing) in Belek, Turkey. We play @UgandaCranes on Wednesday. pic.twitter.com/ZnwN6hDsUk— Knattspyrnusambandið (@footballiceland) January 11, 2022 „Framundan er að reyna finna sér nýtt lið og betra fótboltaumhverfi til að vera í. Maður er enn á góðum aldri og maður vill ekki sóa tíma sínum fram að sumri. Það eru einhverjar þreifingar í gangi og það er verið að vinna í því að finna nýtt félag fyrir mig til að komast í og komast aftur í gang,“ sagði Jón Daði við KSÍ fyrr í dag. Ísland mætir Úganda á morgun og Suður-Kóreu á laugardaginn en báðir leikirnir fara fram í Tyrklandi. Um leikina hafði Jón Daði eftirfarandi að segja: „Þessir leikir eru virkilega mikilvægir. Ég held að það sé gott fyrir okkur að stilla okkur saman sem lið. Þetta er hellings reynsla fyrir ungu strákana að komast inn í hlutina og læra á þetta allt saman.“ Að lokum var framherjinn spurður út í hápunkt landsliðsferilsins sem spannar 60 leiki til þessa sem og þátttöku á bæði Evrópu- og heimsmeistaramóti. „Þegar stórt er spurt. Þetta er búið að vera hellings ferðalag og ég virkilega stoltur að vera búinn að spila svona marga leiki fyrir land og þjóð. Það er mikið af augnablikum, allt Evrópumótið, það voru svo mikil læti og spenna í landinu. Held að það sé það sem stendur hvað mest upp úr, sérstaklega að skora á stórmóti. Það er eitthvað sem ég mun aldrei gleyma,“ sagði Jón Daði að endingu.
Fótbolti Enski boltinn KSÍ Mest lesið Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Fótbolti Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Fótbolti Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Fótbolti Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Fótbolti Segir hitann á HM hættulegan Fótbolti Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Belgar kveðja EM með sigri Fótbolti Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Fótbolti Fleiri fréttir „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Liverpool leggur númerið hans Jota á hilluna að eilífu Segir hitann á HM hættulegan Belgar kveðja EM með sigri Spánn áfram með fullt hús stiga Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Lárus Orri byrjaður að bæta við sig Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Crystal Palace fær ekki að spila í Evrópudeildinni Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Krabbameinslyf felldi fótboltamann á lyfjaprófi Fyrst Íslendinga til að skora og leggja upp í sama leik á EM EM í dag: Nóg komið af leiðindum, kveðjustund og Copacabana „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Ísak Snær lánaður til Lyngby Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Arsenal og Liverpool að slá heimsmetið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Wenger á allt annarri skoðun en Klopp United leitar að yfirmanni leikmannakaupa Skýrsla Arons: Stórum spurningum þarf að svara „Þegar við spilum svona þá uppskerum við yfirleitt“ Sveindís: Maður vinnur ekki leiki nema að skora mörk „Það var köld tuska í andlitið“ Dagný: Veit ekkert hvað ég er að fara að gera Sjá meira