Lögregla sökuð um að hygla valdamönnum vegna teitisins í ráðuneytinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. janúar 2022 22:14 Lögreglan í Lundúnum hefur verið sökuð um að hygla valdamönnum fyrir að hafa ekki rannsakað meint sóttvarnabrot í teiti sem haldið var í forsætisráðuneyti Englands í maí 2020 þegar aðeins tveir máttu koma saman utandyra. Getty/Leon Neal Lögregluembætti Lundúna hefur verið sakað um að hygla valdamönnum með því að hafa ekki rannsakað teiti sem haldin voru í forsætisráðuneytinu þvert á samkomutakmarkanir. Greint var frá því í gær að um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneyti Englands hafi verið boðið í garðpartí 20. maí 2020 þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. Samkvæmt heimildum fjölmiðla austanhafs mættu um fjörutíu starfsmenn í partýið, þar á meðal Boris Johnson forsætisráðherra og eiginkona hans Carrie. Lögregluembættið sagði í yfirlýsingu í morgun að það sé í sambandi við ráðuneytið vegna fréttaflutnings um meint brot á samgöngutakmörkunum í forsætisráðuneytinu þann 20. maí 2020. Málið var til mikillar umfjöllunar hjá fjölmiðlum í Bretlandi í gær eftir að ITV birti tölvupóst sem aðstoðarmaður forsætisráðherrans hafði sent á starfsmenn. Tölvupósturinn var sendur á meira en hundrað starfsmenn og var yfirskrift hans: „Fjarlægðartakmarkaðir drykkir! (FORMLEGT-VIÐKVÆMT-NR. 10 EINGÖNGU).“ Fram kom í póstinum að eftir þann annasama tíma sem að baki væri hafi þeim (óvíst hverjir þeir eru) dottið í hug að nýta veðurblíðuna og hittast í fjarlægðartakmarkaða drykki í garðinum á Nr. 10, sem er viðurnefni forsætisráðuneytisins sem er við Downingstræti 10. Þá voru starfsmenn hvattir til að mæta með eigið áfengi. Jane Connors, sem fer fyrir rannsókn sótthvíarbrota hjá lögreglu Lundúna, sagði í dag að lögregluembættið væri að endurskoða þá reglu embættisins að rannsaka eldri sóttvarnabrot ekki aftur í tímann. Þá hafi lögregluembættið verið varað við því að traust almennings á því færi dvínandi. Embættið hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki rannsakað teiti sem á að hafa átt sér stað í forsætisráðuneytinu 18. desember 2020. Við rannsókn þess máls sagði lögreglan að hún treysti á að embættið hafi sagt satt og rétt frá um að engar sóttvarnareglur hafi verið brotnar í tetinu. Þá hafi ekki verið nein ástæða til að yfirheyra starfsmenn ráðuneytisins um þessi meintu partý þar sem þeir hefðu neitað að svara spurningum embættisins. England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Greint var frá því í gær að um eitt hundrað starfsmönnum forsætisráðuneyti Englands hafi verið boðið í garðpartí 20. maí 2020 þegar einungis tveir máttu koma saman utandyra í Englandi. Samkvæmt heimildum fjölmiðla austanhafs mættu um fjörutíu starfsmenn í partýið, þar á meðal Boris Johnson forsætisráðherra og eiginkona hans Carrie. Lögregluembættið sagði í yfirlýsingu í morgun að það sé í sambandi við ráðuneytið vegna fréttaflutnings um meint brot á samgöngutakmörkunum í forsætisráðuneytinu þann 20. maí 2020. Málið var til mikillar umfjöllunar hjá fjölmiðlum í Bretlandi í gær eftir að ITV birti tölvupóst sem aðstoðarmaður forsætisráðherrans hafði sent á starfsmenn. Tölvupósturinn var sendur á meira en hundrað starfsmenn og var yfirskrift hans: „Fjarlægðartakmarkaðir drykkir! (FORMLEGT-VIÐKVÆMT-NR. 10 EINGÖNGU).“ Fram kom í póstinum að eftir þann annasama tíma sem að baki væri hafi þeim (óvíst hverjir þeir eru) dottið í hug að nýta veðurblíðuna og hittast í fjarlægðartakmarkaða drykki í garðinum á Nr. 10, sem er viðurnefni forsætisráðuneytisins sem er við Downingstræti 10. Þá voru starfsmenn hvattir til að mæta með eigið áfengi. Jane Connors, sem fer fyrir rannsókn sótthvíarbrota hjá lögreglu Lundúna, sagði í dag að lögregluembættið væri að endurskoða þá reglu embættisins að rannsaka eldri sóttvarnabrot ekki aftur í tímann. Þá hafi lögregluembættið verið varað við því að traust almennings á því færi dvínandi. Embættið hefur einnig verið gagnrýnt fyrir að hafa ekki rannsakað teiti sem á að hafa átt sér stað í forsætisráðuneytinu 18. desember 2020. Við rannsókn þess máls sagði lögreglan að hún treysti á að embættið hafi sagt satt og rétt frá um að engar sóttvarnareglur hafi verið brotnar í tetinu. Þá hafi ekki verið nein ástæða til að yfirheyra starfsmenn ráðuneytisins um þessi meintu partý þar sem þeir hefðu neitað að svara spurningum embættisins.
England Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira