Gular viðvaranir taka gildi á vestanverðu og norðvestanverðu landinu fyrir hádegi og gilda til morguns.
Á vef Veðurstofunnar segir að það verði svipað veður fram eftir degi á morgun, en fari að lægja og draga úr ofankomu seinnipartinn.
„Suðlæg eða breytileg átt og fer að snjóa víða á föstudag, en síðdegis útlit fyrir rigningu og hlýnandi veður suðaustantil á landinu.“

Gular viðvaranir:
- Höfuðborgarsvæðið. Suðvestan hvassviðri og él. 12. jan. kl. 11:00 – 13. jan. kl. 14:00. Suðvestan 15-20 m/s og él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum.
- Faxaflói. Suðvestan hvassviðri eða stormur og él. 12. jan. kl. 10:00 – 13. jan. kl. 14:00. Suðvestan 15-23 m/s og él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður.
- Breiðafjörður. Suðvestan stormur og él. 12. jan. kl. 10:00 – 13. jan. kl. 13:00. Suðvestan 18-25 m/s og él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður.
- Vestfirðir. Suðvestan stormur og él. 12. jan. kl. 10:00 – 13. jan. kl. 11:00. Suðvestan 18-25 m/s og él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður.
- Strandir og Norðurland vestra. Suðvestan stormur og él. 12. jan. kl. 12:00 – 13. jan. kl. 15:00. Suðvestan 18-23 m/s og él með lélegu skyggni og versnandi akstursskilyrðum. Varasamt ferðaveður.

Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á fimmtudag: Suðvestan og vestan 15-23 m/s og él, en úrkomulítið á A-landi. Dregur úr vindi og ofankomu seinnipartinn og um kvöldið, fyrst V-lands. Víða vægt frost.
Á föstudag: Suðlæg eða breytileg átt 5-13 og fer að snjóa, en rigning SA-til á landinu síðdegis og hlýnar þar.
Á laugardag: Vestlæg átt og dálítil él, en léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Bætir í úrkomu um kvöldið.
Á sunnudag: Breytileg átt, úrkomulítið og kalt í veðri. Dálítil snjókoma á SV- og V-landi síðdegis og síðan slydda eða rigning og hlýnar.
Á mánudag og þriðjudag: Suðlæg átt, rigning með köflum og milt veður, en úrkomulítið N- og A-lands.