Verbúðin Ísland Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 12. janúar 2022 11:30 Verbúðin á RÚV er eitt allra besta sjónvarpsþáttaefni síðari ára. Hún er hressileg upprifjun á umhverfi, tísku og tíðaranda ákveðins umbreytingartíma á íslensku samfélagi. Þótt Verbúðin sé ekki heimildarmynd þá er engu að síður eins og við hendumst aftur í tíma og rúmi. Raunsönn og jafnvel miskunnarlaus mynd er dregin upp af lífinu í verbúðum og sjávarþorpum landsins. Það er ýtt við okkur og við spurð af næstu kynslóð hvort þetta hafi virkilega verið svona. Sumir taka staðreyndavaktina á þættina meðan aðrir ræða böll og tísku eða tískuslys 8. og 9. áratugarins. Sem eru þó ekki meiri en svo að áhugi á gömlum fötum níunda áratugarins í kassa húsfrúar í Hafnarfirði hefur aukist til muna. Myndin af sjávarútvegi er ekki fullbúin Kvótakerfið var sett á laggirnar í kjölfar svörtu skýrslunnar svokölluðu og slæms ástands fiskistofna við landið. Síldarstofninn hafði hrunið áratuginn á undan og vildu menn koma í veg fyrir að það sama gerðist með þorskstofninn. Læra af reynslunni og sögunni. Það var í senn hyggilegt og skiljanlegt. Margt hefur tekist vel. Við byggjum nú á sjálfbærni og ákvarðanir um veiðar eru teknar út frá vísindalegum rökum og forsendum. Framleiðni, hagræðing og verðmætasköpun hefur aukist. Meðan að vinnslustörfum í landi hefur fækkað hefur öðrum verðmætum og fjölbreyttari störfum í kringum sjávarútveg fjölgað. Greinin hefur ýtt undir sprota og nýsköpunarfyrirtæki. Við rekum í grunninn öflugan sjávarútveg. Sem hægt væri að vera svo stolt af ef öll myndin hefði verið kláruð. En það hefur ekki tekist. Stærsta breytan hefur verið skilin eftir. Enn áratugum eftir gildistöku kvótakerfisins. Þjóðin var sett til hliðar. Og þar situr hún enn. Þrátt fyrir niðurstöðu Auðlindarnefndarinnar árið 2000 um gjald og tímabindingu veiðiheimilda og ákvæði fiskveiðistjórnunarlaga um sameign þjóðarinnar, þá er raunin sú að í dag er sjávarútvegurinn sameign fárra útvaldra. Arðgreiðslur út úr sjávarútvegi frá upphafi árs 2016 til ársins 2020 nema 70.5 milljörðum króna. Á sama tíma hefur greinin greitt 35.9 milljarða króna í veiðigjöld sem er um helmingur af þeirri upphæð sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækja hafa fengið í arð. Af þeirri fjárhæð þarf ríkið síðan að greiða alla þjónustu við greinina eins og Hafró og Fiskistofu en sá kostnaður hleypur á milljörðum. Hagnaður útgerða fyrir skatta og gjöld frá upphafi árs 2011 til loka árs 2020 var 616 milljarðar. Á sama tíma greiddi sjávarútvegurinn tæplega 30 prósent í skatta, opinber gjöld og veiðigjöld. Óbreytt kerfi ógnar lýðræðinu að mati þjóðarinnar Í áratugi hefur verið rætt um að sátt þurfi að nást um fiskveiðistjórnunarkerfið og auðlindagjöld. Og að undirstrika ótvíræðan eignarétt þjóðarinnar í stjórnarskrá með tímabundnum samningum. Lítið hefur þokast þótt mikill meirihluti þjóðarinnar telji að greiða eigi markaðsgjald fyrir afnot af fiskimiðum landsmanna. Stór hluti þjóðarinnar telur einnig óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi ógni lýðræðinu. Ef ég væri í útgerð hefði ég áhyggjur og af þeim óstöðugleika sem þessu fylgir. Fyrirstaðan til réttlátra breytinga á nokkuð skynsömu kerfi eru þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn. Það sást ágætlega þegar unnið var að auðlindaákvæði í stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili. Líka þegar taka átti ákvarðanir um fyrirkomulag veiðigjalda. Og jafnvel enn skýrar þegar ríkisstjórnin fór í vandræðalegan feluleik með skýrslu um eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi auglýsa nú grimmt að það velti margt á sjávarútvegi í samfélaginu. Það er hægt að taka undir það. En kaldhæðnin í orðum hagsmunasamtakanna er að fyrst og síðast verður ekki unnt að ná sátt um sjávarútveg nema útgerðin hætti þessum þvergirðingshætti og sleppi takinu. Ekki síst á stjórnarflokkunum. Þeir hreyfa sig lítt án græna ljóssins frá útgerðinni. Og opni hugann fyrir samtalinu við þjóðina um framtíðarfyrirkomulag. Á þessu veltur sáttin og réttlætið. Og dýrmætur fyrirsjáanleiki fyrir sjávarútveginn. Það er unnt að tryggja þjóðarhlutinn Málefnalega er ég sannfærð um að meirihluti sé á þingi til skynsamra breytinga á kerfinu. Líkt og er úti í samfélaginu. Fyrir eðlilegu gjaldi í gegnum markaðsleið, auðlindaákvæði í stjórnarskrá, tímabindingu veiðiréttarins, nýjum reglum sem bæta gegnsæi, hindra of mikla samþjöppun og tryggja dreifðari eignaraðild. Frumvörpin eru til. Viðreisn hefur séð til þess. Það er hægt að tryggja þjóðinni hlutinn sinn. Og það er líka hægt að tryggja harðduglegu fólki í útgerð hlutinn sinn. Eigendum, sjómönnum, fiskverkafólki. En þann pólitíska vilja er ekki að finna við ríkisstjórnarborðið. Þar eru allar breytingar blokkeraðar. Á meðan vex gjáin og tortryggnin í íslensku samfélagi. Ítök útgerða í öðrum atvinnugreinum aukast einnig samhliða. Gríðarlegur arður sjávarútvegsins af einkarétti á fiskveiðiauðlindinni er notaður til niðurgreiðslu á öðrum sviðum atvinnulífsins. Samkeppnisstaðan skekkist, fákeppni eykst og allir tapa. Mest þjóðin. Bubbi orti á sínum tíma: verbúðin er deyjandi heimur,kvótinn lá fyrir utan í dýpinu,kafbátur með útvalda innanborðssem brátt myndu stíga á land og eigna sér það. Flest virðist hafa komið á daginn í ljóði Bubba nema að verbúðin hefur aðeins breyst. Þjóðin sjálf situr nú í verbúðinni meðan að hinir útvöldu eflast og styrkjast. Ríkisstjórnin sér til þess. Og verbúðin heldur áfram. Verbúðin Ísland. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Sjávarútvegur Alþingi Viðreisn Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Verbúðin á RÚV er eitt allra besta sjónvarpsþáttaefni síðari ára. Hún er hressileg upprifjun á umhverfi, tísku og tíðaranda ákveðins umbreytingartíma á íslensku samfélagi. Þótt Verbúðin sé ekki heimildarmynd þá er engu að síður eins og við hendumst aftur í tíma og rúmi. Raunsönn og jafnvel miskunnarlaus mynd er dregin upp af lífinu í verbúðum og sjávarþorpum landsins. Það er ýtt við okkur og við spurð af næstu kynslóð hvort þetta hafi virkilega verið svona. Sumir taka staðreyndavaktina á þættina meðan aðrir ræða böll og tísku eða tískuslys 8. og 9. áratugarins. Sem eru þó ekki meiri en svo að áhugi á gömlum fötum níunda áratugarins í kassa húsfrúar í Hafnarfirði hefur aukist til muna. Myndin af sjávarútvegi er ekki fullbúin Kvótakerfið var sett á laggirnar í kjölfar svörtu skýrslunnar svokölluðu og slæms ástands fiskistofna við landið. Síldarstofninn hafði hrunið áratuginn á undan og vildu menn koma í veg fyrir að það sama gerðist með þorskstofninn. Læra af reynslunni og sögunni. Það var í senn hyggilegt og skiljanlegt. Margt hefur tekist vel. Við byggjum nú á sjálfbærni og ákvarðanir um veiðar eru teknar út frá vísindalegum rökum og forsendum. Framleiðni, hagræðing og verðmætasköpun hefur aukist. Meðan að vinnslustörfum í landi hefur fækkað hefur öðrum verðmætum og fjölbreyttari störfum í kringum sjávarútveg fjölgað. Greinin hefur ýtt undir sprota og nýsköpunarfyrirtæki. Við rekum í grunninn öflugan sjávarútveg. Sem hægt væri að vera svo stolt af ef öll myndin hefði verið kláruð. En það hefur ekki tekist. Stærsta breytan hefur verið skilin eftir. Enn áratugum eftir gildistöku kvótakerfisins. Þjóðin var sett til hliðar. Og þar situr hún enn. Þrátt fyrir niðurstöðu Auðlindarnefndarinnar árið 2000 um gjald og tímabindingu veiðiheimilda og ákvæði fiskveiðistjórnunarlaga um sameign þjóðarinnar, þá er raunin sú að í dag er sjávarútvegurinn sameign fárra útvaldra. Arðgreiðslur út úr sjávarútvegi frá upphafi árs 2016 til ársins 2020 nema 70.5 milljörðum króna. Á sama tíma hefur greinin greitt 35.9 milljarða króna í veiðigjöld sem er um helmingur af þeirri upphæð sem eigendur sjávarútvegsfyrirtækja hafa fengið í arð. Af þeirri fjárhæð þarf ríkið síðan að greiða alla þjónustu við greinina eins og Hafró og Fiskistofu en sá kostnaður hleypur á milljörðum. Hagnaður útgerða fyrir skatta og gjöld frá upphafi árs 2011 til loka árs 2020 var 616 milljarðar. Á sama tíma greiddi sjávarútvegurinn tæplega 30 prósent í skatta, opinber gjöld og veiðigjöld. Óbreytt kerfi ógnar lýðræðinu að mati þjóðarinnar Í áratugi hefur verið rætt um að sátt þurfi að nást um fiskveiðistjórnunarkerfið og auðlindagjöld. Og að undirstrika ótvíræðan eignarétt þjóðarinnar í stjórnarskrá með tímabundnum samningum. Lítið hefur þokast þótt mikill meirihluti þjóðarinnar telji að greiða eigi markaðsgjald fyrir afnot af fiskimiðum landsmanna. Stór hluti þjóðarinnar telur einnig óbreytt fiskveiðistjórnunarkerfi ógni lýðræðinu. Ef ég væri í útgerð hefði ég áhyggjur og af þeim óstöðugleika sem þessu fylgir. Fyrirstaðan til réttlátra breytinga á nokkuð skynsömu kerfi eru þeir flokkar sem nú sitja í ríkisstjórn. Það sást ágætlega þegar unnið var að auðlindaákvæði í stjórnarskrá á síðasta kjörtímabili. Líka þegar taka átti ákvarðanir um fyrirkomulag veiðigjalda. Og jafnvel enn skýrar þegar ríkisstjórnin fór í vandræðalegan feluleik með skýrslu um eignatengsl sjávarútvegsfyrirtækja í íslensku atvinnulífi. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi auglýsa nú grimmt að það velti margt á sjávarútvegi í samfélaginu. Það er hægt að taka undir það. En kaldhæðnin í orðum hagsmunasamtakanna er að fyrst og síðast verður ekki unnt að ná sátt um sjávarútveg nema útgerðin hætti þessum þvergirðingshætti og sleppi takinu. Ekki síst á stjórnarflokkunum. Þeir hreyfa sig lítt án græna ljóssins frá útgerðinni. Og opni hugann fyrir samtalinu við þjóðina um framtíðarfyrirkomulag. Á þessu veltur sáttin og réttlætið. Og dýrmætur fyrirsjáanleiki fyrir sjávarútveginn. Það er unnt að tryggja þjóðarhlutinn Málefnalega er ég sannfærð um að meirihluti sé á þingi til skynsamra breytinga á kerfinu. Líkt og er úti í samfélaginu. Fyrir eðlilegu gjaldi í gegnum markaðsleið, auðlindaákvæði í stjórnarskrá, tímabindingu veiðiréttarins, nýjum reglum sem bæta gegnsæi, hindra of mikla samþjöppun og tryggja dreifðari eignaraðild. Frumvörpin eru til. Viðreisn hefur séð til þess. Það er hægt að tryggja þjóðinni hlutinn sinn. Og það er líka hægt að tryggja harðduglegu fólki í útgerð hlutinn sinn. Eigendum, sjómönnum, fiskverkafólki. En þann pólitíska vilja er ekki að finna við ríkisstjórnarborðið. Þar eru allar breytingar blokkeraðar. Á meðan vex gjáin og tortryggnin í íslensku samfélagi. Ítök útgerða í öðrum atvinnugreinum aukast einnig samhliða. Gríðarlegur arður sjávarútvegsins af einkarétti á fiskveiðiauðlindinni er notaður til niðurgreiðslu á öðrum sviðum atvinnulífsins. Samkeppnisstaðan skekkist, fákeppni eykst og allir tapa. Mest þjóðin. Bubbi orti á sínum tíma: verbúðin er deyjandi heimur,kvótinn lá fyrir utan í dýpinu,kafbátur með útvalda innanborðssem brátt myndu stíga á land og eigna sér það. Flest virðist hafa komið á daginn í ljóði Bubba nema að verbúðin hefur aðeins breyst. Þjóðin sjálf situr nú í verbúðinni meðan að hinir útvöldu eflast og styrkjast. Ríkisstjórnin sér til þess. Og verbúðin heldur áfram. Verbúðin Ísland. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun