Níu íbúar á Eir hjúkrunarheimili með Covid-19 Eiður Þór Árnason skrifar 14. janúar 2022 11:34 Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi tók til starfa árið 1993. Vísir/Vilhelm Níu íbúar á Eir hjúkrunarheimili í Grafarvogi hafa greinst með Covid-19. Íbúarnir eru sagðir vera með lítil eða engin einkenni en flestir þeirra hafa verið þríbólusettir. Fyrsta tilfellið greindist um helgina og í kjölfarið voru aðrir íbúar og starfsmenn sendir í skimun. Þá greindust átta heimilismenn til viðbótar á sunnudag. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdarstjóra hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, á von á því að allir íbúarnir verði lausir úr einangrun á mánudag. Hún segir að faraldurinn hafi reynst hjúkrunarheimilunum mikil áskorun og nú séu um tíu til tuttugu prósent starfsmanna ýmist í sóttkví eða einangrun. „Erfiðast hjá okkur er auðvitað hjá okkur að missa starfsmenn í einangrun og sóttkví. Íbúarnir fá nokkuð skerta þjónustu af því að við erum nánast undirmönnuð á hverri vakt. Það er nánast alltaf einhver í sóttkví eða einangrun, eða börn þeirra. Við finnum alveg verulega mikið álag á öllum vígstöðvum, við umönnun, í rekstrardeild og viðhaldi. Þetta er rosalega erfitt tímabil núna.“ Leyft að vinna í sóttkví Líkt og fleiri vinnustaðir hafa hjúkrunarheimilin nýtt nýja heimild í reglum um sóttkví og boðið þríbólusettum starfsmönnum að mæta til vinnu á meðan þeir eru í sóttkví. Þeir starfsmenn þurfa að nota andlitsgrímu öllum stundum, eru með sér salerni og kaffiaðstöðu og draga úr umgengni við aðra eins og mögulegt er. „Það hefur gegnið vel en það auðvitað eykur álagið á viðkomandi starfsmann og samstarfsfólk, þetta er erfiðara,“ segir Þórdís Hulda. Hún segir stjórnendur hafi eðlilega þurft að draga verulega úr sameiginlegum viðburðum á heimilunum í sóttvarnaskyni sem hafi haft nokkur áhrif á íbúana. Þó sé enn boðið upp á iðju- og sjúkraþjálfun. „Það starfsfólk sem kemst til vinnu er ótrúlega duglegt og jákvætt, það er mikill liðsandi meðal starfsmanna sem maður er mjög þakklátur fyrir. Við höfum ekki lokað fyrir heimsóknir en við upplifum samt að aðstandendur séu aðeins að draga sig í hlé og er kannski að koma sjaldnar, styttra og færri í einu. Fyrir það erum við mjög þakklát.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira
Fyrsta tilfellið greindist um helgina og í kjölfarið voru aðrir íbúar og starfsmenn sendir í skimun. Þá greindust átta heimilismenn til viðbótar á sunnudag. Þórdís Hulda Tómasdóttir, framkvæmdarstjóra hjúkrunarsviðs Eirar, Skjóls og Hamra, á von á því að allir íbúarnir verði lausir úr einangrun á mánudag. Hún segir að faraldurinn hafi reynst hjúkrunarheimilunum mikil áskorun og nú séu um tíu til tuttugu prósent starfsmanna ýmist í sóttkví eða einangrun. „Erfiðast hjá okkur er auðvitað hjá okkur að missa starfsmenn í einangrun og sóttkví. Íbúarnir fá nokkuð skerta þjónustu af því að við erum nánast undirmönnuð á hverri vakt. Það er nánast alltaf einhver í sóttkví eða einangrun, eða börn þeirra. Við finnum alveg verulega mikið álag á öllum vígstöðvum, við umönnun, í rekstrardeild og viðhaldi. Þetta er rosalega erfitt tímabil núna.“ Leyft að vinna í sóttkví Líkt og fleiri vinnustaðir hafa hjúkrunarheimilin nýtt nýja heimild í reglum um sóttkví og boðið þríbólusettum starfsmönnum að mæta til vinnu á meðan þeir eru í sóttkví. Þeir starfsmenn þurfa að nota andlitsgrímu öllum stundum, eru með sér salerni og kaffiaðstöðu og draga úr umgengni við aðra eins og mögulegt er. „Það hefur gegnið vel en það auðvitað eykur álagið á viðkomandi starfsmann og samstarfsfólk, þetta er erfiðara,“ segir Þórdís Hulda. Hún segir stjórnendur hafi eðlilega þurft að draga verulega úr sameiginlegum viðburðum á heimilunum í sóttvarnaskyni sem hafi haft nokkur áhrif á íbúana. Þó sé enn boðið upp á iðju- og sjúkraþjálfun. „Það starfsfólk sem kemst til vinnu er ótrúlega duglegt og jákvætt, það er mikill liðsandi meðal starfsmanna sem maður er mjög þakklátur fyrir. Við höfum ekki lokað fyrir heimsóknir en við upplifum samt að aðstandendur séu aðeins að draga sig í hlé og er kannski að koma sjaldnar, styttra og færri í einu. Fyrir það erum við mjög þakklát.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hjúkrunarheimili Eldri borgarar Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Brenndu rangt lík Erlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Fleiri fréttir Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Sjá meira