Evra efast um covid, segir það pólítískt og að Bill Gates eigi þátt í faraldrinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. janúar 2022 15:23 Patrice Evra hefur skrítnar skoðanir á kórónuveirufaraldrinum. getty/Matthew Lewis Patrice Evra, fyrrverandi leikmaður Manchester United, Juventus og fleiri liða, fór mikinn í viðtali í frönskum sjónvarpsþætti þar sem hann opinberaði sig sem efasemdarmann um kórónuveirufaraldurinn. Evra varði meðal annars rétt fólks til að hafna bólusetningu, sagði að faraldurinn væri pólítískur, óttinn réði og gaf í skyn að einn ríkasti maður heims hafi átt þátt í að hrinda faraldrinum af stað. „Í augnablikinu finnst mér við tala of mikið um þetta covid. Við verðum að vera heiðarleg. Fólk hefur dáið vegna covid en ég fæ það á tilfinninguna að jafnvel ef þú lendir í bílslysi segjum við að það hafi verið út af covid,“ sagði Evra við BFM TV. „Mér finnst þetta vera pólítískt og ef alltaf sagt að þegar þú vilt stjórn fólki gerirðu það með óttanum. Við verðum að vera á varðbergi.“ Evra sagði að óbólusettir ættu ekki að fá aðra meðferð en aðrir. „Þetta verður að hætta núna, að bólusett fólk sé álitið gott en óbólusett vont. Nei, öllum er frjálst að gera og trúa því sem þeir vilja. Fólk verður að hafa rétt til að gera það sem það vill. Því enginn veit í raun hvað þetta er, þetta covid. Fyrir mér er þetta tilviljun. Við ljúgum ekki að hvort öðru. Þetta covid er fyrir tilviljun.“ Evra blandaði svo bandaríska milljarðamæringnum Bill Gates í málið og ýjaði að því að hann hefði vitað af veirunni fyrir löngu. „Bill Gates hafði þegar talað um þetta á ráðstefnu 2013. Ég segi ekki að þetta hafi verið skipulagt en ég myndi vilja að fólk talaði einhvern tímann um þetta, því ég tala alltaf hreint út. En covid hræðir mig ekki,“ sagði Evra í skringilegri ræðu. Vorið 2020, í fyrstu bylgju faraldursins, bað Evra fólk að halda sig heima og hvatti þá sem áttu í vandræðum vegna veirunnar til dáða. Tæpum tveimur árum seinna er komið aðeins annað hljóð í strokkinn hjá Frakkanum. Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Sjá meira
Evra varði meðal annars rétt fólks til að hafna bólusetningu, sagði að faraldurinn væri pólítískur, óttinn réði og gaf í skyn að einn ríkasti maður heims hafi átt þátt í að hrinda faraldrinum af stað. „Í augnablikinu finnst mér við tala of mikið um þetta covid. Við verðum að vera heiðarleg. Fólk hefur dáið vegna covid en ég fæ það á tilfinninguna að jafnvel ef þú lendir í bílslysi segjum við að það hafi verið út af covid,“ sagði Evra við BFM TV. „Mér finnst þetta vera pólítískt og ef alltaf sagt að þegar þú vilt stjórn fólki gerirðu það með óttanum. Við verðum að vera á varðbergi.“ Evra sagði að óbólusettir ættu ekki að fá aðra meðferð en aðrir. „Þetta verður að hætta núna, að bólusett fólk sé álitið gott en óbólusett vont. Nei, öllum er frjálst að gera og trúa því sem þeir vilja. Fólk verður að hafa rétt til að gera það sem það vill. Því enginn veit í raun hvað þetta er, þetta covid. Fyrir mér er þetta tilviljun. Við ljúgum ekki að hvort öðru. Þetta covid er fyrir tilviljun.“ Evra blandaði svo bandaríska milljarðamæringnum Bill Gates í málið og ýjaði að því að hann hefði vitað af veirunni fyrir löngu. „Bill Gates hafði þegar talað um þetta á ráðstefnu 2013. Ég segi ekki að þetta hafi verið skipulagt en ég myndi vilja að fólk talaði einhvern tímann um þetta, því ég tala alltaf hreint út. En covid hræðir mig ekki,“ sagði Evra í skringilegri ræðu. Vorið 2020, í fyrstu bylgju faraldursins, bað Evra fólk að halda sig heima og hvatti þá sem áttu í vandræðum vegna veirunnar til dáða. Tæpum tveimur árum seinna er komið aðeins annað hljóð í strokkinn hjá Frakkanum.
Fótbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Þjálfarinn lofaði Mikael: „Var okkar besti maður“ Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Mitrovic fór á spítala vegna óreglulegs hjartsláttar Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Cucurella sendi Chelsea upp fyrir meistarana Son tryggði Spurs stig úr víti „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Hættur og segir sambandið sleikja sig upp við Courtois Fyrsta mark Rúnars í síðasta leik fyrir val Arnars Áfall fyrir Gísla Gotta sem meiddist í öxl Sjá meira