Fá svigrúm til að greiða aukalega næstu fjórar vikurnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. janúar 2022 13:44 Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala, segir þessar ráðstafanir hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan séu. Vísir/Vilhelm Ríkisstjórnin hefur ákveðið að tryggja Landspítala svigrúm sem gerir kleift að greiða starfsfólki sérstaklega fyrir viðbótarvinnuframlag næstu fjórar vikurnar. Talið er að þannig megi betur tryggja mönnun við erfiðar aðstæður meðan mesti þunginn í faraldrinum gengur yfir. „Við þurfum að gera ráð fyrir að næstu vikur verði krefjandi og ástandið er mjög þungt á Landspítala. Stjórnvöld standa þétt að baki spítalanum og þessi ákvörðun er liður í því. Það er ótrúlegt hve miklu er hægt að áorka með góðri samstöðu, samvinnu og útsjónarsemi. Stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar hefur sýnt það og sannað á afgerandi hátt síðustu misserin og ég met það mikils.“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ráðherra kynnti í dag hertar aðgerðir sem taka gildi á miðnætti og gilda til 2. febrúar. Tíu mega koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Veitingastaðir mega áfram hafa 20 manna hólf að sögn framkvæmdastjóra Samtaka aðila í ferðaþjónustu. Þórólfur Guðnason lagði til tíu manna hólf á veitingastöðunum en ríkisstjórn féllst ekki á það. „Mönnun hefur lengi verið áskorun á Landspítala hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk, eins og raunin er í okkar nágrannalöndum. Í faraldrinum hefur áskorunin verið sérstaklega krefjandi. Það er því mikilvægt að ríkisstjórn bregðist við með svo afgerandi hætti og ég veit að þessar ráðstafanir muni hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan er.“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala. „Með samstilltu átaki ráðuneytisins, stjórnenda, starfsfólks og stofnana heilbrigðiskerfisins hefur verið ráðist í fjölmargar aðgerðir til að styrkja stöðu Landspítala undanfarið,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Að neðan eru þær helstu taldar upp: Svigrúm veitt til Landspítala til að greiða fyrir viðbótarvinnuframlag í fjórar vikur, til að styrkja mönnun. Á annan tug starfsfólks frá Klíníkinni starfar nú á Landspítala til að styrkja mönnun spítalans samkvæmt tímabundnum samningi. Viðræður eru í gangi við fleiri sjálfstætt starfandi aðila í heilbrigðisþjónustu um sambærilega samninga. Starfsfólk frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur aðstoðað á Landspítala. Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var virkjuð á ný í lok október og hefur reynst stuðningur við Landspítala til að styrkja mönnun. Gerðir hafa verið tímavinnusamningar við einstaklinga frá Landsbjörgu sem sinna yfirsetu sjúklinga. Fyrirkomulagi útskrifta úr einangrun vegna Covid hefur verið breytt. Greiðari útskriftir af Landspítala og flutningur sjúklinga Öflugt og gott samstarf á sér stað við stjórnendur Landspítala til að létta á álagi. Síðastliðinn mánuð hefur rýmum á heilbrigðisstofnunum um allt land verið fjölgað um tæplega 40 sem nýtast sjúklingum af Landspítala. Í desember var opnuð 10 rýma hjúkrunardeild fyrir aldraða með COVID-19 á Eir. Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið styrkt með áherslu á að fækka innlögnum á Landspítala og greiða fyrir útskriftum sjúklinga. Viðræður standa nú yfir um skammtímalausnir á höfuðborgarsvæðinu til að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á spítalanum. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira
„Við þurfum að gera ráð fyrir að næstu vikur verði krefjandi og ástandið er mjög þungt á Landspítala. Stjórnvöld standa þétt að baki spítalanum og þessi ákvörðun er liður í því. Það er ótrúlegt hve miklu er hægt að áorka með góðri samstöðu, samvinnu og útsjónarsemi. Stjórnendur og starfsfólk heilbrigðisþjónustunnar hefur sýnt það og sannað á afgerandi hátt síðustu misserin og ég met það mikils.“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Ráðherra kynnti í dag hertar aðgerðir sem taka gildi á miðnætti og gilda til 2. febrúar. Tíu mega koma saman í stað tuttugu. Viðburðir sem byggja á hraðprófum verða ekki lengur heimilaðir. Skemmtistöðum, börum og spilasölum verður gert að loka. Veitingastaðir mega áfram hafa 20 manna hólf að sögn framkvæmdastjóra Samtaka aðila í ferðaþjónustu. Þórólfur Guðnason lagði til tíu manna hólf á veitingastöðunum en ríkisstjórn féllst ekki á það. „Mönnun hefur lengi verið áskorun á Landspítala hvað varðar heilbrigðisstarfsfólk, eins og raunin er í okkar nágrannalöndum. Í faraldrinum hefur áskorunin verið sérstaklega krefjandi. Það er því mikilvægt að ríkisstjórn bregðist við með svo afgerandi hætti og ég veit að þessar ráðstafanir muni hjálpa til við þau erfiðu verkefni sem fram undan er.“ segir Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, settur forstjóri Landspítala. „Með samstilltu átaki ráðuneytisins, stjórnenda, starfsfólks og stofnana heilbrigðiskerfisins hefur verið ráðist í fjölmargar aðgerðir til að styrkja stöðu Landspítala undanfarið,“ segir í tilkynningu á vef stjórnarráðsins. Að neðan eru þær helstu taldar upp: Svigrúm veitt til Landspítala til að greiða fyrir viðbótarvinnuframlag í fjórar vikur, til að styrkja mönnun. Á annan tug starfsfólks frá Klíníkinni starfar nú á Landspítala til að styrkja mönnun spítalans samkvæmt tímabundnum samningi. Viðræður eru í gangi við fleiri sjálfstætt starfandi aðila í heilbrigðisþjónustu um sambærilega samninga. Starfsfólk frá Sjúkrahúsinu á Akureyri hefur aðstoðað á Landspítala. Bakvarðasveit heilbrigðisþjónustunnar var virkjuð á ný í lok október og hefur reynst stuðningur við Landspítala til að styrkja mönnun. Gerðir hafa verið tímavinnusamningar við einstaklinga frá Landsbjörgu sem sinna yfirsetu sjúklinga. Fyrirkomulagi útskrifta úr einangrun vegna Covid hefur verið breytt. Greiðari útskriftir af Landspítala og flutningur sjúklinga Öflugt og gott samstarf á sér stað við stjórnendur Landspítala til að létta á álagi. Síðastliðinn mánuð hefur rýmum á heilbrigðisstofnunum um allt land verið fjölgað um tæplega 40 sem nýtast sjúklingum af Landspítala. Í desember var opnuð 10 rýma hjúkrunardeild fyrir aldraða með COVID-19 á Eir. Heimahjúkrun á höfuðborgarsvæðinu hefur verið styrkt með áherslu á að fækka innlögnum á Landspítala og greiða fyrir útskriftum sjúklinga. Viðræður standa nú yfir um skammtímalausnir á höfuðborgarsvæðinu til að fjölga hjúkrunarrýmum fyrir sjúklinga sem lokið hafa meðferð á spítalanum.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Fleiri fréttir Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Sjá meira