Einstaka „Íslandshjólið“ komið í leitirnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 15. janúar 2022 18:33 Lögreglan skilaði hjólinu til Burkard í morgun. skjáskot/Ryan Hill Hjól ofurhugans og ljósmyndarans Chris Burkard er komið í leitirnar eftir að því var stolið úr íbúð hans í Reykjavík í gær. Lögreglan skilaði hjólinu til Burkard í morgun við mikinn fögnuð ljósmyndarans. Hjólið er einstakt og var sérstaklega hannað fyrir Burkard fyrir ferðalög um Ísland. Hjólið notaði hann til að hjóla þvert yfir landið á sex dögum síðasta vetur. Tvö hjól af þessu tagi eru til og eru þau bæði í eigu Burkard. Hjólinu var stolið úr íbúð Burkards í gær. Gluggi hafði verið spenntur upp á íbúð hans og það eina sem innbrotsþjófurinn tók var hjólið. Burkard tilkynnti fundinn á Instagram í morgunn. Hann sagðist í áfalli yfir stuðningnum sem hann hafi fundið fyrir frá því að hjólinu hans var stolið.Skjáskot Burkard tilkynnti fundinn á hjólinu á Instagram-síðu sinni fyrr í dag en stuldurinn vakti mikla athygli í gær. Miðað við Instagram-færslu Burkards voru það lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og hjólahvíslarinn Bjartmar Leósson sem fundu hjólið. Burkard er mikill Íslandsvinur. Hann hefur komið reglulega til landsins í um fimmtán ár, hann keppti í WOW Cyclothon haustið 2020 og kom þá fyrstur í mark og sló einstaklingsmet keppninnar. Daginn eftir hljóp hann Laugaveginn. Þá hjólaði hann eins og fyrr segir þvert yfir landið, frá norðri til suðurs, að vetri til og er hann sá eini sem hefur gert það auk þeirra tveggja sem voru í för með honum. Íslandsvinir Lögreglumál Hjólreiðar Reykjavík Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira
Hjólið er einstakt og var sérstaklega hannað fyrir Burkard fyrir ferðalög um Ísland. Hjólið notaði hann til að hjóla þvert yfir landið á sex dögum síðasta vetur. Tvö hjól af þessu tagi eru til og eru þau bæði í eigu Burkard. Hjólinu var stolið úr íbúð Burkards í gær. Gluggi hafði verið spenntur upp á íbúð hans og það eina sem innbrotsþjófurinn tók var hjólið. Burkard tilkynnti fundinn á Instagram í morgunn. Hann sagðist í áfalli yfir stuðningnum sem hann hafi fundið fyrir frá því að hjólinu hans var stolið.Skjáskot Burkard tilkynnti fundinn á hjólinu á Instagram-síðu sinni fyrr í dag en stuldurinn vakti mikla athygli í gær. Miðað við Instagram-færslu Burkards voru það lögreglan á höfuðborgarsvæðinu og hjólahvíslarinn Bjartmar Leósson sem fundu hjólið. Burkard er mikill Íslandsvinur. Hann hefur komið reglulega til landsins í um fimmtán ár, hann keppti í WOW Cyclothon haustið 2020 og kom þá fyrstur í mark og sló einstaklingsmet keppninnar. Daginn eftir hljóp hann Laugaveginn. Þá hjólaði hann eins og fyrr segir þvert yfir landið, frá norðri til suðurs, að vetri til og er hann sá eini sem hefur gert það auk þeirra tveggja sem voru í för með honum.
Íslandsvinir Lögreglumál Hjólreiðar Reykjavík Mest lesið Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent „Ég er sátt“ Innlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Fleiri fréttir Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Hellisheiði lokað vegna umferðarslyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Sjá meira