Faraldursstaðan í Evrópu: „Erfiðust grímuskyldan fyrir börn frá sex ára“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. janúar 2022 15:00 Staðan í Evrópu er víðast hvar svipuð og hér á landi þegar kemur að fjölda smita en sóttvarnaaðgerðir eru þó misstrangar. Vísir/EPA Faraldur kórónuveiru hefur sjaldan verið jafn hátt uppi og nú. Hér á Íslandi hafa aldrei fleiri greinst smitaðir af veirunni en undanfarnar vikur og sömu sögu má segja í mörgum öðrum Evrópuríkjum, þar sem faraldurinn er hvað verstur þessa dagana. Um milljón greinist smituð á hverjum degi í Evrópu og hafa mörg Evrópuríki hert sóttvarnaaðgerðir verulega undanfarnar vikur vegna uppgangs faraldursins og þá sérstaklega ómíkron-afbrigðis veirunnar, sem virðist smitast mun auðveldar en önnur afbrigði hennar. En hvernig er það að vera staddur í þessum Evrópuríkjum og hvernig er stemningin? Margrét Björnsdóttir í Brussel „Nú erum við að upplifa fimmtu bylgjuna í Brussel og eru smitin hér enn mjög mörg, til dæmis voru hátt í 38.000 tilfelli á mánudaginn var (í allri Belgíu). Þá eru smit á ungu fólki að aukast, þ.e. á aldrinum 10-20 ára og það er ómíkron afbrigðið sem er að mælast í flestum tilvikum. Meirihluti þeirra sem eru á intensífri Covid-deild á spítölunum eru óbólusettir,“ segir Margrét Björnsdóttir, sem er búsett í Brussel. Margrét Björnsdóttir segir grímuskyldu fyrir börnin erfiðasta.aðsend „Í janúar var svo byrjað að bólusetja börn frá 5 ára aldri. Það sem okkur fjölskyldunni finnst erfiðast er grímuskyldan fyrir börn frá 6 ára aldri. En dóttir okkar hefur þurft að nota grímu í skólanum síðan fyrir jól. Þegar við förum á kaffihús eða veitingastaði þá er vanalega beðið um CST (Covid Safety Ticket) sem sýnir að við erum fullbólusett. En þú getur ekki setið inná kaffihúsi nema að þú getir sýnt fram á að þú uppfyllir þau skilyrði. Annars erum við voða vön þessu breytta lífi og tökum öllum takmörkunum með æðruleysi. Það er eiginlega leiðinlegast að við í nefnd Íslendingasamfélagsins þurftum að fresta Þorrablótinu sem átti að vera í febrúar en nú er stefnan sett á mars og við höldum í bjartsýnina,“ segir Margrét. Geir Zoëga í Barcelona Enn harðari takmarkanir virðast vera víða á Spáni, en þar stjórna héröðin hvaða takmarkanir eru í gildi í þeim héröðum á hverjum tíma. Geir segir að þrátt fyrir að grímuskylda sé bæði innan- og utandyra í Katalóníu fylgi því fáir eftir utandyra.Ljósmyndari: Benedikt Bjarnason „Það er útgöngubann milli 1 og 6, og 10 manna samkomubann. Skemmtistaðir eru allir lokaðir. Veitingastaðir mega bara fylla helming sæta innandyra en engar takmarkanir utandyra. Maður þarf að sýna bóluetningarvottorð til að mega sitja á veitingastað eða bar og því er alltaf fylgt mjög strangt eftir,“ segir Geir Zoëga, sem er búsettur í Barcelona. „Það er grímuskylda nánast alls staðar. Hún gildir víst líka utandyra ef ekki er hægt að tryggja eins og hálfs metra fjarlægð, en maður verður lítið var við hana. Mér finnst fólk sýna öllu mjög mikinn skilning, en maður verður samt alveg var við partý og brot á samkomubanni. Þetta er samt bara í Katalóníu, Mér skilst að skemmtistaðir í Madríd séu opnir og að það séu minni takmarkanir þar.“ Gunnhildur Þórðardóttir í Kaupmannahöfn Staðan virðist vera aðeins önnur í Danmörku en þrátt fyrir háar smittölur hafa stjórnvöld þar verið að slaka á sóttvarnaaðgerðum. „Þótt smittölur séu enn háar, eða tæpar 24.000 seinasta sólarhringinn, þá finnur maður að stjórnvöld eru ágætlega bjartsýn. Enda hafa tölur á innlögnum á sjúkrahúsum ekki fylgt þessum háu smittölum eftir, og það hafa ekki færri verið innlagðir á intensiv í mánuð,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir í Kaupmannahöfn. „Fyrir tveimur dögum ákváðu stjórnvöld að lina sóttvarnaaðgerðum fyrir menningarlífið, meðal annars að opna kvikmyndahús, dýragarða, sundlaugar o.fl., þau gera þetta svona í þrepum og þau telja að ef allt gangi eftir áætlun ætti lífið að vera laust við allar takmarkanir um miðjan mars. Gunnhildur segir nánast annan hvern mann smitaðan af veirunni.Aðsend Ennþá er samt nauðsynlegt að hafa kórónupassa til að komast allt, sem er gildur ef maður hefur gilda bólusetningu, nýtt kórónuveirupróf eða nýlega greinst smitaður. Þau hamra á bólusetningum sem leiðina út úr covid-krísunni og hafa nýlega breytt kórónupassanum svoleiðis að hann gildir einungis í fimm mánuði eftir bólusetningu (svona ágæt pressa á að fólk fái þriðju sprautuna),“ segir Gunnhildur. „Persónulega finnur maður mikið fyrir því hér að þetta er komið mun nær en í flestum öðrum bylgjum. Það er nánast bókstaflega annar hver að smitast (undirrituð meðtalin - enda eiginlega óhjákvæmilegt þegar maður vinnur með unglingum). Maður finnur líka að fólk er orðið mun þreyttara á takmörkunum en í fyrri bylgjum, og ekki jafn stressað að smitast, og þar sem að sjúkrhúsin ná að anna þeim sem á þurfa, eru margir orðnir bara frekar „ligeglad“ satt best að segja.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Spánn Belgía Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira
Um milljón greinist smituð á hverjum degi í Evrópu og hafa mörg Evrópuríki hert sóttvarnaaðgerðir verulega undanfarnar vikur vegna uppgangs faraldursins og þá sérstaklega ómíkron-afbrigðis veirunnar, sem virðist smitast mun auðveldar en önnur afbrigði hennar. En hvernig er það að vera staddur í þessum Evrópuríkjum og hvernig er stemningin? Margrét Björnsdóttir í Brussel „Nú erum við að upplifa fimmtu bylgjuna í Brussel og eru smitin hér enn mjög mörg, til dæmis voru hátt í 38.000 tilfelli á mánudaginn var (í allri Belgíu). Þá eru smit á ungu fólki að aukast, þ.e. á aldrinum 10-20 ára og það er ómíkron afbrigðið sem er að mælast í flestum tilvikum. Meirihluti þeirra sem eru á intensífri Covid-deild á spítölunum eru óbólusettir,“ segir Margrét Björnsdóttir, sem er búsett í Brussel. Margrét Björnsdóttir segir grímuskyldu fyrir börnin erfiðasta.aðsend „Í janúar var svo byrjað að bólusetja börn frá 5 ára aldri. Það sem okkur fjölskyldunni finnst erfiðast er grímuskyldan fyrir börn frá 6 ára aldri. En dóttir okkar hefur þurft að nota grímu í skólanum síðan fyrir jól. Þegar við förum á kaffihús eða veitingastaði þá er vanalega beðið um CST (Covid Safety Ticket) sem sýnir að við erum fullbólusett. En þú getur ekki setið inná kaffihúsi nema að þú getir sýnt fram á að þú uppfyllir þau skilyrði. Annars erum við voða vön þessu breytta lífi og tökum öllum takmörkunum með æðruleysi. Það er eiginlega leiðinlegast að við í nefnd Íslendingasamfélagsins þurftum að fresta Þorrablótinu sem átti að vera í febrúar en nú er stefnan sett á mars og við höldum í bjartsýnina,“ segir Margrét. Geir Zoëga í Barcelona Enn harðari takmarkanir virðast vera víða á Spáni, en þar stjórna héröðin hvaða takmarkanir eru í gildi í þeim héröðum á hverjum tíma. Geir segir að þrátt fyrir að grímuskylda sé bæði innan- og utandyra í Katalóníu fylgi því fáir eftir utandyra.Ljósmyndari: Benedikt Bjarnason „Það er útgöngubann milli 1 og 6, og 10 manna samkomubann. Skemmtistaðir eru allir lokaðir. Veitingastaðir mega bara fylla helming sæta innandyra en engar takmarkanir utandyra. Maður þarf að sýna bóluetningarvottorð til að mega sitja á veitingastað eða bar og því er alltaf fylgt mjög strangt eftir,“ segir Geir Zoëga, sem er búsettur í Barcelona. „Það er grímuskylda nánast alls staðar. Hún gildir víst líka utandyra ef ekki er hægt að tryggja eins og hálfs metra fjarlægð, en maður verður lítið var við hana. Mér finnst fólk sýna öllu mjög mikinn skilning, en maður verður samt alveg var við partý og brot á samkomubanni. Þetta er samt bara í Katalóníu, Mér skilst að skemmtistaðir í Madríd séu opnir og að það séu minni takmarkanir þar.“ Gunnhildur Þórðardóttir í Kaupmannahöfn Staðan virðist vera aðeins önnur í Danmörku en þrátt fyrir háar smittölur hafa stjórnvöld þar verið að slaka á sóttvarnaaðgerðum. „Þótt smittölur séu enn háar, eða tæpar 24.000 seinasta sólarhringinn, þá finnur maður að stjórnvöld eru ágætlega bjartsýn. Enda hafa tölur á innlögnum á sjúkrahúsum ekki fylgt þessum háu smittölum eftir, og það hafa ekki færri verið innlagðir á intensiv í mánuð,“ segir Gunnhildur Þórðardóttir í Kaupmannahöfn. „Fyrir tveimur dögum ákváðu stjórnvöld að lina sóttvarnaaðgerðum fyrir menningarlífið, meðal annars að opna kvikmyndahús, dýragarða, sundlaugar o.fl., þau gera þetta svona í þrepum og þau telja að ef allt gangi eftir áætlun ætti lífið að vera laust við allar takmarkanir um miðjan mars. Gunnhildur segir nánast annan hvern mann smitaðan af veirunni.Aðsend Ennþá er samt nauðsynlegt að hafa kórónupassa til að komast allt, sem er gildur ef maður hefur gilda bólusetningu, nýtt kórónuveirupróf eða nýlega greinst smitaður. Þau hamra á bólusetningum sem leiðina út úr covid-krísunni og hafa nýlega breytt kórónupassanum svoleiðis að hann gildir einungis í fimm mánuði eftir bólusetningu (svona ágæt pressa á að fólk fái þriðju sprautuna),“ segir Gunnhildur. „Persónulega finnur maður mikið fyrir því hér að þetta er komið mun nær en í flestum öðrum bylgjum. Það er nánast bókstaflega annar hver að smitast (undirrituð meðtalin - enda eiginlega óhjákvæmilegt þegar maður vinnur með unglingum). Maður finnur líka að fólk er orðið mun þreyttara á takmörkunum en í fyrri bylgjum, og ekki jafn stressað að smitast, og þar sem að sjúkrhúsin ná að anna þeim sem á þurfa, eru margir orðnir bara frekar „ligeglad“ satt best að segja.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Spánn Belgía Íslendingar erlendis Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Erlent Fleiri fréttir Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Sjá meira