Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 09:46 Tekist hefur að fletja kúrfuna í Lundúnum og tilfellum hefur fækkað í New York. epa/Neil Hall Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. Hins vegar er enn einn af hverjum fimmtán íbúum Englands með Covid-19 og einn af hverjum 20 í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Innlögnum er ekki farið að fækka en hægt hefur á fjölgun þeirra. Fleiri en 2.000 leggjast inn vegna Covid-19 á hverjum degi. Sérfræðingar segja spítalana hafa getað útskrifað sjúklinga hraðar eftir að ómíkron varð ráðandi afbrigðið í landinu, þar sem það veldur vægari veikindum og skemmri legutíma. Álagið á heilbrigðiskerfið er hins vegar gríðarlegt og hefur haft áhrif á ýmsa þjónustu. Chris Smith, veirusérfræðingur við Cambridge University, segir þróun mála vekja með sér bjartsýni en þeim sé að fækka sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu og á öndunarvél. Linda Bauld, prófessor við Edinburgh University og ráðgjafi skosku stjórnarinnar, bendir á að á föstudag hafi nýgreiningar verið færri en 100 þúsund í fyrsta sinn í nokkurn tíma. Vísbendingar um jákvæða þróun í nokkrum ríkjum Um það bil 48 þúsund greindust með Covid-19 í New York á föstudaginn en um er að ræða nærri helmings fækkun frá því fyrir viku, þegar um 90 þúsund greindust með kórónuveiruna. Fjöldinn samsvarar 14,6 prósentum af teknum sýnum en hlutfallið var 23 prósent fyrir viku. Innlögnum fækkaði um 38 á föstudag frá því fyrir viku síðan. Teikn eru á lofti um að ómíkron-bylgjan sé einnig á niðurleið í New Jersey, Massachusetts, Connecticut og Rhode Island. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, sagði á föstudag að opinberum sýnatökustöðum í ríkinu yrði fjölgað úr 20 í 29. Aðgengi að sýnatöku hefur verið vandamál en stjórnvöld tilkynntu á dögunum að frá og með miðvikudeginum myndu Bandaríkjamenn óskað eftir að fá ókeypis heimapróf send heim. Það mun hins vegar taka prófin allt að tólf daga að berast. „Gerið það haldið áfram að láta bólusetja ykkur, fá örvunarskammt, láta bólusetja börnin og bera grímu. Látum ekki alla vinnuna við að ná tölunum niður fara fyrir lítið,“ sagði Hochul á föstudag. Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Hins vegar er enn einn af hverjum fimmtán íbúum Englands með Covid-19 og einn af hverjum 20 í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Innlögnum er ekki farið að fækka en hægt hefur á fjölgun þeirra. Fleiri en 2.000 leggjast inn vegna Covid-19 á hverjum degi. Sérfræðingar segja spítalana hafa getað útskrifað sjúklinga hraðar eftir að ómíkron varð ráðandi afbrigðið í landinu, þar sem það veldur vægari veikindum og skemmri legutíma. Álagið á heilbrigðiskerfið er hins vegar gríðarlegt og hefur haft áhrif á ýmsa þjónustu. Chris Smith, veirusérfræðingur við Cambridge University, segir þróun mála vekja með sér bjartsýni en þeim sé að fækka sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu og á öndunarvél. Linda Bauld, prófessor við Edinburgh University og ráðgjafi skosku stjórnarinnar, bendir á að á föstudag hafi nýgreiningar verið færri en 100 þúsund í fyrsta sinn í nokkurn tíma. Vísbendingar um jákvæða þróun í nokkrum ríkjum Um það bil 48 þúsund greindust með Covid-19 í New York á föstudaginn en um er að ræða nærri helmings fækkun frá því fyrir viku, þegar um 90 þúsund greindust með kórónuveiruna. Fjöldinn samsvarar 14,6 prósentum af teknum sýnum en hlutfallið var 23 prósent fyrir viku. Innlögnum fækkaði um 38 á föstudag frá því fyrir viku síðan. Teikn eru á lofti um að ómíkron-bylgjan sé einnig á niðurleið í New Jersey, Massachusetts, Connecticut og Rhode Island. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, sagði á föstudag að opinberum sýnatökustöðum í ríkinu yrði fjölgað úr 20 í 29. Aðgengi að sýnatöku hefur verið vandamál en stjórnvöld tilkynntu á dögunum að frá og með miðvikudeginum myndu Bandaríkjamenn óskað eftir að fá ókeypis heimapróf send heim. Það mun hins vegar taka prófin allt að tólf daga að berast. „Gerið það haldið áfram að láta bólusetja ykkur, fá örvunarskammt, láta bólusetja börnin og bera grímu. Látum ekki alla vinnuna við að ná tölunum niður fara fyrir lítið,“ sagði Hochul á föstudag.
Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira