Erfið staða innan skólakerfisins: „Róðurinn er að þyngjast“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 17. janúar 2022 12:31 Jón Viðar Matthíasson, framkvæmdastjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu, segir að um sé að ræða stórt og áríðandi verkefni. Vísir/Vilhelm Töluvert var um smitrakningu innan skólakerfisins yfir helgina og framkvæmdastjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu segir ljóst að róðurinn sé að þyngjast. Hann segir fólk hugsi yfir þeirri ákvörðun að herða ekki aðgerðir innan skólanna þar sem skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi. Skólastarf hefur raskast víða vegna fjölda smitaðra í samfélaginu en tæplega 2600 börn tólf ára eða yngri eru nú í einangrun og fjölmörg til viðbótar eru í sóttkví eða smitgát. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdarstjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu, segir að töluvert hafi verið um smitrakningu innan skólakerfisins um helgina en staðan fyrir helgi var mjög snúin. „Þannig þetta er orðið töluvert erfiðara viðfangs akkúrat núna og ég veit að það er búið að vera að setja bekki í sóttkví eða smitgát, heilu árgangana í grunnskólum og loka nokkrum deildum innan leikskólakerfisins. Þannig að róðurinn er að þyngjast,“ segir Jón Viðar. Tilkynnt var um hertar aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrir helgi en athygli vakti að engar breytingar voru gerðar með tilliti til skólastarfs. Heilbrigðisráðherra kynnti sérstaka reglugerð um takmörkun á skólastarfi nokkrum dögum fyrr en þó var ekki mikið um breytingar að finna þar. Jón Viðar segist upplifa það að fólk sé hugsi yfir stöðunni. „Sem er bara ósköp eðlilegt þar sem þar eru að kannski heilu árgangarnir og jafnvel meira í sóttkví eða smitgát en það eru allir bara með fókus á það að vinna eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem eru í gangi og maður veit að stjórnvöld eru náttúrulega bara vakandi yfir þessu,“ segir Jón Viðar. Fyrir helgi var tilkynnt um lokun nokkurra leikskóla og grunnskóla á landinu, til að mynda í Fjarðarbyggð en aðgerðarstjórn á Austurlandi tók þá ákvörðun á fimmtudag að loka grunnskólum á Reyðafirði, Eskifirði og Neskaupstað. Þá var Seljaskóla í Reykjavík lokað og frístunda- og íþróttastarf lagt niður. Gera má ráð fyrir að fleiri deildir eða jafnvel heilu skólarnir þurfi að loka á næstunni vegna fjölda smitaðra. „Það er í rauninni verkefnið sem að blasir svona við okkur. Skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi að finna út úr þessu hvernig þetta er og í samvinnu við smitrakningarteymið. Þannig að verkefnið er stórt en áríðandi,“ segir Jón Viðar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Almannavarnir Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Skólastarf hefur raskast víða vegna fjölda smitaðra í samfélaginu en tæplega 2600 börn tólf ára eða yngri eru nú í einangrun og fjölmörg til viðbótar eru í sóttkví eða smitgát. Jón Viðar Matthíasson, slökkviliðsstjóri og framkvæmdarstjóri almannavarnanefndar á höfuðborgarsvæðinu, segir að töluvert hafi verið um smitrakningu innan skólakerfisins um helgina en staðan fyrir helgi var mjög snúin. „Þannig þetta er orðið töluvert erfiðara viðfangs akkúrat núna og ég veit að það er búið að vera að setja bekki í sóttkví eða smitgát, heilu árgangana í grunnskólum og loka nokkrum deildum innan leikskólakerfisins. Þannig að róðurinn er að þyngjast,“ segir Jón Viðar. Tilkynnt var um hertar aðgerðir innanlands vegna kórónuveirufaraldursins fyrir helgi en athygli vakti að engar breytingar voru gerðar með tilliti til skólastarfs. Heilbrigðisráðherra kynnti sérstaka reglugerð um takmörkun á skólastarfi nokkrum dögum fyrr en þó var ekki mikið um breytingar að finna þar. Jón Viðar segist upplifa það að fólk sé hugsi yfir stöðunni. „Sem er bara ósköp eðlilegt þar sem þar eru að kannski heilu árgangarnir og jafnvel meira í sóttkví eða smitgát en það eru allir bara með fókus á það að vinna eftir þeim reglum og leiðbeiningum sem eru í gangi og maður veit að stjórnvöld eru náttúrulega bara vakandi yfir þessu,“ segir Jón Viðar. Fyrir helgi var tilkynnt um lokun nokkurra leikskóla og grunnskóla á landinu, til að mynda í Fjarðarbyggð en aðgerðarstjórn á Austurlandi tók þá ákvörðun á fimmtudag að loka grunnskólum á Reyðafirði, Eskifirði og Neskaupstað. Þá var Seljaskóla í Reykjavík lokað og frístunda- og íþróttastarf lagt niður. Gera má ráð fyrir að fleiri deildir eða jafnvel heilu skólarnir þurfi að loka á næstunni vegna fjölda smitaðra. „Það er í rauninni verkefnið sem að blasir svona við okkur. Skólastjórnendur og kennarar eru undir miklu álagi að finna út úr þessu hvernig þetta er og í samvinnu við smitrakningarteymið. Þannig að verkefnið er stórt en áríðandi,“ segir Jón Viðar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Almannavarnir Leikskólar Grunnskólar Tengdar fréttir Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00 Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48 Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08 Mest lesið Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Innlent Ísland land númer 197 Innlent Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Erlent Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Erlent Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Erlent Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Útköll vegna slagsmála Þurftu að finna lausn á uppskáldaðri hryðjuverkaárás á Íslandi Fossvogsbrúin sé álíka gáfuleg og að setja göngustíg í Reynisfjöru Ísland land númer 197 Skiptastjóri þurfi að ákveða hvort hann geri kröfu í dótturfélag Play Fjöldauppsagnir á Keflavíkurflugvelli Gjaldþrotið leiðir til hópuppsagnar og afarkostir Bandaríkjaforseta Fyrrum meðferðarheimili sett á sölu Strandaglópar slaga í tuttugu þúsund Sultuslakir strandaglópar eftir heilsuferð til Split Kallar þjóðaröryggisráð saman Verulegt högg fyrir ferðaþjónustuna Eftirköstin af gjaldþroti Play og friðaráætlun á Gasa Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Áhyggjur landsmanna af útbreiðslu hernaðarátaka í Evrópu aukast Hættir sem þingflokksformaður Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Hópslagsmál og hundaárás Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjá meira
Fjórðungur nemenda fjarverandi Skólastjórnendur hafa margir hverjir staðið í ströngu undanfarna daga við að rekja kórónuveirusmit innan skólanna. Skólastjóri Árbæjarskóla hefur fimm sinnum á einni viku þurft að fara í smitrakningu. Fjórðungur nemenda skólans var fjarverandi í dag þar sem margir voru í sóttkví og einangrun. 14. janúar 2022 22:00
Lagði til að öllu yrði skellt í lás í tíu daga Til greina kemur að beita víðtækum lokunum í samfélaginu sem ná til fyrirtækja, stofnana og skóla í takmarkaðan tíma til að ná fjölda kórónuveirutilfella hratt niður, að mati sóttvarnalæknis. Gætu slíkar lokanir til að mynda staðið í tíu daga og í kjölfarið verið aflétt í skrefum. 14. janúar 2022 14:48
Mun algengara að konan sé heima með börnin þegar skólum er lokað Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir að það sé bæði prinsipp- og jafnréttismál, að halda skólum opnum eins og hægt er, í gegnum kórónuveirufaraldurinn. 14. janúar 2022 13:08