Sexhyrndur athyglissjúkur hrútur Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 17. janúar 2022 21:03 Sexi á bænum Óskabakka, sem er sexhyrndur fallegur hrútur með þrjú litamynstur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Hrúturinn Sexi er engin venjulegur hrútur því hann er sexhyrndur og þrílitur. Sexi elskar athygli enda stendur hann alltaf upp í stíunni sinni með framfæturna upp í garðanum þegar gestir koma í fjárhúsið á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í fjárhúsinu hjá Jökli Helgasyni er fallegt fé með allskonar liti og horn. Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega ófeimin að prófa sig þar áfram. Hann hefur gaman af ferhyrndu fé, eins og þessum hrúti en það er þó hrúturinn Sexi sem vekur hvað mesta athygli í fjárhúsinu því hann er sexhyrndur. „Og hann er vel stigaður þessi hrútur, 84 stig og það er bara spennandi að sjá hvort að það sé hægt að fá áfram sex horn. Það sjást reyndar ekki nema fimm horn núna því það brotnaði eitt á fengitímanum, sennilega hefur hann fest sig í slæðigrind, þannig að eitt hornið er farið af, en það truflar ekki genin,“ segir Jökull. Sexi fékk ellefu kindur á fengitímanum og því er Jökull mjög spenntur að sjá í vor í sauðburðinum hvort sex horn komi einhvers staðar á einhverju lambi. En hefur hann heyrt áður um sexhyrndan hrút? „Nei, ég hef ekki heyrt áður um það en það væri nú forvitnilegt að vita hvort þetta sé til annars staðar á landinu.“ Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega óhræddur við að prófa sig áfram í ræktuninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sexi er nokkuð athyglissjúkur því hann stillir sér alltaf upp. „Já, hann gerir þetta alltaf þegar einhver kemur í húsið, þá er hann komin upp eins og forystukindur,“ segir Jökull hlægjandi. En það eru ekki bara hornin á Sexa, sem gera hann svona merkilega, nei, nei, því hann er líka þrílitur. „Já, grunnliturinn er grár og hann er golsóttur botnóttur, sem sagt grágolsubotnóttur og það er svolítið sérstakt að það skuli vera þrjú litamynstur í einni kind sem á víst ekki að vera hægt en það er greinilega hægt,“ segir Jökull. Jökull Helgason er með myndarlegt fjárbú á Óskabakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Í fjárhúsinu hjá Jökli Helgasyni er fallegt fé með allskonar liti og horn. Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega ófeimin að prófa sig þar áfram. Hann hefur gaman af ferhyrndu fé, eins og þessum hrúti en það er þó hrúturinn Sexi sem vekur hvað mesta athygli í fjárhúsinu því hann er sexhyrndur. „Og hann er vel stigaður þessi hrútur, 84 stig og það er bara spennandi að sjá hvort að það sé hægt að fá áfram sex horn. Það sjást reyndar ekki nema fimm horn núna því það brotnaði eitt á fengitímanum, sennilega hefur hann fest sig í slæðigrind, þannig að eitt hornið er farið af, en það truflar ekki genin,“ segir Jökull. Sexi fékk ellefu kindur á fengitímanum og því er Jökull mjög spenntur að sjá í vor í sauðburðinum hvort sex horn komi einhvers staðar á einhverju lambi. En hefur hann heyrt áður um sexhyrndan hrút? „Nei, ég hef ekki heyrt áður um það en það væri nú forvitnilegt að vita hvort þetta sé til annars staðar á landinu.“ Jökull er mikill ræktunarmaður og er algjörlega óhræddur við að prófa sig áfram í ræktuninni.Magnús Hlynur Hreiðarsson Sexi er nokkuð athyglissjúkur því hann stillir sér alltaf upp. „Já, hann gerir þetta alltaf þegar einhver kemur í húsið, þá er hann komin upp eins og forystukindur,“ segir Jökull hlægjandi. En það eru ekki bara hornin á Sexa, sem gera hann svona merkilega, nei, nei, því hann er líka þrílitur. „Já, grunnliturinn er grár og hann er golsóttur botnóttur, sem sagt grágolsubotnóttur og það er svolítið sérstakt að það skuli vera þrjú litamynstur í einni kind sem á víst ekki að vera hægt en það er greinilega hægt,“ segir Jökull. Jökull Helgason er með myndarlegt fjárbú á Óskabakka.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Landbúnaður Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira