Börn upp undir helmingur smitaðra Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2022 11:54 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Börn sextán ára og yngri voru upp undir helmingur þeirra sem greindust með kórónuveiruna í gær, en aðeins einu sinni frá upphafi faraldursins hafa fleiri greinst smitaðir. Sóttvarnalæknir segir að nýtt spálíkan um fjölda innlagna á Landspítala sé öllu svartsýnna en það fyrra, þó ekki megi lesa of mikið í líkindaspár. 1.383 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 66 á landamærunum. 39 eru á sjúkrahúsi með Covid19 en voru 46 í gær. Þrír eru á gjörgæslu en voru sjö í gær. Þá eru ríflega 22 þúsund manns í einangrun eða sóttkví. „Þetta eru næsthæstu smittölur sem við höfum séð til þessa. Þannig að þetta eru kannski ekkert óvænt miðað við tölur helgarinnar en þetta er svona kannski á svipuðu róli,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að það sé stöðugt í skoðun hvernig hægt sé að gera heimsfaraldurinn eins lítið íþyngjandi fyrir börn eins og hægt er, að öðru leyti sé ekki brugðist sérstaklega við þessum mikla fjölda barna sem séu að smitast. „Við erum ekkert að bregðast öðruvísi við en að gera rakningu í skólum með skólastjórnendum, við setjum börn í einangrun eins og áður og sóttkví, en þær reglur eru líka orðnar mjög umfangsmiklar. Það eru margir sem falla undir þetta og við erum alltaf með það í skoðun hvort við getum ekki endurskoðað þessar reglur á þann hátt að við séum ekki að taka óþarfa áhættu. Það er sífellt til skoðunar,” segir Þórólfur og bendir í því samhengi á breytingar sem gerðar voru á sýnatökum barna í gær, en framvegis verða einungis tekin munnsýni úr börnum undir átta ára aldri. Landspítalinn hyggst kynna nýtt spálíkan um hugsanlegan fjölda innlagna í dag. Þórólfur segir að forsendurnar séu svipaðar og í því fyrra, en samkvæmt því var innlagnafjöldi í samræmi við bjartsýnustu spár. Hann segir spálíkanið þó öllu svartsýnna núna. „Með þessu spálíkani erum við fyrir ofan línuna, eða svona líklegustu spá, þannig að maður þarf alltaf að túlka þessi spálíkön varlega því þau eru ekki raunveruleikinn. Spáin gefur okkur aðeins innsýn í hvað gæti verið í vændum, en við erum samkvæmt nýja spálíkaninu yfir meðaltalinu,” segir hann. „Það er heldur verra en hitt en ég held að það megi ekki túlka það þannig að útlitið sé eitthvað svart í sjálfu sér. Við þurfum bara að horfa á rauntölurnar og hvernig þær eru og túlka spálíkanið út frá því.” Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira
1.383 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær og 66 á landamærunum. 39 eru á sjúkrahúsi með Covid19 en voru 46 í gær. Þrír eru á gjörgæslu en voru sjö í gær. Þá eru ríflega 22 þúsund manns í einangrun eða sóttkví. „Þetta eru næsthæstu smittölur sem við höfum séð til þessa. Þannig að þetta eru kannski ekkert óvænt miðað við tölur helgarinnar en þetta er svona kannski á svipuðu róli,” segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Hann segir að það sé stöðugt í skoðun hvernig hægt sé að gera heimsfaraldurinn eins lítið íþyngjandi fyrir börn eins og hægt er, að öðru leyti sé ekki brugðist sérstaklega við þessum mikla fjölda barna sem séu að smitast. „Við erum ekkert að bregðast öðruvísi við en að gera rakningu í skólum með skólastjórnendum, við setjum börn í einangrun eins og áður og sóttkví, en þær reglur eru líka orðnar mjög umfangsmiklar. Það eru margir sem falla undir þetta og við erum alltaf með það í skoðun hvort við getum ekki endurskoðað þessar reglur á þann hátt að við séum ekki að taka óþarfa áhættu. Það er sífellt til skoðunar,” segir Þórólfur og bendir í því samhengi á breytingar sem gerðar voru á sýnatökum barna í gær, en framvegis verða einungis tekin munnsýni úr börnum undir átta ára aldri. Landspítalinn hyggst kynna nýtt spálíkan um hugsanlegan fjölda innlagna í dag. Þórólfur segir að forsendurnar séu svipaðar og í því fyrra, en samkvæmt því var innlagnafjöldi í samræmi við bjartsýnustu spár. Hann segir spálíkanið þó öllu svartsýnna núna. „Með þessu spálíkani erum við fyrir ofan línuna, eða svona líklegustu spá, þannig að maður þarf alltaf að túlka þessi spálíkön varlega því þau eru ekki raunveruleikinn. Spáin gefur okkur aðeins innsýn í hvað gæti verið í vændum, en við erum samkvæmt nýja spálíkaninu yfir meðaltalinu,” segir hann. „Það er heldur verra en hitt en ég held að það megi ekki túlka það þannig að útlitið sé eitthvað svart í sjálfu sér. Við þurfum bara að horfa á rauntölurnar og hvernig þær eru og túlka spálíkanið út frá því.”
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Fleiri fréttir Vont veður geti stytt tíma til rýmingar Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Sjá meira