Segir ekki standa til að stækka starfsemi Ísteka þrátt fyrir leyfi Umhverfisstofnunar Fanndís Birna Logadóttir skrifar 18. janúar 2022 13:30 Arnþór Guðlaugsson Framkvæmdastjóri Ísteka segir að þau hafi engin áform um stækkun starfseminnar þrátt fyrir að nýútgefið starfsleyfi Umhverfisstofnunar geri ráð fyrir því. Hann hafnar því að Ísteka stefni á að allt að fjórfalda starfsemi sína og segir það ekki raunhæft á þessum tíma. Umhverfisstofnun hefur veitt Ísteka starfsleyfi til 13. janúar 2038 en í heild bárust á þriðja hundruð umsagna um starfsleyfistillöguna, sem auglýst var í fyrra. Umsagnirnar sneru flestar að öflun blóðs úr fylfullum merum, sem Ísteka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB birtu myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku. Umhverfisstofnun ítrekar þó að starfsleyfið varði aðeins lyfjaframleiðslu í tilgreindri starfsstöð rekstraraðila og nær ekki til birgja eða öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með. Starfsleyfið gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt að 20 kíló á ári af lyfjaefni úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa. Ísteka framleiðir sem stendur tíu kíló af frjósemislyfirnu eCG og er því um að ræða tvöföldun á starfseminni. Erfitt að stækka mikið meira Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, segir þó að engin raunhæf áform um stækkun starfseminnar séu á teikniborðinu. Tölurnar sem Umhverfisstofnun vísar til séu aðeins hámarksafkastageta verksmiðja. „Staðan í dag í fjöldatölum er sú að síðustu tíu fimmtán árin höfum verið að stækka innan mengis stóðhryssa á Íslandi, það mengi hefur hvorki stækkað né minnkað mikið seinustu tíu, fimmtán árin,“ segir Arnþór. „Hins vegar höfum við verið að stækka innan þess og nú er svo komið að við erum að nýta flestar stóðhryssur á landinu,“ segir hann enn fremur. Hann segir auðvelt að stækka inni í ákveðnu mengi en segir þau ekki sjá fyrir sér að það yrði auðvelt að stækka mikið meira utan þess. „Það hefur verið talað um það í fjölmiðlum að við viljum stækka tvöfalt, þrefalt eða fjórfalt, það er ekki rétt. Við höfum ekkert á móti því að stækka en við sjáum ekki fyrir okkur að það geti raungerst,“ segir Arnþór. Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57 Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Umhverfisstofnun hefur veitt Ísteka starfsleyfi til 13. janúar 2038 en í heild bárust á þriðja hundruð umsagna um starfsleyfistillöguna, sem auglýst var í fyrra. Umsagnirnar sneru flestar að öflun blóðs úr fylfullum merum, sem Ísteka hefur hlotið mikla gagnrýni fyrir eftir að alþjóðlegu dýraverndarsamtökin AWF/TSB birtu myndband um kaldranalega meðferð hryssa við blóðtöku. Umhverfisstofnun ítrekar þó að starfsleyfið varði aðeins lyfjaframleiðslu í tilgreindri starfsstöð rekstraraðila og nær ekki til birgja eða öflunar blóðs þess er rekstraraðili vinnur með. Starfsleyfið gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt að 20 kíló á ári af lyfjaefni úr allt að 600 tonnum af blóði hryssa. Ísteka framleiðir sem stendur tíu kíló af frjósemislyfirnu eCG og er því um að ræða tvöföldun á starfseminni. Erfitt að stækka mikið meira Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, segir þó að engin raunhæf áform um stækkun starfseminnar séu á teikniborðinu. Tölurnar sem Umhverfisstofnun vísar til séu aðeins hámarksafkastageta verksmiðja. „Staðan í dag í fjöldatölum er sú að síðustu tíu fimmtán árin höfum verið að stækka innan mengis stóðhryssa á Íslandi, það mengi hefur hvorki stækkað né minnkað mikið seinustu tíu, fimmtán árin,“ segir Arnþór. „Hins vegar höfum við verið að stækka innan þess og nú er svo komið að við erum að nýta flestar stóðhryssur á landinu,“ segir hann enn fremur. Hann segir auðvelt að stækka inni í ákveðnu mengi en segir þau ekki sjá fyrir sér að það yrði auðvelt að stækka mikið meira utan þess. „Það hefur verið talað um það í fjölmiðlum að við viljum stækka tvöfalt, þrefalt eða fjórfalt, það er ekki rétt. Við höfum ekkert á móti því að stækka en við sjáum ekki fyrir okkur að það geti raungerst,“ segir Arnþór.
Hestar Blóðmerahald Dýraheilbrigði Tengdar fréttir MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57 Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10 Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09 Mest lesið Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Innlent Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Innlent Fleiri fréttir Reykjsprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
MAST lýkur rannsókn á meðferð blóðtökuhryssa og vísar til lögreglu Matvælastofnun (MAST) hefur lokið rannsókn sinni á meintri illri meðferð á blóðtökuhryssum sem sást í myndbandi sem birt var af erlendum dýraverndunarsamtökum. Hefur málinu nú verið vísað til lögreglu ásamt fyrirliggjandi gögnum. 7. janúar 2022 14:57
Koma upp eftirlitsmyndavélum hjá blóðbændum Framkvæmdastjóri Ísteka segir að líftæknifyrirtækið hafi nú hrint af stað umbótaáætlun vegna frétta sem komu fram í síðasta mánuði um illa meðferð á blóðmerum. Framvegis verði tekið upp myndavélaeftirlit hjá blóðbændum sem fyrirtækið skiptir við og þá ætli Ísteka sér að auka fræðslu til bænda. 19. desember 2021 21:10
Segir traustið til Ísteka brostið Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. 26. nóvember 2021 17:09