Neymar sannfærður um að Netflix myndin breyti skoðun margra á honum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. janúar 2022 10:31 Neymar yngri fagnar sigri með liði Paris Saint Germain þar sem hann hefur spilað undanfarin ár. EPA-EFE/YOAN VALAT Brasilíski knattspyrnumaðurinn Neymar er frábær leikmaður en kannski orðinn þekktari fyrir leikaraskap heldur en snilli sína inn á vellinum. Neymar hefur spilað með stórliðum Barcelona og Paris Saint Germain á ferli sínum í Evrópu og er nú sjö mörkum frá því að jafna markamet Pele með brasilíska landsliðinu. Auk þess að rúlla sér á spjöld sögunnar sem einn mesti leikari fótboltaheimsins þá hefur Neymar einnig verið gagnrýndur fyrir mikil partýhöld utan vallar. Orðspor hans er því ekki eins og það ætti að vera fyrir leikmann í hans gæðaflokki. Neymar has told ESPN he is hopeful the upcoming Netflix documentary about his life will help people get to know him and like him better.https://t.co/GnGGEaSPeN#Football #ESPNCaribbean pic.twitter.com/Nfs2cNsmVU— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) January 18, 2022 Í nýju viðtali við ESPN talar Neymar um orðspor sitt og að hann fái í nýrri heimildarmynd tækifæri til að breyta skoðun margra á sér. Heimildamyndir heitir "The Perfect Chaos" og er í þremur hlutum. Þar er sérstaklega skoðað líf Paris Saint-Germain stjörnunnar utan vallar auk þess að fylgjast með vinnu föður hans í markaðsmálum. „Þau sem þekkja mig, vita hver ég er og hvað skiptir mig máli,“ sagði Neymar í viðtali við ESPN. „Fyrir þá sem þekkja mig ekki og eru bara að segja slæma hluti um mig þá hlusta ég ekki á þá. Ég vona samt að þeir muni horfa á heimildarmyndina og vonandi mun það breyta skoðun þeirra á mér og ímyndinni sem þeir hafa af mér. Ég vonast eftir því að þeir geti lært að líka aðeins um mig þó að það væri ekki nema örlítið,“ sagði Neymar. Hinn 29 ára gamli Neymar segir nafn heimildarmyndarinnar táknrænt fyrir hvernig lífið hans er en það er fullkomin ringulreið að hans mati. „Það er ringulreið af því að lífið mitt hefur alltaf verið þannig. Meira að segja síðan ég var sex mánaða. Þá lenti ég í slysi með foreldrum mínum og þá byrjaði ringulreiðin. Við náðum okkur og ég slapp alveg. Svo varð ég fótboltamaður. Það eru auðvitað mjög ánægjulega stundir en það er mikið af ringulreið í mínu lífi“ sagði Neymar. „Ég tel að ég sé orðinn sterkur núna. Ég er sterkur maður, ekki líkamlega en í hausnum af því ég þarf að glíma við svo mikla pressu, af því hver ég er, hvernig ég spila og af því að ég er Brasilíumaður. Ég er sterkur í hausnum núna og hef unnið mikið í því að komast þangað. Það sem er líka gott við mig er að ég get ekki bara spilað fótbolta heldur hef ég líka einbeitt mér að minni andlegu heilsu“ sagði Neymar. "It's my life. I won't stop just to please you." @neymarjr is an international sports icon but that's just the beginning. There's much more to his story.Neymar: The Perfect Chaos by @netflix & @uninterrupted is coming Jan. 25th.#NeymarNetflix #MoreThanAnAthlete pic.twitter.com/D9O2Z7eoYS— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) January 11, 2022 Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira
Neymar hefur spilað með stórliðum Barcelona og Paris Saint Germain á ferli sínum í Evrópu og er nú sjö mörkum frá því að jafna markamet Pele með brasilíska landsliðinu. Auk þess að rúlla sér á spjöld sögunnar sem einn mesti leikari fótboltaheimsins þá hefur Neymar einnig verið gagnrýndur fyrir mikil partýhöld utan vallar. Orðspor hans er því ekki eins og það ætti að vera fyrir leikmann í hans gæðaflokki. Neymar has told ESPN he is hopeful the upcoming Netflix documentary about his life will help people get to know him and like him better.https://t.co/GnGGEaSPeN#Football #ESPNCaribbean pic.twitter.com/Nfs2cNsmVU— ESPN Caribbean (@ESPN_Caribbean) January 18, 2022 Í nýju viðtali við ESPN talar Neymar um orðspor sitt og að hann fái í nýrri heimildarmynd tækifæri til að breyta skoðun margra á sér. Heimildamyndir heitir "The Perfect Chaos" og er í þremur hlutum. Þar er sérstaklega skoðað líf Paris Saint-Germain stjörnunnar utan vallar auk þess að fylgjast með vinnu föður hans í markaðsmálum. „Þau sem þekkja mig, vita hver ég er og hvað skiptir mig máli,“ sagði Neymar í viðtali við ESPN. „Fyrir þá sem þekkja mig ekki og eru bara að segja slæma hluti um mig þá hlusta ég ekki á þá. Ég vona samt að þeir muni horfa á heimildarmyndina og vonandi mun það breyta skoðun þeirra á mér og ímyndinni sem þeir hafa af mér. Ég vonast eftir því að þeir geti lært að líka aðeins um mig þó að það væri ekki nema örlítið,“ sagði Neymar. Hinn 29 ára gamli Neymar segir nafn heimildarmyndarinnar táknrænt fyrir hvernig lífið hans er en það er fullkomin ringulreið að hans mati. „Það er ringulreið af því að lífið mitt hefur alltaf verið þannig. Meira að segja síðan ég var sex mánaða. Þá lenti ég í slysi með foreldrum mínum og þá byrjaði ringulreiðin. Við náðum okkur og ég slapp alveg. Svo varð ég fótboltamaður. Það eru auðvitað mjög ánægjulega stundir en það er mikið af ringulreið í mínu lífi“ sagði Neymar. „Ég tel að ég sé orðinn sterkur núna. Ég er sterkur maður, ekki líkamlega en í hausnum af því ég þarf að glíma við svo mikla pressu, af því hver ég er, hvernig ég spila og af því að ég er Brasilíumaður. Ég er sterkur í hausnum núna og hef unnið mikið í því að komast þangað. Það sem er líka gott við mig er að ég get ekki bara spilað fótbolta heldur hef ég líka einbeitt mér að minni andlegu heilsu“ sagði Neymar. "It's my life. I won't stop just to please you." @neymarjr is an international sports icon but that's just the beginning. There's much more to his story.Neymar: The Perfect Chaos by @netflix & @uninterrupted is coming Jan. 25th.#NeymarNetflix #MoreThanAnAthlete pic.twitter.com/D9O2Z7eoYS— UNINTERRUPTED (@uninterrupted) January 11, 2022
Franski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla HM 2022 í Katar Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Sjá meira