Flokkum og skilum Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 19. janúar 2022 09:31 Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar, GAJU, markar tímamót í umhverfismálum á Íslandi og er eitt stærsta umhverfisverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Stöðin er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þar fer fram endurnýting á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi sem er breytt í moltu og metan. Afköst stöðvarinnar í fullri virkni jafngilda því að mörg þúsund bensín – og díselbílar verði teknir úr umferð sem hefur mikil áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar þá eru nú í byrjun árs 2022 tæpir 190 þúsund bensínbílar á skrá og 140 þúsund dísilbílar. Við þennan jákvæða útreikning bætist svo notkun á metangasi sem er dælt af gamla urðunarstaðnum á Álfsnesi. Um 80% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og er stöðin því stórt skref í þá átt að koma umhverfismálum höfuðborgarsvæðisins í lag. Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi nú um áramótin verður öll urðun bönnuð á lífrænum úrgangi í lok árs 2023. Í dag er SORPA bs orðin uppvinnslufyrirtæki sem kemur úrgangi í endurvinnslu og áframhaldandi notkun í stað þess að urða ofan í holu á Álfsnesi. Þeirri sögu lýkur brátt. Kolefnissparnaður Tilgangur GAJU var frá upphafi að stuðla að því að geta hætt urðun lífræns úrgangs og um leið spara tugi þúsunda tonna af koltvísýringi árlega. Stöðin breytir heimilissorpi eða lífrænum úrgangi í metangas og moltu sem eru jákvæðar afurðir stöðvarinnar sem mun nýtast samfélaginu og eru vísir í átt að hringrásarhagkerfinu. Þess skal þó getið að stöðin var ekki byggð til þess eins að framleiða metangas og moltu - hún var byggð til að hætta urðun úrgangs samkvæmt Evróputilskipun og kröfum Umhverfisstofnunar. Söfnun á lífrænum úrgangi Sveitarfélögin sem standa að SORPU hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við sérsöfnun og samræmingu á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og þótt fyrr hefði verið. Íbúar vilja leggja sitt af mörkum í þágu umhverfisins og flokka allan heimilisúrgang. Fyrirtæki verða einnig að taka þátt og sýna samfélagslega ábyrgð og flokka sinn úrgang. Því betur sem heimilin og fyrirtækin flokka því minni verður kostnaðurinn. Betri flokkun skilar svo hreinni moltu til baka sem uppfyllir kröfur um hreinleika. Gæði moltunnar verða tengd gæðum flokkunar sem við höfuðborgarbúar ætlum að tileinka okkur næstu árin. Í dag er úrgangurinn auðlind sem þarf að halda áfram inní hringrásinni og lágmarkar skaða í umhverfinu. Hringrásarhagkerfið í virkni Metangasið frá GAJU má nota á bifreiðar en einnig má framleiða úr því rafmagn, það má vökvagera það (Liquid Bio Gas) og nýta á flutningabíla eða skip, það má selja það til iðnaðarnota og það má flytja það út og selja sem lífrænt gas. Þess má geta að fyrirtæki á borð við Te og Kaffi og Malbiksstöðina ehf. ætla að hefja fulla notkun á metangasi sem er umhverfisvænn orkugjafi unninn úr lífrænum úrgangi GAJU. Hingað til hefur Te & Kaffi líkt og flest önnur kaffifyrirtæki ristað sitt kaffi við própangas sem er jarðefnaeldsneyti. Metangasið er af allt öðrum toga og er 100% umhverfisvænn orkugjafi. Lokum hringnum Markmið SORPU bs er að er að taka á móti úrgangi til endurnota, endurvinnslu eða endurnýtingar. Úrgangi þarf að koma í réttan farveg en ennþá þarf að flytja brennanlegan úrgang í brennslustöðvar erlendis. Um er að ræða óvirkan úrgang sem er ekki er hægt að endurnýta meir og má alls ekki fara í GAJU. Til að loka hringnum og taka næsta stóra skref þarf að byggja brennslustöð en þar er um háar upphæðir að ræða og yrði ríkið að koma að slíkri fjárfestingu. Búið að vinna skýrslu um hvað slík stöð muni kosta og hvar sé best að staðsetja hana. Til að nefna í lokin að þá höfum við Mosfellingar lagt okkar að mörkum og umborið stærsta urðunarstað landsins í bakgarðinum hjá okkur í 25 ár með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa. Því er nú að ljúka sem betur fer. Eins og við viljum stuðla að hreinu umhverfi og skiljum mikilvægi brennslustöðvar að þá leggjum við Mosfellingar mikla áherslu á það að brennslustöð verði ekki staðsett í Álfsnesi nema það sé algjörlega tryggt að hún valdi engri umhverfis- eða sjónmengun fyrir íbúa í Mosfellsbæ. Mosfellsbær mun ekki samþykkja að setja niður sorpbrennslustöð í Álfsnesi ef það veldur íbúum óþægindum. En brennslustöð þarf að byggja til að loka hringnum og ég er viss um að hægt að finna hentugan stað fyrir slíka starfsemi til framtíðar í góðri sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi og fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu sem býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Mosfellsbær Sorpa Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar, GAJU, markar tímamót í umhverfismálum á Íslandi og er eitt stærsta umhverfisverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Stöðin er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þar fer fram endurnýting á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi sem er breytt í moltu og metan. Afköst stöðvarinnar í fullri virkni jafngilda því að mörg þúsund bensín – og díselbílar verði teknir úr umferð sem hefur mikil áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar þá eru nú í byrjun árs 2022 tæpir 190 þúsund bensínbílar á skrá og 140 þúsund dísilbílar. Við þennan jákvæða útreikning bætist svo notkun á metangasi sem er dælt af gamla urðunarstaðnum á Álfsnesi. Um 80% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og er stöðin því stórt skref í þá átt að koma umhverfismálum höfuðborgarsvæðisins í lag. Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi nú um áramótin verður öll urðun bönnuð á lífrænum úrgangi í lok árs 2023. Í dag er SORPA bs orðin uppvinnslufyrirtæki sem kemur úrgangi í endurvinnslu og áframhaldandi notkun í stað þess að urða ofan í holu á Álfsnesi. Þeirri sögu lýkur brátt. Kolefnissparnaður Tilgangur GAJU var frá upphafi að stuðla að því að geta hætt urðun lífræns úrgangs og um leið spara tugi þúsunda tonna af koltvísýringi árlega. Stöðin breytir heimilissorpi eða lífrænum úrgangi í metangas og moltu sem eru jákvæðar afurðir stöðvarinnar sem mun nýtast samfélaginu og eru vísir í átt að hringrásarhagkerfinu. Þess skal þó getið að stöðin var ekki byggð til þess eins að framleiða metangas og moltu - hún var byggð til að hætta urðun úrgangs samkvæmt Evróputilskipun og kröfum Umhverfisstofnunar. Söfnun á lífrænum úrgangi Sveitarfélögin sem standa að SORPU hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við sérsöfnun og samræmingu á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og þótt fyrr hefði verið. Íbúar vilja leggja sitt af mörkum í þágu umhverfisins og flokka allan heimilisúrgang. Fyrirtæki verða einnig að taka þátt og sýna samfélagslega ábyrgð og flokka sinn úrgang. Því betur sem heimilin og fyrirtækin flokka því minni verður kostnaðurinn. Betri flokkun skilar svo hreinni moltu til baka sem uppfyllir kröfur um hreinleika. Gæði moltunnar verða tengd gæðum flokkunar sem við höfuðborgarbúar ætlum að tileinka okkur næstu árin. Í dag er úrgangurinn auðlind sem þarf að halda áfram inní hringrásinni og lágmarkar skaða í umhverfinu. Hringrásarhagkerfið í virkni Metangasið frá GAJU má nota á bifreiðar en einnig má framleiða úr því rafmagn, það má vökvagera það (Liquid Bio Gas) og nýta á flutningabíla eða skip, það má selja það til iðnaðarnota og það má flytja það út og selja sem lífrænt gas. Þess má geta að fyrirtæki á borð við Te og Kaffi og Malbiksstöðina ehf. ætla að hefja fulla notkun á metangasi sem er umhverfisvænn orkugjafi unninn úr lífrænum úrgangi GAJU. Hingað til hefur Te & Kaffi líkt og flest önnur kaffifyrirtæki ristað sitt kaffi við própangas sem er jarðefnaeldsneyti. Metangasið er af allt öðrum toga og er 100% umhverfisvænn orkugjafi. Lokum hringnum Markmið SORPU bs er að er að taka á móti úrgangi til endurnota, endurvinnslu eða endurnýtingar. Úrgangi þarf að koma í réttan farveg en ennþá þarf að flytja brennanlegan úrgang í brennslustöðvar erlendis. Um er að ræða óvirkan úrgang sem er ekki er hægt að endurnýta meir og má alls ekki fara í GAJU. Til að loka hringnum og taka næsta stóra skref þarf að byggja brennslustöð en þar er um háar upphæðir að ræða og yrði ríkið að koma að slíkri fjárfestingu. Búið að vinna skýrslu um hvað slík stöð muni kosta og hvar sé best að staðsetja hana. Til að nefna í lokin að þá höfum við Mosfellingar lagt okkar að mörkum og umborið stærsta urðunarstað landsins í bakgarðinum hjá okkur í 25 ár með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa. Því er nú að ljúka sem betur fer. Eins og við viljum stuðla að hreinu umhverfi og skiljum mikilvægi brennslustöðvar að þá leggjum við Mosfellingar mikla áherslu á það að brennslustöð verði ekki staðsett í Álfsnesi nema það sé algjörlega tryggt að hún valdi engri umhverfis- eða sjónmengun fyrir íbúa í Mosfellsbæ. Mosfellsbær mun ekki samþykkja að setja niður sorpbrennslustöð í Álfsnesi ef það veldur íbúum óþægindum. En brennslustöð þarf að byggja til að loka hringnum og ég er viss um að hægt að finna hentugan stað fyrir slíka starfsemi til framtíðar í góðri sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi og fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu sem býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun