Flokkum og skilum Kolbrún G. Þorsteinsdóttir skrifar 19. janúar 2022 09:31 Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar, GAJU, markar tímamót í umhverfismálum á Íslandi og er eitt stærsta umhverfisverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Stöðin er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þar fer fram endurnýting á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi sem er breytt í moltu og metan. Afköst stöðvarinnar í fullri virkni jafngilda því að mörg þúsund bensín – og díselbílar verði teknir úr umferð sem hefur mikil áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar þá eru nú í byrjun árs 2022 tæpir 190 þúsund bensínbílar á skrá og 140 þúsund dísilbílar. Við þennan jákvæða útreikning bætist svo notkun á metangasi sem er dælt af gamla urðunarstaðnum á Álfsnesi. Um 80% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og er stöðin því stórt skref í þá átt að koma umhverfismálum höfuðborgarsvæðisins í lag. Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi nú um áramótin verður öll urðun bönnuð á lífrænum úrgangi í lok árs 2023. Í dag er SORPA bs orðin uppvinnslufyrirtæki sem kemur úrgangi í endurvinnslu og áframhaldandi notkun í stað þess að urða ofan í holu á Álfsnesi. Þeirri sögu lýkur brátt. Kolefnissparnaður Tilgangur GAJU var frá upphafi að stuðla að því að geta hætt urðun lífræns úrgangs og um leið spara tugi þúsunda tonna af koltvísýringi árlega. Stöðin breytir heimilissorpi eða lífrænum úrgangi í metangas og moltu sem eru jákvæðar afurðir stöðvarinnar sem mun nýtast samfélaginu og eru vísir í átt að hringrásarhagkerfinu. Þess skal þó getið að stöðin var ekki byggð til þess eins að framleiða metangas og moltu - hún var byggð til að hætta urðun úrgangs samkvæmt Evróputilskipun og kröfum Umhverfisstofnunar. Söfnun á lífrænum úrgangi Sveitarfélögin sem standa að SORPU hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við sérsöfnun og samræmingu á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og þótt fyrr hefði verið. Íbúar vilja leggja sitt af mörkum í þágu umhverfisins og flokka allan heimilisúrgang. Fyrirtæki verða einnig að taka þátt og sýna samfélagslega ábyrgð og flokka sinn úrgang. Því betur sem heimilin og fyrirtækin flokka því minni verður kostnaðurinn. Betri flokkun skilar svo hreinni moltu til baka sem uppfyllir kröfur um hreinleika. Gæði moltunnar verða tengd gæðum flokkunar sem við höfuðborgarbúar ætlum að tileinka okkur næstu árin. Í dag er úrgangurinn auðlind sem þarf að halda áfram inní hringrásinni og lágmarkar skaða í umhverfinu. Hringrásarhagkerfið í virkni Metangasið frá GAJU má nota á bifreiðar en einnig má framleiða úr því rafmagn, það má vökvagera það (Liquid Bio Gas) og nýta á flutningabíla eða skip, það má selja það til iðnaðarnota og það má flytja það út og selja sem lífrænt gas. Þess má geta að fyrirtæki á borð við Te og Kaffi og Malbiksstöðina ehf. ætla að hefja fulla notkun á metangasi sem er umhverfisvænn orkugjafi unninn úr lífrænum úrgangi GAJU. Hingað til hefur Te & Kaffi líkt og flest önnur kaffifyrirtæki ristað sitt kaffi við própangas sem er jarðefnaeldsneyti. Metangasið er af allt öðrum toga og er 100% umhverfisvænn orkugjafi. Lokum hringnum Markmið SORPU bs er að er að taka á móti úrgangi til endurnota, endurvinnslu eða endurnýtingar. Úrgangi þarf að koma í réttan farveg en ennþá þarf að flytja brennanlegan úrgang í brennslustöðvar erlendis. Um er að ræða óvirkan úrgang sem er ekki er hægt að endurnýta meir og má alls ekki fara í GAJU. Til að loka hringnum og taka næsta stóra skref þarf að byggja brennslustöð en þar er um háar upphæðir að ræða og yrði ríkið að koma að slíkri fjárfestingu. Búið að vinna skýrslu um hvað slík stöð muni kosta og hvar sé best að staðsetja hana. Til að nefna í lokin að þá höfum við Mosfellingar lagt okkar að mörkum og umborið stærsta urðunarstað landsins í bakgarðinum hjá okkur í 25 ár með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa. Því er nú að ljúka sem betur fer. Eins og við viljum stuðla að hreinu umhverfi og skiljum mikilvægi brennslustöðvar að þá leggjum við Mosfellingar mikla áherslu á það að brennslustöð verði ekki staðsett í Álfsnesi nema það sé algjörlega tryggt að hún valdi engri umhverfis- eða sjónmengun fyrir íbúa í Mosfellsbæ. Mosfellsbær mun ekki samþykkja að setja niður sorpbrennslustöð í Álfsnesi ef það veldur íbúum óþægindum. En brennslustöð þarf að byggja til að loka hringnum og ég er viss um að hægt að finna hentugan stað fyrir slíka starfsemi til framtíðar í góðri sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi og fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu sem býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Mosfellsbær Sorpa Mest lesið Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Bankar gegn þjóð Bjarni Jónsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Ekki sprengja börn! Ellen Calmon Skoðun Ein saga af sextíu þúsund Halldór Ísak Ólafsson Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Sjá meira
Bygging gas- og jarðgerðarstöðvarinnar, GAJU, markar tímamót í umhverfismálum á Íslandi og er eitt stærsta umhverfisverkefni sem ráðist hefur verið í hér á landi. Stöðin er í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og þar fer fram endurnýting á forflokkuðum lífrænum heimilisúrgangi sem er breytt í moltu og metan. Afköst stöðvarinnar í fullri virkni jafngilda því að mörg þúsund bensín – og díselbílar verði teknir úr umferð sem hefur mikil áhrif á útblástur gróðurhúsalofttegunda hér á landi. Til samanburðar þá eru nú í byrjun árs 2022 tæpir 190 þúsund bensínbílar á skrá og 140 þúsund dísilbílar. Við þennan jákvæða útreikning bætist svo notkun á metangasi sem er dælt af gamla urðunarstaðnum á Álfsnesi. Um 80% landsmanna búa á höfuðborgarsvæðinu og er stöðin því stórt skref í þá átt að koma umhverfismálum höfuðborgarsvæðisins í lag. Samkvæmt nýjum lögum sem tóku gildi nú um áramótin verður öll urðun bönnuð á lífrænum úrgangi í lok árs 2023. Í dag er SORPA bs orðin uppvinnslufyrirtæki sem kemur úrgangi í endurvinnslu og áframhaldandi notkun í stað þess að urða ofan í holu á Álfsnesi. Þeirri sögu lýkur brátt. Kolefnissparnaður Tilgangur GAJU var frá upphafi að stuðla að því að geta hætt urðun lífræns úrgangs og um leið spara tugi þúsunda tonna af koltvísýringi árlega. Stöðin breytir heimilissorpi eða lífrænum úrgangi í metangas og moltu sem eru jákvæðar afurðir stöðvarinnar sem mun nýtast samfélaginu og eru vísir í átt að hringrásarhagkerfinu. Þess skal þó getið að stöðin var ekki byggð til þess eins að framleiða metangas og moltu - hún var byggð til að hætta urðun úrgangs samkvæmt Evróputilskipun og kröfum Umhverfisstofnunar. Söfnun á lífrænum úrgangi Sveitarfélögin sem standa að SORPU hafa þegar hafið undirbúningsvinnu við sérsöfnun og samræmingu á sorphirðu á höfuðborgarsvæðinu og þótt fyrr hefði verið. Íbúar vilja leggja sitt af mörkum í þágu umhverfisins og flokka allan heimilisúrgang. Fyrirtæki verða einnig að taka þátt og sýna samfélagslega ábyrgð og flokka sinn úrgang. Því betur sem heimilin og fyrirtækin flokka því minni verður kostnaðurinn. Betri flokkun skilar svo hreinni moltu til baka sem uppfyllir kröfur um hreinleika. Gæði moltunnar verða tengd gæðum flokkunar sem við höfuðborgarbúar ætlum að tileinka okkur næstu árin. Í dag er úrgangurinn auðlind sem þarf að halda áfram inní hringrásinni og lágmarkar skaða í umhverfinu. Hringrásarhagkerfið í virkni Metangasið frá GAJU má nota á bifreiðar en einnig má framleiða úr því rafmagn, það má vökvagera það (Liquid Bio Gas) og nýta á flutningabíla eða skip, það má selja það til iðnaðarnota og það má flytja það út og selja sem lífrænt gas. Þess má geta að fyrirtæki á borð við Te og Kaffi og Malbiksstöðina ehf. ætla að hefja fulla notkun á metangasi sem er umhverfisvænn orkugjafi unninn úr lífrænum úrgangi GAJU. Hingað til hefur Te & Kaffi líkt og flest önnur kaffifyrirtæki ristað sitt kaffi við própangas sem er jarðefnaeldsneyti. Metangasið er af allt öðrum toga og er 100% umhverfisvænn orkugjafi. Lokum hringnum Markmið SORPU bs er að er að taka á móti úrgangi til endurnota, endurvinnslu eða endurnýtingar. Úrgangi þarf að koma í réttan farveg en ennþá þarf að flytja brennanlegan úrgang í brennslustöðvar erlendis. Um er að ræða óvirkan úrgang sem er ekki er hægt að endurnýta meir og má alls ekki fara í GAJU. Til að loka hringnum og taka næsta stóra skref þarf að byggja brennslustöð en þar er um háar upphæðir að ræða og yrði ríkið að koma að slíkri fjárfestingu. Búið að vinna skýrslu um hvað slík stöð muni kosta og hvar sé best að staðsetja hana. Til að nefna í lokin að þá höfum við Mosfellingar lagt okkar að mörkum og umborið stærsta urðunarstað landsins í bakgarðinum hjá okkur í 25 ár með tilheyrandi óþægindum fyrir íbúa. Því er nú að ljúka sem betur fer. Eins og við viljum stuðla að hreinu umhverfi og skiljum mikilvægi brennslustöðvar að þá leggjum við Mosfellingar mikla áherslu á það að brennslustöð verði ekki staðsett í Álfsnesi nema það sé algjörlega tryggt að hún valdi engri umhverfis- eða sjónmengun fyrir íbúa í Mosfellsbæ. Mosfellsbær mun ekki samþykkja að setja niður sorpbrennslustöð í Álfsnesi ef það veldur íbúum óþægindum. En brennslustöð þarf að byggja til að loka hringnum og ég er viss um að hægt að finna hentugan stað fyrir slíka starfsemi til framtíðar í góðri sátt. Höfundur er bæjarfulltrúi og fulltrúi Mosfellsbæjar í stjórn Sorpu sem býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Mosfellsbæ.
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun