Sprengingin mældist á jarðskjálftamælum: „Þetta var svaka hvellur“ Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. janúar 2022 22:33 Keyrt er inn í Hvalfjarðargöng. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Íbúar í Hvalfirði urðu varir við einhvers konar sprengingu eða skjálfta skömmu fyrir klukkan hálf sjö í kvöld. Lítill skjálfti mældist á mælum Veðurstofunnar en sprengingin var í raun á vegum byggingafyrirtækisins Borgarvirkis. Sprengingin dularfulla er rædd í Facebook-hópi Íbúa í Kjósarhreppi en þar spyr einn notandi: „Fann einhver fyrir hljóðbylgju frá sprengingu eða einhverju öðru fyrir korteri?“ RÚV greindi fyrst frá. Viðbrögðin hafa ekki látið standa á sér en rúmlega þrjátíu athugasemdir hafa verið skrifaðar við færslu íbúans. Margir virðast hafa orðið varir við dynkinn. „Þetta virkaði frekar eins og verksmiðja hefði sprungið! Hávaði, hljóðbylgjur og húsið gekk í bylgjum,“ skrifar ein í athugasemd og aðrir taka í sama streng. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í upphafi hafi staðan verið óljós. Skjálfti mældist á mælum Veðurstofunnar sem hafði samband við Almannavarnir í kjölfarið. „Það kemur höggbylgja í loftið og svona“ Skömmu eftir klukkan tíu í kvöld fékk Veðurstofa þó ábendingu sem leysti málið. „Við fengum tölvupóst núna rétt fyrir klukkan tíu frá fyrirtækinu Borgarvirki og þeir voru að sprengja á svæðinu,“ segir Bryndís Ýr hjá Veðurstofu Íslands. Framkvæmdir eru á svæðinu og segir Bryndís algengt að slíkar sprengingar mælist á mælum Veðurstofunnar og nefnir sprengingar við uppbyggingu Landspítala sem dæmi. Pétur Ingason hjá Borgarvirki segir að framkvæmdir hafi staðið yfir á Grundartanga. Algengt sé að slíkar sprengingar heyrist og að ekki hafi verið brugðið út af vananum í þetta skipti. „Þetta er bara spurning um það hljóðbært það er og annað, þannig að þetta er ekki neitt neitt. Það er mjög stillt yfir og þá heyrist bara meira. Það kemur höggbylgja í loftið og svona,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu. Borgarvirki var ranglega kalla Borgarverk í fréttinni. Það hefur verið leiðrétt. Eldgos og jarðhræringar Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira
Sprengingin dularfulla er rædd í Facebook-hópi Íbúa í Kjósarhreppi en þar spyr einn notandi: „Fann einhver fyrir hljóðbylgju frá sprengingu eða einhverju öðru fyrir korteri?“ RÚV greindi fyrst frá. Viðbrögðin hafa ekki látið standa á sér en rúmlega þrjátíu athugasemdir hafa verið skrifaðar við færslu íbúans. Margir virðast hafa orðið varir við dynkinn. „Þetta virkaði frekar eins og verksmiðja hefði sprungið! Hávaði, hljóðbylgjur og húsið gekk í bylgjum,“ skrifar ein í athugasemd og aðrir taka í sama streng. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir að í upphafi hafi staðan verið óljós. Skjálfti mældist á mælum Veðurstofunnar sem hafði samband við Almannavarnir í kjölfarið. „Það kemur höggbylgja í loftið og svona“ Skömmu eftir klukkan tíu í kvöld fékk Veðurstofa þó ábendingu sem leysti málið. „Við fengum tölvupóst núna rétt fyrir klukkan tíu frá fyrirtækinu Borgarvirki og þeir voru að sprengja á svæðinu,“ segir Bryndís Ýr hjá Veðurstofu Íslands. Framkvæmdir eru á svæðinu og segir Bryndís algengt að slíkar sprengingar mælist á mælum Veðurstofunnar og nefnir sprengingar við uppbyggingu Landspítala sem dæmi. Pétur Ingason hjá Borgarvirki segir að framkvæmdir hafi staðið yfir á Grundartanga. Algengt sé að slíkar sprengingar heyrist og að ekki hafi verið brugðið út af vananum í þetta skipti. „Þetta er bara spurning um það hljóðbært það er og annað, þannig að þetta er ekki neitt neitt. Það er mjög stillt yfir og þá heyrist bara meira. Það kemur höggbylgja í loftið og svona,“ segir Pétur í samtali við fréttastofu. Borgarvirki var ranglega kalla Borgarverk í fréttinni. Það hefur verið leiðrétt.
Eldgos og jarðhræringar Hvalfjarðarsveit Kjósarhreppur Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Sjá meira