Okrað á almenningi: Spurningarnar sem ráðherra verður að svara Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 21. janúar 2022 12:00 Í gærkvöldi birtist tilkynning frá fyrirtækinu N1 Rafmagn (sem áður hét Íslensk orkumiðlun) þar sem neytendur eru beðnir afsökunar á rafmagnsokrinu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Fyrirtækið ætlar að endurgreiða viðskiptavinum mismuninn á uppgefnu verði og svokölluðum þrautavarataxta – en aðeins síðan í nóvember 2021. Staðreyndin er hins vegar sú að fyrirtækið hefur okrað miklu lengur á heimilum og fyrirtækjum í skjóli þrautavaraleiðarinnar sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til. Ég hef t.d. undir höndum reikning frá því í mars 2021, þar sem fjölskylda er rukkuð um yfir 40 prósentum hærra rafmagnsverð heldur en fyrirtækið hafði auglýst sem almennt verð og gefið upp til Orkustofnunar. Frá þeim tíma og fram í nóvember hafa um átta þúsund einstaklingar og fyrirtæki verið skráð í viðskipti hjá söluaðila raforku til þrautavara, og fyrirtækið þannig okrað á almenningi í skjóli ríkisvaldsins. Orkustofnun var gert viðvart um þetta strax í apríl en ekkert breyttist. Hvers vegna fær allt þetta fólk ekki afsökunarbeiðni og endurgreiðslu vegna ofrukkunarinnar sem átti sér stað í skjóli fyrirkomulagsins sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til? Á vettvangi stjórnsýslu og stjórnmála blasa við aðrar og stærri spurningar. Til dæmis þessar: 1. Hvers vegna ákváðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra (með reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1150/2019) og Orkustofnun (með leiðbeinandi reglum sem hafa verið settar á grundvelli reglugerðarinnar) að veita einu fyrirtæki hlutverk söluaðila raforku til þrautavara án þess að kveðið væri skýrt á um ábyrgð og skyldur fyrirtækisins gagnvart neytendum? 2. Hvers vegna hefur ekki verið gerð sú krafa til söluaðila raforku til þrautavara að fyrirtækið selji öllum viðskiptavinum raforku á tilteknu verði eða verðbili eða að smásöluverð til þrautavaraviðskiptavina fylgi breytingum á heildsölukjörum? 3. Fór fram mat á samkeppnisáhrifum fyrirkomulagsins þegar reglugerðin var sett – eða hvernig samræmist það sjónarmiðum um jafnræði og virka samkeppni að stjórnvöld flytji þúsundir viðskiptavina á ári til eins fyrirtækis á samkeppnismarkaði að neytendum forspurðum? Ég hef lagt fram fyrirspurn um þetta og fleira sem varðar rafmagnsokrið á almenningi til núverandi orkumálaráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Ráðuneyti hans hefur tvær vikur til að svara þessum spurningum og ég mun fylgja málinu eftir á vettvangi þingsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Alþingi Orkumál Verðlag Neytendur Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi birtist tilkynning frá fyrirtækinu N1 Rafmagn (sem áður hét Íslensk orkumiðlun) þar sem neytendur eru beðnir afsökunar á rafmagnsokrinu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Fyrirtækið ætlar að endurgreiða viðskiptavinum mismuninn á uppgefnu verði og svokölluðum þrautavarataxta – en aðeins síðan í nóvember 2021. Staðreyndin er hins vegar sú að fyrirtækið hefur okrað miklu lengur á heimilum og fyrirtækjum í skjóli þrautavaraleiðarinnar sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til. Ég hef t.d. undir höndum reikning frá því í mars 2021, þar sem fjölskylda er rukkuð um yfir 40 prósentum hærra rafmagnsverð heldur en fyrirtækið hafði auglýst sem almennt verð og gefið upp til Orkustofnunar. Frá þeim tíma og fram í nóvember hafa um átta þúsund einstaklingar og fyrirtæki verið skráð í viðskipti hjá söluaðila raforku til þrautavara, og fyrirtækið þannig okrað á almenningi í skjóli ríkisvaldsins. Orkustofnun var gert viðvart um þetta strax í apríl en ekkert breyttist. Hvers vegna fær allt þetta fólk ekki afsökunarbeiðni og endurgreiðslu vegna ofrukkunarinnar sem átti sér stað í skjóli fyrirkomulagsins sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til? Á vettvangi stjórnsýslu og stjórnmála blasa við aðrar og stærri spurningar. Til dæmis þessar: 1. Hvers vegna ákváðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra (með reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1150/2019) og Orkustofnun (með leiðbeinandi reglum sem hafa verið settar á grundvelli reglugerðarinnar) að veita einu fyrirtæki hlutverk söluaðila raforku til þrautavara án þess að kveðið væri skýrt á um ábyrgð og skyldur fyrirtækisins gagnvart neytendum? 2. Hvers vegna hefur ekki verið gerð sú krafa til söluaðila raforku til þrautavara að fyrirtækið selji öllum viðskiptavinum raforku á tilteknu verði eða verðbili eða að smásöluverð til þrautavaraviðskiptavina fylgi breytingum á heildsölukjörum? 3. Fór fram mat á samkeppnisáhrifum fyrirkomulagsins þegar reglugerðin var sett – eða hvernig samræmist það sjónarmiðum um jafnræði og virka samkeppni að stjórnvöld flytji þúsundir viðskiptavina á ári til eins fyrirtækis á samkeppnismarkaði að neytendum forspurðum? Ég hef lagt fram fyrirspurn um þetta og fleira sem varðar rafmagnsokrið á almenningi til núverandi orkumálaráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Ráðuneyti hans hefur tvær vikur til að svara þessum spurningum og ég mun fylgja málinu eftir á vettvangi þingsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun