Birta og Kári ætla sér stóra hluti hjá Heimdalli Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. janúar 2022 14:37 Kári og Birta ætla sér æðstu stöður hjá Heimdalli. Aðsend Birta Karen Tryggvadóttir gefur kost á sér til formennsku í Heimdalli, félags ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík, á aðalfundi félagsins sem haldinn verður þann 27. janúar næstkomandi. Kári Freyr Kristinsson gefur kost á sér í embætti varaformanns. Í tilkynningu frá framboðinu kemur fram að Birta Karen er 21 árs og er á þriðja ári í hagfræði við Háskóla Íslands, hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2019. Birta hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, innan sem og utan flokksins. Hún hefur setið í stjórn Heimdallar síðustu tvö ár og situr nú í framkvæmdastjórn SUS. Auk þess hefur hún tekið virkan þátt í félagsstörfum innan Háskóla Íslands, hún meðal annars sat í ritstjórn Stúdentablaðsins 2019 - 2020, var formaður Ökonomiu - félags hagfræðinema við HÍ 2020 - 2021 og er núverandi forseti Vöku, hagsmunafélags stúdenta. Samhliða námi starfar hún sem aðstoðarkennari innan hagfræðideildar HÍ. Kári Freyr Kristinsson er 19 ára og er á þriðja ári á viðskiptabraut við Verzlunarskóla Íslands. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum félagsstörfum í gegnum tíðina. Í Verzlunarskólanum hefur hann setið í Nemendamótsnefnd og Listafélaginu en í dag gegnir hann embætti forseta Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands. Ásamt því situr hann í stjórn Skrekks. Innan Sjálfstæðisflokksins situr Kári í stjórn SUS. Samhliða þessu hefur hann unnið á fjölmörgum stöðum eins og leikskóla, frístundaheimili og sem jafningjafræðari. Bæði Birta og Kári skipuðu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum og tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. „Framundan eru stór verkefni hjá Heimdalli, sveitarstjórnarkosningar eru framundan og verður það stór áskorun en í þeim felast þó síður ekki tækifæri - tækifæri til að kynna Sjálfstæðisstefnuna fyrir ungu fólki. Framboðið leggur áherslu á að Heimdallur verði vettvangur fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á að kynnast starfi flokksins og vill taka þátt í pólitískri umræðu. Auk þess er starfið ekki síður mikilvægt til að veita kjörnum fulltrúum aðhald og halda grunngildum sjálfstæðisstefnunnar á lofti,“ segir í tilkynningunni. Auk Birtu og Kára bjóða eftirfarandi einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli: Birkir Örn Þorsteinsson, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands Dóra Tómasdóttir, 17 ára nemi við Menntaskólanum í Reykjavík Elísabet Sara Gísladóttir, 18 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Emilíanna Rut Mikaelsdóttir 19 ára stúdent úr Menntaskólanum við Sund Eydís Helga Viðarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Lovísa Ólafsdóttir, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands Magnús Benediktsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Ragnar Snæland, 23 ára og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Salka Sigmarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir, 22 ára og stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands Til viðbótar bjóða fjórir einstaklingar sig fram í varastjórn Almar Máni Þórisson, 17 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Bjarki Guðmundsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Magnús Daði Eyjólfsson, 20 ára og stundar nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands Selma Guðjónsdóttir, 21 árs og stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira
Í tilkynningu frá framboðinu kemur fram að Birta Karen er 21 árs og er á þriðja ári í hagfræði við Háskóla Íslands, hún lauk stúdentsprófi frá Verzlunarskóla Íslands árið 2019. Birta hefur tekið virkan þátt í félagsstörfum, innan sem og utan flokksins. Hún hefur setið í stjórn Heimdallar síðustu tvö ár og situr nú í framkvæmdastjórn SUS. Auk þess hefur hún tekið virkan þátt í félagsstörfum innan Háskóla Íslands, hún meðal annars sat í ritstjórn Stúdentablaðsins 2019 - 2020, var formaður Ökonomiu - félags hagfræðinema við HÍ 2020 - 2021 og er núverandi forseti Vöku, hagsmunafélags stúdenta. Samhliða námi starfar hún sem aðstoðarkennari innan hagfræðideildar HÍ. Kári Freyr Kristinsson er 19 ára og er á þriðja ári á viðskiptabraut við Verzlunarskóla Íslands. Hann hefur tekið þátt í fjölmörgum félagsstörfum í gegnum tíðina. Í Verzlunarskólanum hefur hann setið í Nemendamótsnefnd og Listafélaginu en í dag gegnir hann embætti forseta Nemendafélags Verzlunarskóla Íslands. Ásamt því situr hann í stjórn Skrekks. Innan Sjálfstæðisflokksins situr Kári í stjórn SUS. Samhliða þessu hefur hann unnið á fjölmörgum stöðum eins og leikskóla, frístundaheimili og sem jafningjafræðari. Bæði Birta og Kári skipuðu sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í nýafstöðnum Alþingiskosningum og tóku virkan þátt í kosningabaráttunni. „Framundan eru stór verkefni hjá Heimdalli, sveitarstjórnarkosningar eru framundan og verður það stór áskorun en í þeim felast þó síður ekki tækifæri - tækifæri til að kynna Sjálfstæðisstefnuna fyrir ungu fólki. Framboðið leggur áherslu á að Heimdallur verði vettvangur fyrir ungt fólk sem hefur áhuga á að kynnast starfi flokksins og vill taka þátt í pólitískri umræðu. Auk þess er starfið ekki síður mikilvægt til að veita kjörnum fulltrúum aðhald og halda grunngildum sjálfstæðisstefnunnar á lofti,“ segir í tilkynningunni. Auk Birtu og Kára bjóða eftirfarandi einstaklingar sig fram til stjórnarsetu í Heimdalli: Birkir Örn Þorsteinsson, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands Dóra Tómasdóttir, 17 ára nemi við Menntaskólanum í Reykjavík Elísabet Sara Gísladóttir, 18 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Emilíanna Rut Mikaelsdóttir 19 ára stúdent úr Menntaskólanum við Sund Eydís Helga Viðarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Lovísa Ólafsdóttir, 20 ára og stundar nám í hagfræði við Háskóla Íslands Magnús Benediktsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Ragnar Snæland, 23 ára og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Salka Sigmarsdóttir, 19 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Sigurbjörg Nanna Vignisdóttir, 22 ára og stundar nám í lögfræði við Háskóla Íslands Til viðbótar bjóða fjórir einstaklingar sig fram í varastjórn Almar Máni Þórisson, 17 ára nemi við Verzlunarskóla Íslands Bjarki Guðmundsson, 21 árs og stundar nám í hagfræði við Háskólann í Reykjavík Magnús Daði Eyjólfsson, 20 ára og stundar nám í viðskiptafræði við Háskóla Íslands Selma Guðjónsdóttir, 21 árs og stundar nám í viðskiptafræði við Háskólann í Reykjavík
Sjálfstæðisflokkurinn Reykjavík Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Sjá meira