Peloton og Netflix lækka í virði meðan neysla færist í fyrra horf Samúel Karl Ólason skrifar 21. janúar 2022 15:24 Peloton er sagt ætla að stöðva tímabundið framleiðslu þrekhjóla og hlaupabretta. Getty/Joe Raedle Virði hlutabréfa þrektækjaframleiðandans Peloton hefur hrunið í verði í dag í kjölfar fréttaflutnings um að forsvarsmenn fyrirtækisins ætli sér að draga úr framleiðslu á þrekhjólum, hlaupabrettum og öðrum vegna minnkandi eftirspurnar. John Foley, forstjóri, neitar þessum fregnum en í senn viðurkenni að verið sé að gera breytingar á framleiðslu Peloton. Útlit er fyrir að ástandið sé að færast í eðlilegt horf hjá fyrirtækjum sem hafi gengið vel í faraldri kórónuveirunnar. Eftirspurn eftir vörum Peloton hafði aukist töluvert samhliða samkomutakmörkunum og lokunum líkamsræktarstöðva víða vegan faraldurs kórónuveirunnar. Í frétt CNBC sem birt var í gær var vísað í innri skjöl Peloton en þar á að koma fram að eftirspurn hafi lækkað verulega vegna aukinnar samkeppni og breytinga hjá neytendum. Markmiðið með því að stöðva framleiðslu tímabundið væri að koma böndum á aukinn kostnað fyrirtækisins. Stöðva ætti framleiðslu þrekhjólanna Bike í febrúar og mars og þegar væri búið að stöðva framleiðslu dýrari hjólanna Bike+. Það hefði verið gert í desember og framleiðsla þeirra ætti ekki að hefjast aftur fyrr en í júní. Þá sagði í frétt CNBC að framleiðsla hlaupabrettanna Tread yrði hætt í einn og hálfan mánuð og ekki stæði til að framleiða eitt Tread+ á þessu ári. Hefur lækkað um 85 prósent Í frétt Bloomberg segir að virði hlutabréfa Peloton hafi í kjölfar fréttaflutningsins hrunið um 24 prósent þegar mest var. Frá hátindi þess í faraldrinum hefur virðið lækkað um 85 prósent. Foley, sem er einn stærsti hluthafi Peloton auk þess að vera forstjóri, varð milljarðamæringur (í dölum talið) í september 2020. Auður hans lækkaði þó og fór undir milljarðinn í nóvember í fyrra. Nú er Foley metinn á um 350 milljónir dala. Hann sendi minnisbréf á starfsmenn sína í morgun þar sem hann neitaði því að frétt CNBC væri sönn. Í sama mund viðurkenndi hann að verið væri að gera breytingar á framleiðslu Peloton, samkvæmt frétt USA Today. Einnig hrun hjá Netflix Hlutabréf Netflix hafa einnig hrunið í virði í dag í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs sem vakti litla lukku. Uppgjörið var undir væntingum fjárfesta og við það lækkaði virði hlutabréfa félagsins um 21 prósent. CNBC segir mestu vonbrigðin snúa að því að fjölgun áskrifenda að Netflix hafi þótt lág og náði ekki markmiðum forsvarsmanna streymisveitunnar. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja þetta til marks um að markaðir séu að færast í eðlilegt horf. Fyrirtæki eins og Peloton, Netflix, Zoom og fleiri eigi erfitt með að halda í þann árangur sem náðist þegar fólk var mun meira heima en áður. Víða sé verið að draga úr samkomutakmörkunum og dregið hafi úr heimavinnu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netflix Heilsa Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Útlit er fyrir að ástandið sé að færast í eðlilegt horf hjá fyrirtækjum sem hafi gengið vel í faraldri kórónuveirunnar. Eftirspurn eftir vörum Peloton hafði aukist töluvert samhliða samkomutakmörkunum og lokunum líkamsræktarstöðva víða vegan faraldurs kórónuveirunnar. Í frétt CNBC sem birt var í gær var vísað í innri skjöl Peloton en þar á að koma fram að eftirspurn hafi lækkað verulega vegna aukinnar samkeppni og breytinga hjá neytendum. Markmiðið með því að stöðva framleiðslu tímabundið væri að koma böndum á aukinn kostnað fyrirtækisins. Stöðva ætti framleiðslu þrekhjólanna Bike í febrúar og mars og þegar væri búið að stöðva framleiðslu dýrari hjólanna Bike+. Það hefði verið gert í desember og framleiðsla þeirra ætti ekki að hefjast aftur fyrr en í júní. Þá sagði í frétt CNBC að framleiðsla hlaupabrettanna Tread yrði hætt í einn og hálfan mánuð og ekki stæði til að framleiða eitt Tread+ á þessu ári. Hefur lækkað um 85 prósent Í frétt Bloomberg segir að virði hlutabréfa Peloton hafi í kjölfar fréttaflutningsins hrunið um 24 prósent þegar mest var. Frá hátindi þess í faraldrinum hefur virðið lækkað um 85 prósent. Foley, sem er einn stærsti hluthafi Peloton auk þess að vera forstjóri, varð milljarðamæringur (í dölum talið) í september 2020. Auður hans lækkaði þó og fór undir milljarðinn í nóvember í fyrra. Nú er Foley metinn á um 350 milljónir dala. Hann sendi minnisbréf á starfsmenn sína í morgun þar sem hann neitaði því að frétt CNBC væri sönn. Í sama mund viðurkenndi hann að verið væri að gera breytingar á framleiðslu Peloton, samkvæmt frétt USA Today. Einnig hrun hjá Netflix Hlutabréf Netflix hafa einnig hrunið í virði í dag í kjölfar ársfjórðungsuppgjörs sem vakti litla lukku. Uppgjörið var undir væntingum fjárfesta og við það lækkaði virði hlutabréfa félagsins um 21 prósent. CNBC segir mestu vonbrigðin snúa að því að fjölgun áskrifenda að Netflix hafi þótt lág og náði ekki markmiðum forsvarsmanna streymisveitunnar. Sérfræðingar sem Reuters ræddi við segja þetta til marks um að markaðir séu að færast í eðlilegt horf. Fyrirtæki eins og Peloton, Netflix, Zoom og fleiri eigi erfitt með að halda í þann árangur sem náðist þegar fólk var mun meira heima en áður. Víða sé verið að draga úr samkomutakmörkunum og dregið hafi úr heimavinnu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Netflix Heilsa Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira