Við eigum erindi í Garðabæ Guðfinnur Sigurvinsson skrifar 21. janúar 2022 20:01 Garðabær er nú í hröðum vexti þar sem áherslan er á græn og mannvænleg hverfi. Nærþjónustan verður sífellt meira spennandi og margt til staðar nú sem ekki var fyrir fáeinum árum. Verslun og þjónusta er sömuleiðis að vaxa samhliða byggðinni. Reglulega fæ ég til dæmis skilaboð frá fólki sem situr á Sjálandi nýjum veitingastað í mínu hverfi og nýtur bæði veitinga og útsýnis. Við sjáum þetta líka á Garðatorgi, í Urriðaholti, á Álftanesi og víðar. Nútímafólk vill hverfiskaffihús, lifandi verslun og samkomustaði þar sem hjartað slær. Með öðrum orðum lífsgæði í heimabyggð. Þetta laðar líka að fólk, ekki bara úr nágrannasveitarfélögunum, heldur víðsvegar af landinu. Fólk á erindi í Garðabæ og þannig viljum við hafa það. Áframhaldandi uppbygging Garðatorgs er mitt hjartans mál. Við höfum séð hvernig torgið er tilvalið til mannamóta á sumrin, aðventu og þegar sýnt er beint frá stórum kappleikjum. Nú er brýnt að taka eldri hluta torgsins í gegn og þar eru mjög spennandi valmöguleikar að teiknast upp. Mig dreymir líka um að Vífilsstaðir fái verðugt framtíðarhlutverk og staðurinn endurheimti fyrri reisn. Fjósið við Vífilsstaði leynir á sér og það er minnst einnar messu virði að kanna áhuga ríkisins, sem á Vífilsstaði og læknisbústaðinn gamla, að byggja þar upp t.d. lifandi miðstöð lista- og menningarlífs sem styður vel við nýja byggð í Hnoðraholti og Vetrarmýri ásamt því að njóta nálægðar við Vífilsstaðavatn sem er gönguparadís. Í þessum anda verður sömuleiðis spennandi að vinna áfram með Arnarlandið þar sem fyrirhuguð er nú heilsubyggð með áherslu á náttúru og heilsueflandi þjónustu. Þar verður auk byggðar miðstöð fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilbrigðisþjónustu, þróun og nýsköpun í heilsueflandi starfsemi. Ráðumst í sameiginlegt markaðsátak Enginn er eyland og samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er jafnan af hinu góða. Ég vil því leggja til að við horfum í æ ríkari mæli til þess að styrkja stöðu okkar í markaðslegu tilliti. Ég sé fyrir mér að Garðabær, Kópavogur og Hafnarfjörður geti unnið saman að því að verða eitt markaðssvæði sem er valkostur við verslun og þjónustu í miðborg Reykjavíkur. Ört vaxandi verslun og þjónusta í Garðabæ, aðlaðandi miðbær Hafnarfjarðar, nýjungar í þjónustu á Kársnesinu í Kópavogi og endurbygging Hamraborgar ásamt Smáralind og nágrenni, gerir svæðið allt mjög ákjósanlegt. Tengingar eru góðar hvort sem notast er við almenningssamgöngur eða einkabíl og fjölbreytnin mikil. Af hverju ekki að ráðast í sameiginlegt markaðsátak? Við gætum kynnt fólki hvað er í boði á öllum þessum stöðum þar sem umferðin er greið, næg bílastæði fyrir þau sem það kjósa, gott aðgengi gangandi og hjólandi og minna stress. Svæðið ætti að laða að fólk utan höfuðborgarsvæðisins, því með stuttum bíltúr er hægt að nálgast flest það sama hjá okkur í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi, og jafnvel fleira og betra, en í miðborg Reykjavíkur. Þannig dreifist umferðin betur um höfuðborgarsvæðið og ekki vanþörf á. Við getum gert meira til að efla bæjarbraginn og opnun Menningarhúss er atburður sem ég vil lifa. Ég sé líka mikil tækifæri í Arnarnesvogi fyrir uppbyggingu í sjósporti, eins og kajakróðri, róðrabretti og sjósundi. Við búum vel að opnum, grænum og fallegum svæðum, sannkölluðum náttúruperlum, sem hafa verið friðlýst svo komandi kynslóðir geti þar notið óspilltrar náttúru. Þetta byggir á skýrri hugmyndafræði en Garðabær á Íslandsmet sveitarfélaga í slíkum friðlýsingum en tæplega helmingur bæjarlandsins er friðlýstur. Auk þess að vera heilsueflandi svæði fyrir fólk þá skapar þetta aðlaðandi umgjörð fyrir verslun, þjónustu og hvers kyns afþreyingu. Ég hef metnað og horfi til langrar framtíðar fyrir Garðabæ. Markmiðið er að sveitarfélagið nái kjörstærð með á bilinu 25.000 til 35.000 íbúum þar sem áherslan verði fyrst og fremst á að tryggja bæjarbúum áfram sem best lífsgæði. Við höfum náð góðum árangri því bærinn er eftirsóttur til búsetu og hér er fasteignaverð hátt. Höldum áfram. Á öllum þessum möguleikum og sóknarfærum eigum við að byggja til framtíðar. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Garðabær Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Guðfinnur Sigurvinsson Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Sjá meira
Garðabær er nú í hröðum vexti þar sem áherslan er á græn og mannvænleg hverfi. Nærþjónustan verður sífellt meira spennandi og margt til staðar nú sem ekki var fyrir fáeinum árum. Verslun og þjónusta er sömuleiðis að vaxa samhliða byggðinni. Reglulega fæ ég til dæmis skilaboð frá fólki sem situr á Sjálandi nýjum veitingastað í mínu hverfi og nýtur bæði veitinga og útsýnis. Við sjáum þetta líka á Garðatorgi, í Urriðaholti, á Álftanesi og víðar. Nútímafólk vill hverfiskaffihús, lifandi verslun og samkomustaði þar sem hjartað slær. Með öðrum orðum lífsgæði í heimabyggð. Þetta laðar líka að fólk, ekki bara úr nágrannasveitarfélögunum, heldur víðsvegar af landinu. Fólk á erindi í Garðabæ og þannig viljum við hafa það. Áframhaldandi uppbygging Garðatorgs er mitt hjartans mál. Við höfum séð hvernig torgið er tilvalið til mannamóta á sumrin, aðventu og þegar sýnt er beint frá stórum kappleikjum. Nú er brýnt að taka eldri hluta torgsins í gegn og þar eru mjög spennandi valmöguleikar að teiknast upp. Mig dreymir líka um að Vífilsstaðir fái verðugt framtíðarhlutverk og staðurinn endurheimti fyrri reisn. Fjósið við Vífilsstaði leynir á sér og það er minnst einnar messu virði að kanna áhuga ríkisins, sem á Vífilsstaði og læknisbústaðinn gamla, að byggja þar upp t.d. lifandi miðstöð lista- og menningarlífs sem styður vel við nýja byggð í Hnoðraholti og Vetrarmýri ásamt því að njóta nálægðar við Vífilsstaðavatn sem er gönguparadís. Í þessum anda verður sömuleiðis spennandi að vinna áfram með Arnarlandið þar sem fyrirhuguð er nú heilsubyggð með áherslu á náttúru og heilsueflandi þjónustu. Þar verður auk byggðar miðstöð fyrirtækja sem sérhæfa sig í heilbrigðisþjónustu, þróun og nýsköpun í heilsueflandi starfsemi. Ráðumst í sameiginlegt markaðsátak Enginn er eyland og samstarf sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu er jafnan af hinu góða. Ég vil því leggja til að við horfum í æ ríkari mæli til þess að styrkja stöðu okkar í markaðslegu tilliti. Ég sé fyrir mér að Garðabær, Kópavogur og Hafnarfjörður geti unnið saman að því að verða eitt markaðssvæði sem er valkostur við verslun og þjónustu í miðborg Reykjavíkur. Ört vaxandi verslun og þjónusta í Garðabæ, aðlaðandi miðbær Hafnarfjarðar, nýjungar í þjónustu á Kársnesinu í Kópavogi og endurbygging Hamraborgar ásamt Smáralind og nágrenni, gerir svæðið allt mjög ákjósanlegt. Tengingar eru góðar hvort sem notast er við almenningssamgöngur eða einkabíl og fjölbreytnin mikil. Af hverju ekki að ráðast í sameiginlegt markaðsátak? Við gætum kynnt fólki hvað er í boði á öllum þessum stöðum þar sem umferðin er greið, næg bílastæði fyrir þau sem það kjósa, gott aðgengi gangandi og hjólandi og minna stress. Svæðið ætti að laða að fólk utan höfuðborgarsvæðisins, því með stuttum bíltúr er hægt að nálgast flest það sama hjá okkur í Garðabæ, Hafnarfirði og Kópavogi, og jafnvel fleira og betra, en í miðborg Reykjavíkur. Þannig dreifist umferðin betur um höfuðborgarsvæðið og ekki vanþörf á. Við getum gert meira til að efla bæjarbraginn og opnun Menningarhúss er atburður sem ég vil lifa. Ég sé líka mikil tækifæri í Arnarnesvogi fyrir uppbyggingu í sjósporti, eins og kajakróðri, róðrabretti og sjósundi. Við búum vel að opnum, grænum og fallegum svæðum, sannkölluðum náttúruperlum, sem hafa verið friðlýst svo komandi kynslóðir geti þar notið óspilltrar náttúru. Þetta byggir á skýrri hugmyndafræði en Garðabær á Íslandsmet sveitarfélaga í slíkum friðlýsingum en tæplega helmingur bæjarlandsins er friðlýstur. Auk þess að vera heilsueflandi svæði fyrir fólk þá skapar þetta aðlaðandi umgjörð fyrir verslun, þjónustu og hvers kyns afþreyingu. Ég hef metnað og horfi til langrar framtíðar fyrir Garðabæ. Markmiðið er að sveitarfélagið nái kjörstærð með á bilinu 25.000 til 35.000 íbúum þar sem áherslan verði fyrst og fremst á að tryggja bæjarbúum áfram sem best lífsgæði. Við höfum náð góðum árangri því bærinn er eftirsóttur til búsetu og hér er fasteignaverð hátt. Höldum áfram. Á öllum þessum möguleikum og sóknarfærum eigum við að byggja til framtíðar. Höfundur er varabæjarfulltrúi í Garðabæ og sækist eftir 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun