Turner III: Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttunni Árni Jóhannsson skrifar 21. janúar 2022 22:43 Robert Eugene Turner III átti frábæran leik í liði Stjörnunnar í kvöld. Vísir/Vilhelm Robert Eugene Turner III átti rosalega góðan leik fyrir Stjörnumenn sem lögðu Keflvíkinga að velli í 13. umferð Subway deildar karla fyrir í kvöld. Lokatölur voru 98-95 eftir framlengdan og kaflaskiptan leik. Turner III skoraði 42 stig fyrir sína menn, náði í 15 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Þetta skilar 50 framlagspunktum og það verður að teljast hrikalega góð frammistaða. Hann var spurður að því, í fyrst lagi, hver var munurinn á liðunum í kvöld áður en farið var í hans frammistöðu. Leikurinn var hart leikinn og jafnvel úrslitakeppnis andi sem sveif yfir vötnum. „Ég ber mikla virðingu fyrir Keflavík enda efsta liðið í deildinni og með mjög gott lið. Þegar maður spilar þessa leiki þá verður maður að sýna hjarta og berjast. Liðið okkar getur keppt við hvern sem er og við sýndum það í dag.“ „Þetta var já mjög líkt úrslitakeppni. Í hvert sinn sem tvö lið eins og þessi tvö lið keppa og berjast þá líður manni eins og það er úrslitakeppni. Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttu tveggja liða sem eru góð.“ Þegar talið barst að eigin frammistöðu þá var Robert fullur auðmýktar og benti á hlut þjálfara og liðsfélaga í góðu persónulegu gengi. „Ég kann að meta þegar er tekið eftir góðu frammistöðunum. Þetta snýst samt um að liðið manns treysti manni fyrir boltanum. Ég myndi ekki hafa svona mikið sjálfstraust ef þeir myndu ekki treysta mér en við treystum hvorum öðrum fyrir stóru sóknunum. Ég kann að meta liðið mitt og við vinnum hörðum höndum á hverjum degi. Þjálfarinn gefur mér svo leyfi til að taka stóru skotin og ég kann að meta það traust sem hann sýnir mér.“ Að lokum var Robert spurður út í gengi Stjörnunnar en það hefur verið upp og niður það sem af er tímabili. Eina vikuna vinna þeir Njarðvík, sem er í öðru sæti, en þá næstu kemur tap fyrir ÍR sem var þá í 10. sæti. Hann var spurður að því hvort það til útskýring á þessu. „Þetta er erfið deild. Körfubolti er leikur áhlaupa og öll lið eiga sín áhlaup og maður verður að virða hvern einasta andstæðing. Allir geta tapað og það er kannski útskýring á þessu gengi, þ.e. hversu erfið deildin er. Það skiptir samt ekki máli hvort maður vinnur eða tapar. Maður þarf að mæta í salinn næsta dag og leggja hart að sér. Þetta er hörð barátta og maraþon. Við erum samt tilbúnir í það.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 21. janúar 2022 22:24 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Hann var spurður að því, í fyrst lagi, hver var munurinn á liðunum í kvöld áður en farið var í hans frammistöðu. Leikurinn var hart leikinn og jafnvel úrslitakeppnis andi sem sveif yfir vötnum. „Ég ber mikla virðingu fyrir Keflavík enda efsta liðið í deildinni og með mjög gott lið. Þegar maður spilar þessa leiki þá verður maður að sýna hjarta og berjast. Liðið okkar getur keppt við hvern sem er og við sýndum það í dag.“ „Þetta var já mjög líkt úrslitakeppni. Í hvert sinn sem tvö lið eins og þessi tvö lið keppa og berjast þá líður manni eins og það er úrslitakeppni. Það er blessun að vera hérna og fá að taka þátt í baráttu tveggja liða sem eru góð.“ Þegar talið barst að eigin frammistöðu þá var Robert fullur auðmýktar og benti á hlut þjálfara og liðsfélaga í góðu persónulegu gengi. „Ég kann að meta þegar er tekið eftir góðu frammistöðunum. Þetta snýst samt um að liðið manns treysti manni fyrir boltanum. Ég myndi ekki hafa svona mikið sjálfstraust ef þeir myndu ekki treysta mér en við treystum hvorum öðrum fyrir stóru sóknunum. Ég kann að meta liðið mitt og við vinnum hörðum höndum á hverjum degi. Þjálfarinn gefur mér svo leyfi til að taka stóru skotin og ég kann að meta það traust sem hann sýnir mér.“ Að lokum var Robert spurður út í gengi Stjörnunnar en það hefur verið upp og niður það sem af er tímabili. Eina vikuna vinna þeir Njarðvík, sem er í öðru sæti, en þá næstu kemur tap fyrir ÍR sem var þá í 10. sæti. Hann var spurður að því hvort það til útskýring á þessu. „Þetta er erfið deild. Körfubolti er leikur áhlaupa og öll lið eiga sín áhlaup og maður verður að virða hvern einasta andstæðing. Allir geta tapað og það er kannski útskýring á þessu gengi, þ.e. hversu erfið deildin er. Það skiptir samt ekki máli hvort maður vinnur eða tapar. Maður þarf að mæta í salinn næsta dag og leggja hart að sér. Þetta er hörð barátta og maraþon. Við erum samt tilbúnir í það.“ Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deild karla Stjarnan Tengdar fréttir Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 21. janúar 2022 22:24 Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport Fleiri fréttir Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn Sjá meira
Leik lokið: Stjarnan - Keflavík 98-95 | Stjarnan kláraði toppliðið í framlengingu Stjarnan vann góðan þriggja stiga sigur er liðið tók á móti toppliði Keflavíkur í framlengdum leik í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld. 21. janúar 2022 22:24