Núna eða aldrei? Sabine Leskopf skrifar 22. janúar 2022 09:00 Sveitarstjórnarkosningar eru fram undan og ekki hægt að hlífa fólki við vangaveltum af þessu tagi. Erum við á réttri braut í borginni, þarf að gefa í eða snúa við? Svar mitt er skýrt og kannski einfaldara en ætla mætti. Borgin er nefnilega löngu lögð af stað. Áður fyrr var hún eins og olíuskip, en okkur er ekki aðeins að takast að snúa skipinu við heldur að knýja það með grænni orku! Gráa bílaborgin sem ég kynntist í byrjun 10. áratugarins þegar ég kom fyrst í heimsókn hingað kemur ekki aftur. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar til 2040 er búið að festa borg í sessi sem er lifandi, græn og fyrir fólk sem þarf tækifæri til að njóta sín til fulls. Græna planið okkar snýst um meira en loftslagsmálin þó að þau séu í brennidepli sama hvað hópur fólks reynir að draga úr mikilvægi þeirra. Reykjavíkurborg er orðin meðvituð um þörfina fyrir sjálfbærni, hringrásarhagkerfi og heildarhugsun umhverfismála á öllum sviðum. Við þurfum öll að vinna saman að þeim markmiðum að gera þessa borg lífvænlegri og sjálfbærari. Lítum á nokkur atriði í þessu sambandi: Loftslagsmálin og samgöngurnar – tíminn til að bregðast við er núna, þetta gerum við með grænu borgarskipulagi, þéttingu byggðar og margefldum almenningssamgöngum. Ég hef sjálf búið í mismunandi borgum í heimalandi mínu Þýskalandi. Ég bjó í Giessen á námsárum mínum, lítilli borg með innan við 100 þúsund íbúa. Hún var byggð upp sem bílaborg eftir seinna stríð og var ekki sérlega góður staður að búa á. Yfirvöldum hafði þó tekist að bjarga miðbæjarkjarnanum með göngugötum þangað sem fólk fór þegar það vildi njóta lífsins og kaupa inn. Aldrei dreymdi mig þó eitt augnablik um að setjast þar að. Ég bjó síðan eitt ár í Berlín fyrir um tíu árum, borg sem Íslendingar hópast til að búa í og njóta lífsins um leið. Það eru vissulega margir bílar og hráslagaleg hverfi hér og þar, en það er hægt að komast um allt á hjólum eða með almenningssamgöngum (stundum hvoru tveggja) og menningarlífið blómstrar vegna þess að borgin styður það með ráðum og dáð. Þess vegna flykkist þangað ungt fólk hvaðanæva úr heiminum, vegna þess að því er búið mannvænlegra umhverfi en í mörgum öðrum borgum, stórum sem smáum. Byggðin er þétt en alltaf er bara steinsnar í næsta almenningsgarð eða samgöngur. Reykjavíkurborg hefur líka unnið markvisst að mannréttinda- og jafnréttismálum og tekið þau mjög alvarlega. Stundum heyrir maður einhvern hnussa yfir þessum áherslum, en undanfarin ár sýna okkur betur en nokkru sinni fyrr að ríki, sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki þurfa að taka fast á þessum málum og fylgja eftir. Reykjavík, sem er stærsti vinnustaður landsins, fékk jafnlaunavottun árið 2019 og hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að gera hlut innflytjenda í borgarkerfinu veigameiri og þá ekki einungis í láglaunastörfum. Það er heldur ekki að ástæðulausu, 17% íbúa borgarinnar eru af erlendum uppruna, þetta eru íbúar sem borga hér skatta og skyldur og stuðla að vexti og viðgangi borgarinnar sem annars hefði ekki orðið nema fyrir þeirra tilstilli. Við þurfum að vinna af alefli að því að þessi hópur Reykvíkinga verði ekki útundan og hér myndist lokuð hliðarsamfélög vegna þess að fólkið fær ekki tækifæri. Við þurfum að gera enn betur í skólakerfinu fyrir börnin svo þau nái að mennta sig til fulls en sitji ekki eftir. Það er líka stefnan sem fylgt er, markvisst og af krafti. Velferðarmálin hafa verið tekin föstum tökum í borginni og það er áreiðanlega ekki að ástæðulausu að fólk sem á þjónustu og hjálp þarf að halda leitar til Reykjavíkur. Við þurfum að halda áfram á þeirri vegferð og hjálpa þeim sem minna mega sín og vera tilbúin að taka við skellum eins og varð í plágunni undanfarin ár. Reykjavík hljóp ekki aðeins undir bagga með hinum verst settu, heldur skapaði heilmikla vinnu svo fólk sem hart varð úti gæti séð fyrir sér. Viðbragð borgarinnar kom þannig í veg fyrir mikil félagsleg vandamál sem fylgja atvinnuleysi og aukinni fátækt. Þannig viljum við jafnaðarmenn og -konur vinna, við viljum gera það sem hægt er til að öryggisnet samfélagsins sé fyrir alla. Og það er þannig sem við komum okkur úr upp úr þessum faraldri: með því að búa til samfélag jöfnuðar þar sem öll eru tekin með, innfædd og aðflutt, því við sem búum hér erum öll Reykvíkingar. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar eru fram undan og ekki hægt að hlífa fólki við vangaveltum af þessu tagi. Erum við á réttri braut í borginni, þarf að gefa í eða snúa við? Svar mitt er skýrt og kannski einfaldara en ætla mætti. Borgin er nefnilega löngu lögð af stað. Áður fyrr var hún eins og olíuskip, en okkur er ekki aðeins að takast að snúa skipinu við heldur að knýja það með grænni orku! Gráa bílaborgin sem ég kynntist í byrjun 10. áratugarins þegar ég kom fyrst í heimsókn hingað kemur ekki aftur. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar til 2040 er búið að festa borg í sessi sem er lifandi, græn og fyrir fólk sem þarf tækifæri til að njóta sín til fulls. Græna planið okkar snýst um meira en loftslagsmálin þó að þau séu í brennidepli sama hvað hópur fólks reynir að draga úr mikilvægi þeirra. Reykjavíkurborg er orðin meðvituð um þörfina fyrir sjálfbærni, hringrásarhagkerfi og heildarhugsun umhverfismála á öllum sviðum. Við þurfum öll að vinna saman að þeim markmiðum að gera þessa borg lífvænlegri og sjálfbærari. Lítum á nokkur atriði í þessu sambandi: Loftslagsmálin og samgöngurnar – tíminn til að bregðast við er núna, þetta gerum við með grænu borgarskipulagi, þéttingu byggðar og margefldum almenningssamgöngum. Ég hef sjálf búið í mismunandi borgum í heimalandi mínu Þýskalandi. Ég bjó í Giessen á námsárum mínum, lítilli borg með innan við 100 þúsund íbúa. Hún var byggð upp sem bílaborg eftir seinna stríð og var ekki sérlega góður staður að búa á. Yfirvöldum hafði þó tekist að bjarga miðbæjarkjarnanum með göngugötum þangað sem fólk fór þegar það vildi njóta lífsins og kaupa inn. Aldrei dreymdi mig þó eitt augnablik um að setjast þar að. Ég bjó síðan eitt ár í Berlín fyrir um tíu árum, borg sem Íslendingar hópast til að búa í og njóta lífsins um leið. Það eru vissulega margir bílar og hráslagaleg hverfi hér og þar, en það er hægt að komast um allt á hjólum eða með almenningssamgöngum (stundum hvoru tveggja) og menningarlífið blómstrar vegna þess að borgin styður það með ráðum og dáð. Þess vegna flykkist þangað ungt fólk hvaðanæva úr heiminum, vegna þess að því er búið mannvænlegra umhverfi en í mörgum öðrum borgum, stórum sem smáum. Byggðin er þétt en alltaf er bara steinsnar í næsta almenningsgarð eða samgöngur. Reykjavíkurborg hefur líka unnið markvisst að mannréttinda- og jafnréttismálum og tekið þau mjög alvarlega. Stundum heyrir maður einhvern hnussa yfir þessum áherslum, en undanfarin ár sýna okkur betur en nokkru sinni fyrr að ríki, sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki þurfa að taka fast á þessum málum og fylgja eftir. Reykjavík, sem er stærsti vinnustaður landsins, fékk jafnlaunavottun árið 2019 og hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að gera hlut innflytjenda í borgarkerfinu veigameiri og þá ekki einungis í láglaunastörfum. Það er heldur ekki að ástæðulausu, 17% íbúa borgarinnar eru af erlendum uppruna, þetta eru íbúar sem borga hér skatta og skyldur og stuðla að vexti og viðgangi borgarinnar sem annars hefði ekki orðið nema fyrir þeirra tilstilli. Við þurfum að vinna af alefli að því að þessi hópur Reykvíkinga verði ekki útundan og hér myndist lokuð hliðarsamfélög vegna þess að fólkið fær ekki tækifæri. Við þurfum að gera enn betur í skólakerfinu fyrir börnin svo þau nái að mennta sig til fulls en sitji ekki eftir. Það er líka stefnan sem fylgt er, markvisst og af krafti. Velferðarmálin hafa verið tekin föstum tökum í borginni og það er áreiðanlega ekki að ástæðulausu að fólk sem á þjónustu og hjálp þarf að halda leitar til Reykjavíkur. Við þurfum að halda áfram á þeirri vegferð og hjálpa þeim sem minna mega sín og vera tilbúin að taka við skellum eins og varð í plágunni undanfarin ár. Reykjavík hljóp ekki aðeins undir bagga með hinum verst settu, heldur skapaði heilmikla vinnu svo fólk sem hart varð úti gæti séð fyrir sér. Viðbragð borgarinnar kom þannig í veg fyrir mikil félagsleg vandamál sem fylgja atvinnuleysi og aukinni fátækt. Þannig viljum við jafnaðarmenn og -konur vinna, við viljum gera það sem hægt er til að öryggisnet samfélagsins sé fyrir alla. Og það er þannig sem við komum okkur úr upp úr þessum faraldri: með því að búa til samfélag jöfnuðar þar sem öll eru tekin með, innfædd og aðflutt, því við sem búum hér erum öll Reykvíkingar. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun