Núna eða aldrei? Sabine Leskopf skrifar 22. janúar 2022 09:00 Sveitarstjórnarkosningar eru fram undan og ekki hægt að hlífa fólki við vangaveltum af þessu tagi. Erum við á réttri braut í borginni, þarf að gefa í eða snúa við? Svar mitt er skýrt og kannski einfaldara en ætla mætti. Borgin er nefnilega löngu lögð af stað. Áður fyrr var hún eins og olíuskip, en okkur er ekki aðeins að takast að snúa skipinu við heldur að knýja það með grænni orku! Gráa bílaborgin sem ég kynntist í byrjun 10. áratugarins þegar ég kom fyrst í heimsókn hingað kemur ekki aftur. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar til 2040 er búið að festa borg í sessi sem er lifandi, græn og fyrir fólk sem þarf tækifæri til að njóta sín til fulls. Græna planið okkar snýst um meira en loftslagsmálin þó að þau séu í brennidepli sama hvað hópur fólks reynir að draga úr mikilvægi þeirra. Reykjavíkurborg er orðin meðvituð um þörfina fyrir sjálfbærni, hringrásarhagkerfi og heildarhugsun umhverfismála á öllum sviðum. Við þurfum öll að vinna saman að þeim markmiðum að gera þessa borg lífvænlegri og sjálfbærari. Lítum á nokkur atriði í þessu sambandi: Loftslagsmálin og samgöngurnar – tíminn til að bregðast við er núna, þetta gerum við með grænu borgarskipulagi, þéttingu byggðar og margefldum almenningssamgöngum. Ég hef sjálf búið í mismunandi borgum í heimalandi mínu Þýskalandi. Ég bjó í Giessen á námsárum mínum, lítilli borg með innan við 100 þúsund íbúa. Hún var byggð upp sem bílaborg eftir seinna stríð og var ekki sérlega góður staður að búa á. Yfirvöldum hafði þó tekist að bjarga miðbæjarkjarnanum með göngugötum þangað sem fólk fór þegar það vildi njóta lífsins og kaupa inn. Aldrei dreymdi mig þó eitt augnablik um að setjast þar að. Ég bjó síðan eitt ár í Berlín fyrir um tíu árum, borg sem Íslendingar hópast til að búa í og njóta lífsins um leið. Það eru vissulega margir bílar og hráslagaleg hverfi hér og þar, en það er hægt að komast um allt á hjólum eða með almenningssamgöngum (stundum hvoru tveggja) og menningarlífið blómstrar vegna þess að borgin styður það með ráðum og dáð. Þess vegna flykkist þangað ungt fólk hvaðanæva úr heiminum, vegna þess að því er búið mannvænlegra umhverfi en í mörgum öðrum borgum, stórum sem smáum. Byggðin er þétt en alltaf er bara steinsnar í næsta almenningsgarð eða samgöngur. Reykjavíkurborg hefur líka unnið markvisst að mannréttinda- og jafnréttismálum og tekið þau mjög alvarlega. Stundum heyrir maður einhvern hnussa yfir þessum áherslum, en undanfarin ár sýna okkur betur en nokkru sinni fyrr að ríki, sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki þurfa að taka fast á þessum málum og fylgja eftir. Reykjavík, sem er stærsti vinnustaður landsins, fékk jafnlaunavottun árið 2019 og hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að gera hlut innflytjenda í borgarkerfinu veigameiri og þá ekki einungis í láglaunastörfum. Það er heldur ekki að ástæðulausu, 17% íbúa borgarinnar eru af erlendum uppruna, þetta eru íbúar sem borga hér skatta og skyldur og stuðla að vexti og viðgangi borgarinnar sem annars hefði ekki orðið nema fyrir þeirra tilstilli. Við þurfum að vinna af alefli að því að þessi hópur Reykvíkinga verði ekki útundan og hér myndist lokuð hliðarsamfélög vegna þess að fólkið fær ekki tækifæri. Við þurfum að gera enn betur í skólakerfinu fyrir börnin svo þau nái að mennta sig til fulls en sitji ekki eftir. Það er líka stefnan sem fylgt er, markvisst og af krafti. Velferðarmálin hafa verið tekin föstum tökum í borginni og það er áreiðanlega ekki að ástæðulausu að fólk sem á þjónustu og hjálp þarf að halda leitar til Reykjavíkur. Við þurfum að halda áfram á þeirri vegferð og hjálpa þeim sem minna mega sín og vera tilbúin að taka við skellum eins og varð í plágunni undanfarin ár. Reykjavík hljóp ekki aðeins undir bagga með hinum verst settu, heldur skapaði heilmikla vinnu svo fólk sem hart varð úti gæti séð fyrir sér. Viðbragð borgarinnar kom þannig í veg fyrir mikil félagsleg vandamál sem fylgja atvinnuleysi og aukinni fátækt. Þannig viljum við jafnaðarmenn og -konur vinna, við viljum gera það sem hægt er til að öryggisnet samfélagsins sé fyrir alla. Og það er þannig sem við komum okkur úr upp úr þessum faraldri: með því að búa til samfélag jöfnuðar þar sem öll eru tekin með, innfædd og aðflutt, því við sem búum hér erum öll Reykvíkingar. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Reykjavík Borgarstjórn Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sveitarstjórnarkosningar eru fram undan og ekki hægt að hlífa fólki við vangaveltum af þessu tagi. Erum við á réttri braut í borginni, þarf að gefa í eða snúa við? Svar mitt er skýrt og kannski einfaldara en ætla mætti. Borgin er nefnilega löngu lögð af stað. Áður fyrr var hún eins og olíuskip, en okkur er ekki aðeins að takast að snúa skipinu við heldur að knýja það með grænni orku! Gráa bílaborgin sem ég kynntist í byrjun 10. áratugarins þegar ég kom fyrst í heimsókn hingað kemur ekki aftur. Aðalskipulag Reykjavíkurborgar til 2040 er búið að festa borg í sessi sem er lifandi, græn og fyrir fólk sem þarf tækifæri til að njóta sín til fulls. Græna planið okkar snýst um meira en loftslagsmálin þó að þau séu í brennidepli sama hvað hópur fólks reynir að draga úr mikilvægi þeirra. Reykjavíkurborg er orðin meðvituð um þörfina fyrir sjálfbærni, hringrásarhagkerfi og heildarhugsun umhverfismála á öllum sviðum. Við þurfum öll að vinna saman að þeim markmiðum að gera þessa borg lífvænlegri og sjálfbærari. Lítum á nokkur atriði í þessu sambandi: Loftslagsmálin og samgöngurnar – tíminn til að bregðast við er núna, þetta gerum við með grænu borgarskipulagi, þéttingu byggðar og margefldum almenningssamgöngum. Ég hef sjálf búið í mismunandi borgum í heimalandi mínu Þýskalandi. Ég bjó í Giessen á námsárum mínum, lítilli borg með innan við 100 þúsund íbúa. Hún var byggð upp sem bílaborg eftir seinna stríð og var ekki sérlega góður staður að búa á. Yfirvöldum hafði þó tekist að bjarga miðbæjarkjarnanum með göngugötum þangað sem fólk fór þegar það vildi njóta lífsins og kaupa inn. Aldrei dreymdi mig þó eitt augnablik um að setjast þar að. Ég bjó síðan eitt ár í Berlín fyrir um tíu árum, borg sem Íslendingar hópast til að búa í og njóta lífsins um leið. Það eru vissulega margir bílar og hráslagaleg hverfi hér og þar, en það er hægt að komast um allt á hjólum eða með almenningssamgöngum (stundum hvoru tveggja) og menningarlífið blómstrar vegna þess að borgin styður það með ráðum og dáð. Þess vegna flykkist þangað ungt fólk hvaðanæva úr heiminum, vegna þess að því er búið mannvænlegra umhverfi en í mörgum öðrum borgum, stórum sem smáum. Byggðin er þétt en alltaf er bara steinsnar í næsta almenningsgarð eða samgöngur. Reykjavíkurborg hefur líka unnið markvisst að mannréttinda- og jafnréttismálum og tekið þau mjög alvarlega. Stundum heyrir maður einhvern hnussa yfir þessum áherslum, en undanfarin ár sýna okkur betur en nokkru sinni fyrr að ríki, sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki þurfa að taka fast á þessum málum og fylgja eftir. Reykjavík, sem er stærsti vinnustaður landsins, fékk jafnlaunavottun árið 2019 og hefur undanfarin ár lagt mikla áherslu á að gera hlut innflytjenda í borgarkerfinu veigameiri og þá ekki einungis í láglaunastörfum. Það er heldur ekki að ástæðulausu, 17% íbúa borgarinnar eru af erlendum uppruna, þetta eru íbúar sem borga hér skatta og skyldur og stuðla að vexti og viðgangi borgarinnar sem annars hefði ekki orðið nema fyrir þeirra tilstilli. Við þurfum að vinna af alefli að því að þessi hópur Reykvíkinga verði ekki útundan og hér myndist lokuð hliðarsamfélög vegna þess að fólkið fær ekki tækifæri. Við þurfum að gera enn betur í skólakerfinu fyrir börnin svo þau nái að mennta sig til fulls en sitji ekki eftir. Það er líka stefnan sem fylgt er, markvisst og af krafti. Velferðarmálin hafa verið tekin föstum tökum í borginni og það er áreiðanlega ekki að ástæðulausu að fólk sem á þjónustu og hjálp þarf að halda leitar til Reykjavíkur. Við þurfum að halda áfram á þeirri vegferð og hjálpa þeim sem minna mega sín og vera tilbúin að taka við skellum eins og varð í plágunni undanfarin ár. Reykjavík hljóp ekki aðeins undir bagga með hinum verst settu, heldur skapaði heilmikla vinnu svo fólk sem hart varð úti gæti séð fyrir sér. Viðbragð borgarinnar kom þannig í veg fyrir mikil félagsleg vandamál sem fylgja atvinnuleysi og aukinni fátækt. Þannig viljum við jafnaðarmenn og -konur vinna, við viljum gera það sem hægt er til að öryggisnet samfélagsins sé fyrir alla. Og það er þannig sem við komum okkur úr upp úr þessum faraldri: með því að búa til samfélag jöfnuðar þar sem öll eru tekin með, innfædd og aðflutt, því við sem búum hér erum öll Reykvíkingar. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun