Innlent

Tvö hundruð starfsmenn spítalans í einangrun

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Það fjölgar um einn á gjörgæslu með Covid-19 á milli daga.
Það fjölgar um einn á gjörgæslu með Covid-19 á milli daga. Vísir/Vilhelm

35 sjúklingar liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim því fækkað um tvö á milli daga. Fjórir eru á gjörgæslu. Starfsmönnum spítalans í einangrun hefur fjölgað mikið um helgina.

Á vef Landspítalans segir að af þessum fjórum sem eru á gjörgæslu séu þrír í öndunarvél.

9.117 sjúklingar eru í Covid-göngudeild spítalans, þar af 3.275 barn. Í gær var staðan sú að 9.130 sjúklingar voru í Covid-göngudeild spítalans, þar af 3.221 börn.

200 starfsmenn Landspítala eru nú einangrun, samanborið við 187 í gær. Hefur þeim fjölgað um 35 um helgina en á föstudag voru 165 starfsmenn í einangrun. Sjaldan hafa fleiri starfsmenn spítalans verið í einangrun, frá upphafi faraldursins en þann 5. og 6. janúar síðastliðinn voru 207 starfsmenn spítalans í einangrun.

Í gær greindust 1.252 með Covid-19, þar af voru 54 sem greindust sem landamærasmit. Innanlandssmit voru því 1.198. Alls voru 715 í sóttkví.


Tengdar fréttir

1.198 greindust innanlands

Í gær greindust 1.252 með Covid-19, þar af voru 54 sem greindust sem landamærasmit. Innanlandssmit voru því 1.198. Alls voru 715 í sóttkví. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×