Engar sýnatökur fyrir fullbólusetta ferðalanga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. janúar 2022 19:00 Samgönguráðherra Bretlands segir að með breytingunni sé verið að skilja takmarkanir á ferðalanga eftir í fortíðinni. Vísir/Getty Frá 11. febrúar munu fullbólusettir einstaklingar ekki þurfa að fara í sýnatöku við komuna til Englands. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að hverfa frá kröfu um sýnatöku fyrir komuna til landsins. Samgönguráðherra Bretlands segir breytinguna stórt skref. Einstaklingar sem eru fullbólusettir munu bráðum ekki þurfa að fara í sýnatöku fyrir Covid-19 við komuna til Englands en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, tilkynnti í dag fyrir neðri deild breska þingsins að breytingarnar kæmu til með að taka gildi þann 11. febrúar næstkomandi. Að sögn Shapps munu breytingarnar koma til með að spara fjölskyldum um hundrað pund við ferðalög erlendis og gera það að verkum að ferðaþjónustan komist aftur á fætur. Fyrr í janúar tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að fullbólusettir þurfi ekki að taka próf fyrir komuna til Englands. „Við ætlum að tryggja að 2022 verði árið sem að takmarkanir á ferðalög, útgöngubönn og takmarkanir á líf fólks verði skilin eftir í fortíðinni,“ sagði Schapps. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur einnig verið slakað á reglum fyrir óbólusetta ferðamenn en þeir munu ekki þurfa að taka próf á áttunda degi eftir komuna. Þeir munu þó áfram þurfa að fara í próf fyrir komuna til Englands og á öðrum degi eftir komuna. Einnig stendur til að samþykkja bólusetningarvottorð frá ríkisborgurum 16 landa til viðbótar, þar á meðal Kína og Mexíkó, og verða þar með bólusetningarvottorð frá 180 ríkjum og landsvæðum tekin gild. Aðilar innan ferðaþjónustunnar í Bretlandi fögnuðu ákvörðuninni í dag og sögðu breytinguna síðasta skrefið í takmarkalausum ferðalögum. Atvinnugreinasamtökin LTIO segja þó varhugavert að slaka svona mikið á svo snemma. Formaður samtakanna, Tom Watson, segir að eina leiðin til að halda landinu frá útgöngubanni og öðrum hörðum aðgerðum sé með sýnatökum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Bólusetningar Ferðalög Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 Bólusettir ferðamenn ekki í sýnatöku fyrir flug Bólusettir ferðalangar á leið til Englands þurfa ekki lengur að fara í fara í sýnatöku 48 klukkustundum fyrir komuna til landsins. Þá þurfa ferðamenn heldur ekki að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr PCR prófi. 5. janúar 2022 21:35 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Einstaklingar sem eru fullbólusettir munu bráðum ekki þurfa að fara í sýnatöku fyrir Covid-19 við komuna til Englands en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, tilkynnti í dag fyrir neðri deild breska þingsins að breytingarnar kæmu til með að taka gildi þann 11. febrúar næstkomandi. Að sögn Shapps munu breytingarnar koma til með að spara fjölskyldum um hundrað pund við ferðalög erlendis og gera það að verkum að ferðaþjónustan komist aftur á fætur. Fyrr í janúar tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að fullbólusettir þurfi ekki að taka próf fyrir komuna til Englands. „Við ætlum að tryggja að 2022 verði árið sem að takmarkanir á ferðalög, útgöngubönn og takmarkanir á líf fólks verði skilin eftir í fortíðinni,“ sagði Schapps. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur einnig verið slakað á reglum fyrir óbólusetta ferðamenn en þeir munu ekki þurfa að taka próf á áttunda degi eftir komuna. Þeir munu þó áfram þurfa að fara í próf fyrir komuna til Englands og á öðrum degi eftir komuna. Einnig stendur til að samþykkja bólusetningarvottorð frá ríkisborgurum 16 landa til viðbótar, þar á meðal Kína og Mexíkó, og verða þar með bólusetningarvottorð frá 180 ríkjum og landsvæðum tekin gild. Aðilar innan ferðaþjónustunnar í Bretlandi fögnuðu ákvörðuninni í dag og sögðu breytinguna síðasta skrefið í takmarkalausum ferðalögum. Atvinnugreinasamtökin LTIO segja þó varhugavert að slaka svona mikið á svo snemma. Formaður samtakanna, Tom Watson, segir að eina leiðin til að halda landinu frá útgöngubanni og öðrum hörðum aðgerðum sé með sýnatökum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Bólusetningar Ferðalög Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 Bólusettir ferðamenn ekki í sýnatöku fyrir flug Bólusettir ferðalangar á leið til Englands þurfa ekki lengur að fara í fara í sýnatöku 48 klukkustundum fyrir komuna til landsins. Þá þurfa ferðamenn heldur ekki að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr PCR prófi. 5. janúar 2022 21:35 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56
Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54
Bólusettir ferðamenn ekki í sýnatöku fyrir flug Bólusettir ferðalangar á leið til Englands þurfa ekki lengur að fara í fara í sýnatöku 48 klukkustundum fyrir komuna til landsins. Þá þurfa ferðamenn heldur ekki að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr PCR prófi. 5. janúar 2022 21:35