Engar sýnatökur fyrir fullbólusetta ferðalanga Fanndís Birna Logadóttir skrifar 24. janúar 2022 19:00 Samgönguráðherra Bretlands segir að með breytingunni sé verið að skilja takmarkanir á ferðalanga eftir í fortíðinni. Vísir/Getty Frá 11. febrúar munu fullbólusettir einstaklingar ekki þurfa að fara í sýnatöku við komuna til Englands. Fyrr í mánuðinum var ákveðið að hverfa frá kröfu um sýnatöku fyrir komuna til landsins. Samgönguráðherra Bretlands segir breytinguna stórt skref. Einstaklingar sem eru fullbólusettir munu bráðum ekki þurfa að fara í sýnatöku fyrir Covid-19 við komuna til Englands en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, tilkynnti í dag fyrir neðri deild breska þingsins að breytingarnar kæmu til með að taka gildi þann 11. febrúar næstkomandi. Að sögn Shapps munu breytingarnar koma til með að spara fjölskyldum um hundrað pund við ferðalög erlendis og gera það að verkum að ferðaþjónustan komist aftur á fætur. Fyrr í janúar tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að fullbólusettir þurfi ekki að taka próf fyrir komuna til Englands. „Við ætlum að tryggja að 2022 verði árið sem að takmarkanir á ferðalög, útgöngubönn og takmarkanir á líf fólks verði skilin eftir í fortíðinni,“ sagði Schapps. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur einnig verið slakað á reglum fyrir óbólusetta ferðamenn en þeir munu ekki þurfa að taka próf á áttunda degi eftir komuna. Þeir munu þó áfram þurfa að fara í próf fyrir komuna til Englands og á öðrum degi eftir komuna. Einnig stendur til að samþykkja bólusetningarvottorð frá ríkisborgurum 16 landa til viðbótar, þar á meðal Kína og Mexíkó, og verða þar með bólusetningarvottorð frá 180 ríkjum og landsvæðum tekin gild. Aðilar innan ferðaþjónustunnar í Bretlandi fögnuðu ákvörðuninni í dag og sögðu breytinguna síðasta skrefið í takmarkalausum ferðalögum. Atvinnugreinasamtökin LTIO segja þó varhugavert að slaka svona mikið á svo snemma. Formaður samtakanna, Tom Watson, segir að eina leiðin til að halda landinu frá útgöngubanni og öðrum hörðum aðgerðum sé með sýnatökum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Bólusetningar Ferðalög Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 Bólusettir ferðamenn ekki í sýnatöku fyrir flug Bólusettir ferðalangar á leið til Englands þurfa ekki lengur að fara í fara í sýnatöku 48 klukkustundum fyrir komuna til landsins. Þá þurfa ferðamenn heldur ekki að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr PCR prófi. 5. janúar 2022 21:35 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Einstaklingar sem eru fullbólusettir munu bráðum ekki þurfa að fara í sýnatöku fyrir Covid-19 við komuna til Englands en Grant Shapps, samgönguráðherra Bretlands, tilkynnti í dag fyrir neðri deild breska þingsins að breytingarnar kæmu til með að taka gildi þann 11. febrúar næstkomandi. Að sögn Shapps munu breytingarnar koma til með að spara fjölskyldum um hundrað pund við ferðalög erlendis og gera það að verkum að ferðaþjónustan komist aftur á fætur. Fyrr í janúar tók ríkisstjórnin þá ákvörðun að fullbólusettir þurfi ekki að taka próf fyrir komuna til Englands. „Við ætlum að tryggja að 2022 verði árið sem að takmarkanir á ferðalög, útgöngubönn og takmarkanir á líf fólks verði skilin eftir í fortíðinni,“ sagði Schapps. Að því er kemur fram í frétt BBC hefur einnig verið slakað á reglum fyrir óbólusetta ferðamenn en þeir munu ekki þurfa að taka próf á áttunda degi eftir komuna. Þeir munu þó áfram þurfa að fara í próf fyrir komuna til Englands og á öðrum degi eftir komuna. Einnig stendur til að samþykkja bólusetningarvottorð frá ríkisborgurum 16 landa til viðbótar, þar á meðal Kína og Mexíkó, og verða þar með bólusetningarvottorð frá 180 ríkjum og landsvæðum tekin gild. Aðilar innan ferðaþjónustunnar í Bretlandi fögnuðu ákvörðuninni í dag og sögðu breytinguna síðasta skrefið í takmarkalausum ferðalögum. Atvinnugreinasamtökin LTIO segja þó varhugavert að slaka svona mikið á svo snemma. Formaður samtakanna, Tom Watson, segir að eina leiðin til að halda landinu frá útgöngubanni og öðrum hörðum aðgerðum sé með sýnatökum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bretland England Bólusetningar Ferðalög Tengdar fréttir Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56 Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 Bólusettir ferðamenn ekki í sýnatöku fyrir flug Bólusettir ferðalangar á leið til Englands þurfa ekki lengur að fara í fara í sýnatöku 48 klukkustundum fyrir komuna til landsins. Þá þurfa ferðamenn heldur ekki að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr PCR prófi. 5. janúar 2022 21:35 Mest lesið Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Ákvað fyrir löngu að fara með ræðuna á íslensku Innlent Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Ólíklegt að hættustigið verði lækkað á komandi árum Innlent Kveiktu á tónlist til að yfirgnæfa hávaða í mótmælendum Innlent Enn stefnt á uppbyggingu þótt talan hundrað sé ekki heilög Innlent Fordæma „hverskyns ofbeldi“ og segjast hugsi yfir njósnum um bændur Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Fleiri fréttir Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Sjá meira
Farga milljónum bóluefnaskammta þrátt fyrir lágt bólusetningarhlutfall Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin varar við því að ríki heims einblíni á að tryggja ríkisborgurum sínum örvunarskammta af bóluefninu gegn Covid-19. Frekar eigi að einblína á að tryggja öllum heimsbúum grunnbólusetningu til að stemma stigu við frekari þróun veirunnar. 23. janúar 2022 21:56
Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54
Bólusettir ferðamenn ekki í sýnatöku fyrir flug Bólusettir ferðalangar á leið til Englands þurfa ekki lengur að fara í fara í sýnatöku 48 klukkustundum fyrir komuna til landsins. Þá þurfa ferðamenn heldur ekki að vera í sóttkví á meðan beðið er eftir niðurstöðum úr PCR prófi. 5. janúar 2022 21:35