Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2022 10:39 Byrjað var að bólusetja börn fædd 2016 í laugardalshöll á mánudaginn í síðustu viku. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hvetur fólk til að mæta í bólusetningu. Vísir/Vilhelm Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi, en byrjað var að bólusetja börn fædd árið 2016 á mánudaginn í síðustu viku. Hún hvetur alla til að mæta í bólusetningu í þessari eða næstu viku, en í lok þeirra næstu verður líklegast hætt að bólusetja í Laugardalshöllinni og starfseminn færð annað. Ragnheiður Ósk segir að um á höfuðborgarsvæðinu séu um 2.700 börn fædd 2016 og af þeim hafi um 840 mætt í bólusetningu, eða um þriðjungur. Sé litið til 2015-árgangsins má sjá að þar séu börnin um 2.800 talsins og að um 1.300 þeirra hafi mætt í bólusetningu. Hlutfallið hafi svo farið hækkandi með hverjum árgangi, en á covid.is má sjá að 44 prósent fimm til ellefu ára barna á landinu hafi nú verið bólusett með einni sprautu. Opið til klukkan 18 í næstu viku Hún segir að bólusetningarnar hafi gengið vel síðustu daga og vikur. „Það hafa um um tvö þúsund verið að mæta í bólusetningu síðustu daga, mikið til fólk sem fékk Janssen síðasta sumar, fyrri örvunarsprautu í ágúst og er svo að koma aftur núna. Við hvetjum alla til að mæta í bólusetningu í þessari viku eða þeirri næstu, en í lok næstu viku missum við Laugardalshöllina og það er ekki alveg komið á hreint hvar verði svo haldið áfram að bólusetja. En við munum hafa opið alveg til klukkan 18 í næstu viku. Það fer hver að verða síðastur og við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta,“ segir Ragnheiður Ósk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. 20. janúar 2022 11:38 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi, en byrjað var að bólusetja börn fædd árið 2016 á mánudaginn í síðustu viku. Hún hvetur alla til að mæta í bólusetningu í þessari eða næstu viku, en í lok þeirra næstu verður líklegast hætt að bólusetja í Laugardalshöllinni og starfseminn færð annað. Ragnheiður Ósk segir að um á höfuðborgarsvæðinu séu um 2.700 börn fædd 2016 og af þeim hafi um 840 mætt í bólusetningu, eða um þriðjungur. Sé litið til 2015-árgangsins má sjá að þar séu börnin um 2.800 talsins og að um 1.300 þeirra hafi mætt í bólusetningu. Hlutfallið hafi svo farið hækkandi með hverjum árgangi, en á covid.is má sjá að 44 prósent fimm til ellefu ára barna á landinu hafi nú verið bólusett með einni sprautu. Opið til klukkan 18 í næstu viku Hún segir að bólusetningarnar hafi gengið vel síðustu daga og vikur. „Það hafa um um tvö þúsund verið að mæta í bólusetningu síðustu daga, mikið til fólk sem fékk Janssen síðasta sumar, fyrri örvunarsprautu í ágúst og er svo að koma aftur núna. Við hvetjum alla til að mæta í bólusetningu í þessari viku eða þeirri næstu, en í lok næstu viku missum við Laugardalshöllina og það er ekki alveg komið á hreint hvar verði svo haldið áfram að bólusetja. En við munum hafa opið alveg til klukkan 18 í næstu viku. Það fer hver að verða síðastur og við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta,“ segir Ragnheiður Ósk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. 20. janúar 2022 11:38 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Sjá meira
Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. 20. janúar 2022 11:38