Um þriðjungur fimm ára barna mætt í bólusetningu Atli Ísleifsson skrifar 25. janúar 2022 10:39 Byrjað var að bólusetja börn fædd 2016 í laugardalshöll á mánudaginn í síðustu viku. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir hvetur fólk til að mæta í bólusetningu. Vísir/Vilhelm Um þriðjungur fimm ára barna á höfuðborgarsvæðinu hefur mætt í bólusetningu, en börnin fædd árið 2016 voru boðuð í byrjun síðustu viku. Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi, en byrjað var að bólusetja börn fædd árið 2016 á mánudaginn í síðustu viku. Hún hvetur alla til að mæta í bólusetningu í þessari eða næstu viku, en í lok þeirra næstu verður líklegast hætt að bólusetja í Laugardalshöllinni og starfseminn færð annað. Ragnheiður Ósk segir að um á höfuðborgarsvæðinu séu um 2.700 börn fædd 2016 og af þeim hafi um 840 mætt í bólusetningu, eða um þriðjungur. Sé litið til 2015-árgangsins má sjá að þar séu börnin um 2.800 talsins og að um 1.300 þeirra hafi mætt í bólusetningu. Hlutfallið hafi svo farið hækkandi með hverjum árgangi, en á covid.is má sjá að 44 prósent fimm til ellefu ára barna á landinu hafi nú verið bólusett með einni sprautu. Opið til klukkan 18 í næstu viku Hún segir að bólusetningarnar hafi gengið vel síðustu daga og vikur. „Það hafa um um tvö þúsund verið að mæta í bólusetningu síðustu daga, mikið til fólk sem fékk Janssen síðasta sumar, fyrri örvunarsprautu í ágúst og er svo að koma aftur núna. Við hvetjum alla til að mæta í bólusetningu í þessari viku eða þeirri næstu, en í lok næstu viku missum við Laugardalshöllina og það er ekki alveg komið á hreint hvar verði svo haldið áfram að bólusetja. En við munum hafa opið alveg til klukkan 18 í næstu viku. Það fer hver að verða síðastur og við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta,“ segir Ragnheiður Ósk. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. 20. janúar 2022 11:38 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Þetta segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við Vísi, en byrjað var að bólusetja börn fædd árið 2016 á mánudaginn í síðustu viku. Hún hvetur alla til að mæta í bólusetningu í þessari eða næstu viku, en í lok þeirra næstu verður líklegast hætt að bólusetja í Laugardalshöllinni og starfseminn færð annað. Ragnheiður Ósk segir að um á höfuðborgarsvæðinu séu um 2.700 börn fædd 2016 og af þeim hafi um 840 mætt í bólusetningu, eða um þriðjungur. Sé litið til 2015-árgangsins má sjá að þar séu börnin um 2.800 talsins og að um 1.300 þeirra hafi mætt í bólusetningu. Hlutfallið hafi svo farið hækkandi með hverjum árgangi, en á covid.is má sjá að 44 prósent fimm til ellefu ára barna á landinu hafi nú verið bólusett með einni sprautu. Opið til klukkan 18 í næstu viku Hún segir að bólusetningarnar hafi gengið vel síðustu daga og vikur. „Það hafa um um tvö þúsund verið að mæta í bólusetningu síðustu daga, mikið til fólk sem fékk Janssen síðasta sumar, fyrri örvunarsprautu í ágúst og er svo að koma aftur núna. Við hvetjum alla til að mæta í bólusetningu í þessari viku eða þeirri næstu, en í lok næstu viku missum við Laugardalshöllina og það er ekki alveg komið á hreint hvar verði svo haldið áfram að bólusetja. En við munum hafa opið alveg til klukkan 18 í næstu viku. Það fer hver að verða síðastur og við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta,“ segir Ragnheiður Ósk.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Börn og uppeldi Tengdar fréttir Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. 20. janúar 2022 11:38 Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Herða reglur um samkomubann í Eyjum: Að hámarki tíu saman á hverjum stað Innlent Þyrlan kölluð út í þriðja sinn: „Þetta eru óvenjumörg slys“ Innlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Segir bólusetningu leikskólabarna hafa gengið ágætlega Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að bólusetning fimm ára barna hafi gengið ágætlega. Nákvæmar upplýsingar um mætingarhlutfall muni þó ekki liggja fyrir fyrr en í næstu viku. 20. janúar 2022 11:38