Þúsundir í einangrun með óvirkt smit? Bergþór Ólason skrifar 25. janúar 2022 18:30 Ég spurði heilbrigðisráðherra á Alþingi fyrir fimm dögum hvers vegna staðið væri að skimunum á landamærum og innanlands með mismunandi hætti. Það er nefnilega þannig að við skimun á landamærum er skoðað hvort um óvirkt smit sé að ræða þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19 en hið sama er ekki gert innanlands þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19. Óvirkt smit þýðir að smitið er gamalt og viðkomandi er löngu hættur að smita aðra. Þannig fara aðeins þeir sem greinast með virkt smit af landamærunum í einangrun en enginn slíkur greinarmunur er gerður á þeim sem greinast smitaðir við skimun innanlands. Það má því ætla að fjöldi manns sé læstur í einangrun í dag eða hafi áður sætt einangrun að ósekju. Hefðu getað verið frjálsir ferða sinna, sinnt sinni vinnu og lausir undan áþján stofufangelsis. En heilbrigðisráðherra hefur ekki haft áhuga á að kanna þetta nánar. Hvorki var hann meðvitaður um þessa mismunandi nálgun varðandi skimanir á landamærum og innanlands þegar ég spurði hann í síðustu viku, né hafði hann haft fyrir að kanna málið nánar á þeim fimm dögum sem liðnir eru. Það kom í ljós þegar ég innti hann eftir þessu aftur á Alþingi fyrr í dag. Þetta er ótrúlegt í ljósi þess að tölur benda til þess að þetta eigi við um fjórðung þeirra sem greinst hafa á landamærunum, aðrar tölur benda til að innanlands gæti þetta hlutfall verið nær þriðjungi. Semsagt 25-33% þeirra sem greinst hafa innanlands gætu hafa flokkast með óvirkt smit og smita því ekki aðra og því engin þörf á einangrun. Þetta verður enn ótrúlegra eftir að heyra að heilbrigðisráðherra hafi ekki einu sinni haft fyrir því að láta kanna þetta innan síns ráðuneytis eftir að undirritaður benti honum á þetta í umræðum á þingi í síðustu viku þegar í dag eru 11.639 manns í einangrun á Íslandi. Það má því reikna með að 2.900 til 3.800 einstaklingar séu nú í einangrun að óþörfu. Að óþörfu. Er þá ekki horft til alls þess fjölda fólks sem sætt hefur einangrun að óþörfu fram til þessa á sömu rökum. Ef við þrengjum sjónarhornið hvað þetta varðar og skoðum bara stöðuna á Landspítalanum þá kom fram í máli ráðherrans að hátt í 200 starfsmenn Landspítalans væru í einangrun og því samsvarandi aukið álag á spítalann og alla hans starfsemi. Það er því í hæsta máta ótrúlegt að á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi, vegna mönnunarvanda, að ráðherrann sjái sér ekki fært að skoða hvort smit einhverra þessara 200 séu óvirk. Ef hlutfallið sem birtist við landamæri er heimfært yfir á þennan fjölda starfsmanna spítalans í einangrun mætti ætla að 50-70 manns gætu losnað strax úr einangrun og hafið störf á nýju - enda ekki að smita sálu. En nei. Ráðherrann heldur uppteknum hætti. Áfram skulu þúsundir landsmanna sitja að ósekju í stofufangelsi og áfram er spítalinn í mönnunarvanda. Gott samt að ráðherrann hafi nýtt helgina í að skrifa grein með starfsmanni sínum og boði í félagi við þennan starfsmann sinn ,,áætlun um afléttingu takmarkana” í samfélaginu. Í stað þess að bara taka ákvörðunina og létta mestu frelsisskerðingum seinni tíma af Íslendingum í ljósi þess að faraldur Covid-19 er nú álitinn af sérfræðingum engu hættulegri en hefðbundinn inflúensufaraldur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bergþór Ólason Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég spurði heilbrigðisráðherra á Alþingi fyrir fimm dögum hvers vegna staðið væri að skimunum á landamærum og innanlands með mismunandi hætti. Það er nefnilega þannig að við skimun á landamærum er skoðað hvort um óvirkt smit sé að ræða þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19 en hið sama er ekki gert innanlands þegar viðkomandi greinist smitaður af Covid-19. Óvirkt smit þýðir að smitið er gamalt og viðkomandi er löngu hættur að smita aðra. Þannig fara aðeins þeir sem greinast með virkt smit af landamærunum í einangrun en enginn slíkur greinarmunur er gerður á þeim sem greinast smitaðir við skimun innanlands. Það má því ætla að fjöldi manns sé læstur í einangrun í dag eða hafi áður sætt einangrun að ósekju. Hefðu getað verið frjálsir ferða sinna, sinnt sinni vinnu og lausir undan áþján stofufangelsis. En heilbrigðisráðherra hefur ekki haft áhuga á að kanna þetta nánar. Hvorki var hann meðvitaður um þessa mismunandi nálgun varðandi skimanir á landamærum og innanlands þegar ég spurði hann í síðustu viku, né hafði hann haft fyrir að kanna málið nánar á þeim fimm dögum sem liðnir eru. Það kom í ljós þegar ég innti hann eftir þessu aftur á Alþingi fyrr í dag. Þetta er ótrúlegt í ljósi þess að tölur benda til þess að þetta eigi við um fjórðung þeirra sem greinst hafa á landamærunum, aðrar tölur benda til að innanlands gæti þetta hlutfall verið nær þriðjungi. Semsagt 25-33% þeirra sem greinst hafa innanlands gætu hafa flokkast með óvirkt smit og smita því ekki aðra og því engin þörf á einangrun. Þetta verður enn ótrúlegra eftir að heyra að heilbrigðisráðherra hafi ekki einu sinni haft fyrir því að láta kanna þetta innan síns ráðuneytis eftir að undirritaður benti honum á þetta í umræðum á þingi í síðustu viku þegar í dag eru 11.639 manns í einangrun á Íslandi. Það má því reikna með að 2.900 til 3.800 einstaklingar séu nú í einangrun að óþörfu. Að óþörfu. Er þá ekki horft til alls þess fjölda fólks sem sætt hefur einangrun að óþörfu fram til þessa á sömu rökum. Ef við þrengjum sjónarhornið hvað þetta varðar og skoðum bara stöðuna á Landspítalanum þá kom fram í máli ráðherrans að hátt í 200 starfsmenn Landspítalans væru í einangrun og því samsvarandi aukið álag á spítalann og alla hans starfsemi. Það er því í hæsta máta ótrúlegt að á meðan Landspítalinn er á neyðarstigi, vegna mönnunarvanda, að ráðherrann sjái sér ekki fært að skoða hvort smit einhverra þessara 200 séu óvirk. Ef hlutfallið sem birtist við landamæri er heimfært yfir á þennan fjölda starfsmanna spítalans í einangrun mætti ætla að 50-70 manns gætu losnað strax úr einangrun og hafið störf á nýju - enda ekki að smita sálu. En nei. Ráðherrann heldur uppteknum hætti. Áfram skulu þúsundir landsmanna sitja að ósekju í stofufangelsi og áfram er spítalinn í mönnunarvanda. Gott samt að ráðherrann hafi nýtt helgina í að skrifa grein með starfsmanni sínum og boði í félagi við þennan starfsmann sinn ,,áætlun um afléttingu takmarkana” í samfélaginu. Í stað þess að bara taka ákvörðunina og létta mestu frelsisskerðingum seinni tíma af Íslendingum í ljósi þess að faraldur Covid-19 er nú álitinn af sérfræðingum engu hættulegri en hefðbundinn inflúensufaraldur.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun