Engin framtíð án fólks Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 09:31 Í Garðabæ hefur verið góð þjónusta við barnafjölskyldur og þar gegna framúrskarandi leikskólar lykilhlutverki. Mikill mannauður er í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Nú er svo komið að okkur vantar fleira fólk. Vandamál leikskóla á Íslandi er fyrst og fremst mannekla og æ erfiðara er að fá starfsfólk í skólana. Það er ekki nóg að byggja húsnæði ef við höfum ekki öflugt og gott starfsfólk til að sinna börnunum. Við þurfum að gera ákveðnar breytingar á leikskólakerfinu til þess að styrkja það og bæta. Það er engin framtíð án fólksins. Bætum starfsumhverfið og menntum fleira fólk Starfsumhverfi leikskóla snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað. Frá því við fórum að bjóða börnum í Garðabæ leikskóladvöl frá eins árs aldri höfum við gert breytingar á skólahúsnæði og lagað það betur að þörfum yngstu barnanna. Lítil börn eru viðkvæm, ekki síst fyrir streitu og ónæði og ekki má gleyma mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin. Með þetta að leiðarljósi þurfum við að endurskoða rými og nýtingu m.t.t. fjölda barna og starfsfólks í leikskólunum okkar. Við viljum öll veita góða þjónustu en hún má ekki vera á kostnað yngstu bæjarbúanna. Við þurfum fleira vandað fólk til starfa í leikskólana. Aðlaðandi starfsumhverfi og laun hafa áhrif þegar við veljum okkur starfsvettvang en sveigjanleiki í starfi, vinnutími og álag skiptir einnig miklu máli. Þessum þáttum þarf að veita meiri athygli því þannig búum við til betri leikskóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi leikskólakennara verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Einnig er mikilvægt að í boði séu styttri námsleiðir. Leikskólabrú á framhaldsskólastigi er í því samhengi mikilvægur valkostur. Þar getur ófaglært starfsfólk í leikskólum, eða aðrir sem hafa áhuga á starfinu, tekið sín fyrstu skref í námi sem síðan er metið inn í háskóla. Framtíðarsýn eða kerfi í þrot Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Í Garðabæ munum við áfram bjóða upp á góða þjónustu. Við munum halda áfram að bjóða upp á leikskólavist þegar fæðingarorlofi lýkur en við þurfum að bæta starfsumhverfi barna og starfsfólks. Við þurfum að hafa kjark til þess að ráðast í ákveðnar kerfisbreytingar því annars fer núverandi leikskólakerfi í þrot. Við þurfum að endurskoða hugmyndafræðina með ábyrgð, þekkingu og fagmennsku. Horfum til framtíðar með hagsmuni yngstu barnanna að leiðarljósi. Þau eru framtíðin. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Í Garðabæ hefur verið góð þjónusta við barnafjölskyldur og þar gegna framúrskarandi leikskólar lykilhlutverki. Mikill mannauður er í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Nú er svo komið að okkur vantar fleira fólk. Vandamál leikskóla á Íslandi er fyrst og fremst mannekla og æ erfiðara er að fá starfsfólk í skólana. Það er ekki nóg að byggja húsnæði ef við höfum ekki öflugt og gott starfsfólk til að sinna börnunum. Við þurfum að gera ákveðnar breytingar á leikskólakerfinu til þess að styrkja það og bæta. Það er engin framtíð án fólksins. Bætum starfsumhverfið og menntum fleira fólk Starfsumhverfi leikskóla snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað. Frá því við fórum að bjóða börnum í Garðabæ leikskóladvöl frá eins árs aldri höfum við gert breytingar á skólahúsnæði og lagað það betur að þörfum yngstu barnanna. Lítil börn eru viðkvæm, ekki síst fyrir streitu og ónæði og ekki má gleyma mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin. Með þetta að leiðarljósi þurfum við að endurskoða rými og nýtingu m.t.t. fjölda barna og starfsfólks í leikskólunum okkar. Við viljum öll veita góða þjónustu en hún má ekki vera á kostnað yngstu bæjarbúanna. Við þurfum fleira vandað fólk til starfa í leikskólana. Aðlaðandi starfsumhverfi og laun hafa áhrif þegar við veljum okkur starfsvettvang en sveigjanleiki í starfi, vinnutími og álag skiptir einnig miklu máli. Þessum þáttum þarf að veita meiri athygli því þannig búum við til betri leikskóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi leikskólakennara verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Einnig er mikilvægt að í boði séu styttri námsleiðir. Leikskólabrú á framhaldsskólastigi er í því samhengi mikilvægur valkostur. Þar getur ófaglært starfsfólk í leikskólum, eða aðrir sem hafa áhuga á starfinu, tekið sín fyrstu skref í námi sem síðan er metið inn í háskóla. Framtíðarsýn eða kerfi í þrot Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Í Garðabæ munum við áfram bjóða upp á góða þjónustu. Við munum halda áfram að bjóða upp á leikskólavist þegar fæðingarorlofi lýkur en við þurfum að bæta starfsumhverfi barna og starfsfólks. Við þurfum að hafa kjark til þess að ráðast í ákveðnar kerfisbreytingar því annars fer núverandi leikskólakerfi í þrot. Við þurfum að endurskoða hugmyndafræðina með ábyrgð, þekkingu og fagmennsku. Horfum til framtíðar með hagsmuni yngstu barnanna að leiðarljósi. Þau eru framtíðin. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun