Engin framtíð án fólks Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar 26. janúar 2022 09:31 Í Garðabæ hefur verið góð þjónusta við barnafjölskyldur og þar gegna framúrskarandi leikskólar lykilhlutverki. Mikill mannauður er í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Nú er svo komið að okkur vantar fleira fólk. Vandamál leikskóla á Íslandi er fyrst og fremst mannekla og æ erfiðara er að fá starfsfólk í skólana. Það er ekki nóg að byggja húsnæði ef við höfum ekki öflugt og gott starfsfólk til að sinna börnunum. Við þurfum að gera ákveðnar breytingar á leikskólakerfinu til þess að styrkja það og bæta. Það er engin framtíð án fólksins. Bætum starfsumhverfið og menntum fleira fólk Starfsumhverfi leikskóla snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað. Frá því við fórum að bjóða börnum í Garðabæ leikskóladvöl frá eins árs aldri höfum við gert breytingar á skólahúsnæði og lagað það betur að þörfum yngstu barnanna. Lítil börn eru viðkvæm, ekki síst fyrir streitu og ónæði og ekki má gleyma mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin. Með þetta að leiðarljósi þurfum við að endurskoða rými og nýtingu m.t.t. fjölda barna og starfsfólks í leikskólunum okkar. Við viljum öll veita góða þjónustu en hún má ekki vera á kostnað yngstu bæjarbúanna. Við þurfum fleira vandað fólk til starfa í leikskólana. Aðlaðandi starfsumhverfi og laun hafa áhrif þegar við veljum okkur starfsvettvang en sveigjanleiki í starfi, vinnutími og álag skiptir einnig miklu máli. Þessum þáttum þarf að veita meiri athygli því þannig búum við til betri leikskóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi leikskólakennara verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Einnig er mikilvægt að í boði séu styttri námsleiðir. Leikskólabrú á framhaldsskólastigi er í því samhengi mikilvægur valkostur. Þar getur ófaglært starfsfólk í leikskólum, eða aðrir sem hafa áhuga á starfinu, tekið sín fyrstu skref í námi sem síðan er metið inn í háskóla. Framtíðarsýn eða kerfi í þrot Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Í Garðabæ munum við áfram bjóða upp á góða þjónustu. Við munum halda áfram að bjóða upp á leikskólavist þegar fæðingarorlofi lýkur en við þurfum að bæta starfsumhverfi barna og starfsfólks. Við þurfum að hafa kjark til þess að ráðast í ákveðnar kerfisbreytingar því annars fer núverandi leikskólakerfi í þrot. Við þurfum að endurskoða hugmyndafræðina með ábyrgð, þekkingu og fagmennsku. Horfum til framtíðar með hagsmuni yngstu barnanna að leiðarljósi. Þau eru framtíðin. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Hulda Jónsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2022 Garðabær Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Skoðanagrein – Alþjóðlegi Gigtardaginn: Achieve Your Dreams Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Í Garðabæ hefur verið góð þjónusta við barnafjölskyldur og þar gegna framúrskarandi leikskólar lykilhlutverki. Mikill mannauður er í skólum sveitarfélagsins og það er hann sem gerir leikskólana okkar jafn góða og eftirsótta og raun ber vitni. Nú er svo komið að okkur vantar fleira fólk. Vandamál leikskóla á Íslandi er fyrst og fremst mannekla og æ erfiðara er að fá starfsfólk í skólana. Það er ekki nóg að byggja húsnæði ef við höfum ekki öflugt og gott starfsfólk til að sinna börnunum. Við þurfum að gera ákveðnar breytingar á leikskólakerfinu til þess að styrkja það og bæta. Það er engin framtíð án fólksins. Bætum starfsumhverfið og menntum fleira fólk Starfsumhverfi leikskóla snýst sannarlega um húsnæði, rými og búnað. Frá því við fórum að bjóða börnum í Garðabæ leikskóladvöl frá eins árs aldri höfum við gert breytingar á skólahúsnæði og lagað það betur að þörfum yngstu barnanna. Lítil börn eru viðkvæm, ekki síst fyrir streitu og ónæði og ekki má gleyma mikilvægi tengslamyndunar fyrstu árin. Með þetta að leiðarljósi þurfum við að endurskoða rými og nýtingu m.t.t. fjölda barna og starfsfólks í leikskólunum okkar. Við viljum öll veita góða þjónustu en hún má ekki vera á kostnað yngstu bæjarbúanna. Við þurfum fleira vandað fólk til starfa í leikskólana. Aðlaðandi starfsumhverfi og laun hafa áhrif þegar við veljum okkur starfsvettvang en sveigjanleiki í starfi, vinnutími og álag skiptir einnig miklu máli. Þessum þáttum þarf að veita meiri athygli því þannig búum við til betri leikskóla fyrir alla. Þegar starfsumhverfi leikskólakennara verður meira aðlaðandi, velja fleiri að mennta sig til starfans. Einnig er mikilvægt að í boði séu styttri námsleiðir. Leikskólabrú á framhaldsskólastigi er í því samhengi mikilvægur valkostur. Þar getur ófaglært starfsfólk í leikskólum, eða aðrir sem hafa áhuga á starfinu, tekið sín fyrstu skref í námi sem síðan er metið inn í háskóla. Framtíðarsýn eða kerfi í þrot Leikskólarnir eru samfélagi okkar mikilvægir og þá þurfum við að efla og styrkja. Í Garðabæ munum við áfram bjóða upp á góða þjónustu. Við munum halda áfram að bjóða upp á leikskólavist þegar fæðingarorlofi lýkur en við þurfum að bæta starfsumhverfi barna og starfsfólks. Við þurfum að hafa kjark til þess að ráðast í ákveðnar kerfisbreytingar því annars fer núverandi leikskólakerfi í þrot. Við þurfum að endurskoða hugmyndafræðina með ábyrgð, þekkingu og fagmennsku. Horfum til framtíðar með hagsmuni yngstu barnanna að leiðarljósi. Þau eru framtíðin. Höfundur er bæjarfulltrúi og formaður bæjarráðs Garðabæjar býður sig fram í 1. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun