Leikmenn í ensku úrvalsdeildinni sagðir ráða hermenn sér til varnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. janúar 2022 10:30 Um er að ræða fyrrum hermenn þannig að þeir verða nú ekki í fullum skrúða á heimilum leikmannanna. EPA-EFE/JULIEN WARNAND Það er gömul frétt og ný að brotist sé inn á heimili leikmanna í ensku úrvalsdeildinni á meðan þeir eru að spila og það hefur verið nóg af slíkum fréttum að undanförnu. Glæpamennirnir geta fylgst með leikmönnunum í beinni í sjónvarpinu og vita því nákvæmlega hvenær þeir eru ekki heima hjá sér. Nú ætla sumar fótboltastjörnurnar að snúa vörn í sókn og sækja sér hjálp í að verja heimili sín. Victor Lindelof and Joao Cancelo were amongst the most recent players to have their homes burgled. https://t.co/y6HI8RjCNL— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2022 Nýjasta fórnarlambið er sænski landsliðsmiðvörðurinn Victor Nilsson Lindelöf hjá Manchester United. Í síðustu viku var brotist inn á heimili hans á meðan hann var að spila með United. Kona hans og tvö ung börn voru heima. Maja Nilsson Lindelöf sagði frá upplifun sinn á samfélagsmiðlum. „Á meðan Victor var að spila á miðvikudagskvöldið þá var brotist inn hjá okkur í Manchester. Ég var ein heima með bæði börnin okkar en okkur tókst að fela okkur með því að læsa okkur inn í einu herberginu áður en þeir komust inn í húsið. Við erum í lagi miðað við allt sem gekk á en auðvitað var þetta áfall, bæði fyrir mig og börnin,“ skrifaði Maja Nilsson Lindelöf. Premier League stars hiring former SAS soldiers to protect family homes against burglarshttps://t.co/rEKXvV4ZVN pic.twitter.com/sYu3Z2ykZd— Mirror Football (@MirrorFootball) January 25, 2022 Öll þessi innbrot eru orðin stórt vandamál með þekktra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Enskir miðlar segja frá því að sumir leikmanna hafa ákveðið að taka til sinna ráða með því að sækja sér hjálp fyrrum sérsveitarmeðlima úr breska hernum. Fyrrum hermenn úr SAS sveit breska hersins hafa nefnilega ráðið sig í vinnu og hafa þeir það starf að verja heimili leikmannanna þegar þeir eru í burtu. „Margir leikmenn hafa fengið sér varðhunda en í sumum tilfellum vilja þeir hafa menn í húsinu og þess vegna hafa þeir leitað til fyrirtækja sem hafa menn í vinnu sem voru áður í sérsveitum hersins,“ hefur Daily Mail eftir manni sem þekkir vel til. Jittery Premier League stars call in SAS soldiers to protect their families - Daily Mail https://t.co/TWppzQGGm7 #JitteryPremierLeaguestarscallSASsoldiersprotectfamilies pic.twitter.com/AMONmdmjKS— SPORTARUCE (@sportaruce) January 25, 2022 Enski boltinn England Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Glæpamennirnir geta fylgst með leikmönnunum í beinni í sjónvarpinu og vita því nákvæmlega hvenær þeir eru ekki heima hjá sér. Nú ætla sumar fótboltastjörnurnar að snúa vörn í sókn og sækja sér hjálp í að verja heimili sín. Victor Lindelof and Joao Cancelo were amongst the most recent players to have their homes burgled. https://t.co/y6HI8RjCNL— SPORTbible (@sportbible) January 26, 2022 Nýjasta fórnarlambið er sænski landsliðsmiðvörðurinn Victor Nilsson Lindelöf hjá Manchester United. Í síðustu viku var brotist inn á heimili hans á meðan hann var að spila með United. Kona hans og tvö ung börn voru heima. Maja Nilsson Lindelöf sagði frá upplifun sinn á samfélagsmiðlum. „Á meðan Victor var að spila á miðvikudagskvöldið þá var brotist inn hjá okkur í Manchester. Ég var ein heima með bæði börnin okkar en okkur tókst að fela okkur með því að læsa okkur inn í einu herberginu áður en þeir komust inn í húsið. Við erum í lagi miðað við allt sem gekk á en auðvitað var þetta áfall, bæði fyrir mig og börnin,“ skrifaði Maja Nilsson Lindelöf. Premier League stars hiring former SAS soldiers to protect family homes against burglarshttps://t.co/rEKXvV4ZVN pic.twitter.com/sYu3Z2ykZd— Mirror Football (@MirrorFootball) January 25, 2022 Öll þessi innbrot eru orðin stórt vandamál með þekktra leikmanna í ensku úrvalsdeildinni. Enskir miðlar segja frá því að sumir leikmanna hafa ákveðið að taka til sinna ráða með því að sækja sér hjálp fyrrum sérsveitarmeðlima úr breska hernum. Fyrrum hermenn úr SAS sveit breska hersins hafa nefnilega ráðið sig í vinnu og hafa þeir það starf að verja heimili leikmannanna þegar þeir eru í burtu. „Margir leikmenn hafa fengið sér varðhunda en í sumum tilfellum vilja þeir hafa menn í húsinu og þess vegna hafa þeir leitað til fyrirtækja sem hafa menn í vinnu sem voru áður í sérsveitum hersins,“ hefur Daily Mail eftir manni sem þekkir vel til. Jittery Premier League stars call in SAS soldiers to protect their families - Daily Mail https://t.co/TWppzQGGm7 #JitteryPremierLeaguestarscallSASsoldiersprotectfamilies pic.twitter.com/AMONmdmjKS— SPORTARUCE (@sportaruce) January 25, 2022
Enski boltinn England Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira