Píla komin í faðm eigenda sinna: „Svo ótrúlega glöð að fá hana aftur“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. janúar 2022 20:01 Margrét Birgisdóttir og Elías Andri Karlsson með Pílu sína. „Mér finnst þetta bara ótrúlegt. Ég fór í þvílíkan tillfinningarússíbana en var svo ótrúlega glöð að fá hana aftur. Hún er líka rosa glöð að vera komin heim,” segir Margrét Birgisdóttir, eigandi hundsins Pílu, sem fannst loks í gær eftir þriggja vikna leit. Pílu hefur verið leitað síðan 6. janúar, eftir að hafa fælst vegna flugelda. Leitin var umfangsmikil og íbúar í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði lögðust á eitt við að finna hundinn og birtu allar mögulegar vísbendingar á Facebook síðunni Leit að Pílu. Það dró síðan til tíðinda í gær þegar kajakræðari kom auga á hana – þar sem hún var lengst uppi í þverhníptu klettabelti í Bolungarvík. Um tuttugu björgunarsveitarmenn héldu upp á fjall og sóttu Pílu, þó ekki vandkvæðalaust, enda þurftu þeir að festa sig í línur og síga síðan niður með hundinn. „Þetta var bara ótrúlegt. Samfélagið stóð algjörlega saman í gær og ég hef bara ekki kynnst öðru eins,” segir Margrét, sem er vonum ánægð með að fá Pílu sína í fangið. Síðustu vikur hafi hins vegar verið afar strembnar. Píla í uppáhalds stólnum sínum. „Ég krassaði algjörlega á viku tvö. Ég var búin að leita svo mikið og með dóttur mína í eftirdragi og reyndi svo mikið að finna hana. Þetta tók mikið á mig,” segir Margrét og bætir við að veðrið hafi verið mjög óhagstætt til leitar. Píla var búin að grafa sig ofan í fönn og þó ekki sé vitað hve lengi hún dvaldi þar telur Margrét það hafa orðið henni til lífs – þar hafi hún líklega náð að standa af sér veðrið. Píla, sem er tíu ára Border Collie tík, braggast furðu vel að sögn Margrétar, þó hún sé heldur grönn. Hundar Bolungarvík Ísafjarðarbær Dýr Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira
Pílu hefur verið leitað síðan 6. janúar, eftir að hafa fælst vegna flugelda. Leitin var umfangsmikil og íbúar í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði lögðust á eitt við að finna hundinn og birtu allar mögulegar vísbendingar á Facebook síðunni Leit að Pílu. Það dró síðan til tíðinda í gær þegar kajakræðari kom auga á hana – þar sem hún var lengst uppi í þverhníptu klettabelti í Bolungarvík. Um tuttugu björgunarsveitarmenn héldu upp á fjall og sóttu Pílu, þó ekki vandkvæðalaust, enda þurftu þeir að festa sig í línur og síga síðan niður með hundinn. „Þetta var bara ótrúlegt. Samfélagið stóð algjörlega saman í gær og ég hef bara ekki kynnst öðru eins,” segir Margrét, sem er vonum ánægð með að fá Pílu sína í fangið. Síðustu vikur hafi hins vegar verið afar strembnar. Píla í uppáhalds stólnum sínum. „Ég krassaði algjörlega á viku tvö. Ég var búin að leita svo mikið og með dóttur mína í eftirdragi og reyndi svo mikið að finna hana. Þetta tók mikið á mig,” segir Margrét og bætir við að veðrið hafi verið mjög óhagstætt til leitar. Píla var búin að grafa sig ofan í fönn og þó ekki sé vitað hve lengi hún dvaldi þar telur Margrét það hafa orðið henni til lífs – þar hafi hún líklega náð að standa af sér veðrið. Píla, sem er tíu ára Border Collie tík, braggast furðu vel að sögn Margrétar, þó hún sé heldur grönn.
Hundar Bolungarvík Ísafjarðarbær Dýr Mest lesið Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Innlent Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Innlent Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Innlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Fleiri fréttir Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli Sjá meira