Börnin eru mikilvægust Guðný Maja Riba skrifar 27. janúar 2022 19:01 Það eru til fátæk börn í Reykjavík, og fátækar fjölskyldur. Þær fjölskyldur sem verst standa eru einstæðir foreldrar. Og einstæðir foreldrar búa í þeim hverfum þar sem húsnæði er ódýrast. Húsnæðiskreppa höfuðborgarsvæðisins bitnar verst á tekjulágum hópum. Börn hafa margs konar þarfir sem þarf að sinna í uppvexti þeirra. Þau þurfa að eiga þess kost að alast upp við tilfinningalegt öryggi. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við efnislegan skort. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við félagslega einangrun eða útskúfun. Og þau eiga rétt á að búa í öruggu húsnæði. Reykjavík er rík borg. Ísland er ríkt land. Það er stutt síðan að samfélag okkar var meira sveit en borg, tengsl fólks betri og sterkari, lífið að sumu leyti einfaldara. Við snúum ekki þangað aftur en við getum lært af fortíðinni. Við getum rifjað upp samheldnina, tengslin, óvæntar heimsóknir, að líta hvert eftir öðru og hafa augun opin fyrir þeim sem hafa það ekki jafn gott og aðrir. Reykjavíkurborg getur auðveldað tekjulágum fjölskyldum lífið með margvíslegum hætti. Talið er að um 10% grunnskólabarna fái ekki heitan mat í hádeginu vegna þess að foreldrarnir hafa ekki efni á að greiða fyrir hann. Það er pólitísk ákvörðun að öll börn, óháð stétt og stöðu foreldra fái hollan og góðan mat í hádeginu á skólatíma. Sama gildir um frístundarstarfið. Borgin hefur komið vel til móts við fjölskyldur með frístundakortinu. En við þurfum að gera betur. Við þurfum að vinna að því að öll börn njóti frístundarinnar með vinum og skólafélögum. Og við þurfum að vera hugmyndarík og nærgætin þegar við nálgumst foreldra og fjölskyldur sem af mörgum mismunandi ástæðum notfæra sér ekki styrkinn. Við getum byggt starfið á fyrirmyndum úr íþróttahreyfingunni, við ættum að skoða stöðu þeirra barna sem ekki mæta í skipulagt tómstundarstarf og styrkja félagslega stöðu þeirra með auknum stuðning við foreldra. Við getum átt samtal og nýtt okkur þekkingu þeirra sem vinna á vettvangi. Tekju- og eignaójöfnuður hefur aukist og við sem vinnum með börnum og unglingum og erum nærri vettvangi sjáum hvar og hvernig afleiðingarnar birtast.og höfum skýra sýn á hvernig vandi þessara barna birtist því birtingarmyndir fátæktar geta verið margvíslegar. Eins hefur það sýnt sig að tómstundastarf hefur gríðarlegt forvarnargildi. Tómstundir eru allajafna mikilvægur þáttur í að efla sjálfsmynd og byggja einstaklinginn upp félagslega. Börn efnaminni foreldra eiga það til að einangrast frá vinum, einfaldlega vegna þess að þau standa þeim ekki jafnfætis. Það er staðreynd að börn eru neyslufrek og verða snemma virkir neytendur. Þau gera miklar kröfur innan hópsins og þau skapa sitt eigið neytendasamfélag en neysluhegðunin getur orðið verulegur hluti af félagslegum samskiptum. Til að falla inn í vinahópinn verður barn að standast ákveðin efnahagleg viðmið. Einangrun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir barn og eru áhrifin oft varanleg fram á fullorðinsár. Það er þess vegna brýnt að halda vel utan um börn tekjulægstu foreldranna til að þau séu jafnvíg félögum sínum og forðast að þau einangrist og upplifi félagslegan ójöfnuð. Reynslan hefur sýnt að ef stjórnvöld huga ekki að þessum hópi barna getur orðið til ný kynslóð fátækra. Mig langar til að fá tækifæri til starfa í kraftmiklum jafnaðarflokki og vinna að því sem á hug minn allan og ég tel að muni gera samfélagið okkar betra, að auknum jöfnuði og réttlæti. Við verðum að muna að hver manneskja er aðeins einu sinni barn. Það er ekki hægt að endurtaka uppeldi og þróun til sálræns jafnvægis og félagsþroska. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Samfylkingin Reykjavík Guðný Maja Riba Mest lesið Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir Skoðun Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Sjá meira
Það eru til fátæk börn í Reykjavík, og fátækar fjölskyldur. Þær fjölskyldur sem verst standa eru einstæðir foreldrar. Og einstæðir foreldrar búa í þeim hverfum þar sem húsnæði er ódýrast. Húsnæðiskreppa höfuðborgarsvæðisins bitnar verst á tekjulágum hópum. Börn hafa margs konar þarfir sem þarf að sinna í uppvexti þeirra. Þau þurfa að eiga þess kost að alast upp við tilfinningalegt öryggi. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við efnislegan skort. Þau eiga ekki að þurfa að alast upp við félagslega einangrun eða útskúfun. Og þau eiga rétt á að búa í öruggu húsnæði. Reykjavík er rík borg. Ísland er ríkt land. Það er stutt síðan að samfélag okkar var meira sveit en borg, tengsl fólks betri og sterkari, lífið að sumu leyti einfaldara. Við snúum ekki þangað aftur en við getum lært af fortíðinni. Við getum rifjað upp samheldnina, tengslin, óvæntar heimsóknir, að líta hvert eftir öðru og hafa augun opin fyrir þeim sem hafa það ekki jafn gott og aðrir. Reykjavíkurborg getur auðveldað tekjulágum fjölskyldum lífið með margvíslegum hætti. Talið er að um 10% grunnskólabarna fái ekki heitan mat í hádeginu vegna þess að foreldrarnir hafa ekki efni á að greiða fyrir hann. Það er pólitísk ákvörðun að öll börn, óháð stétt og stöðu foreldra fái hollan og góðan mat í hádeginu á skólatíma. Sama gildir um frístundarstarfið. Borgin hefur komið vel til móts við fjölskyldur með frístundakortinu. En við þurfum að gera betur. Við þurfum að vinna að því að öll börn njóti frístundarinnar með vinum og skólafélögum. Og við þurfum að vera hugmyndarík og nærgætin þegar við nálgumst foreldra og fjölskyldur sem af mörgum mismunandi ástæðum notfæra sér ekki styrkinn. Við getum byggt starfið á fyrirmyndum úr íþróttahreyfingunni, við ættum að skoða stöðu þeirra barna sem ekki mæta í skipulagt tómstundarstarf og styrkja félagslega stöðu þeirra með auknum stuðning við foreldra. Við getum átt samtal og nýtt okkur þekkingu þeirra sem vinna á vettvangi. Tekju- og eignaójöfnuður hefur aukist og við sem vinnum með börnum og unglingum og erum nærri vettvangi sjáum hvar og hvernig afleiðingarnar birtast.og höfum skýra sýn á hvernig vandi þessara barna birtist því birtingarmyndir fátæktar geta verið margvíslegar. Eins hefur það sýnt sig að tómstundastarf hefur gríðarlegt forvarnargildi. Tómstundir eru allajafna mikilvægur þáttur í að efla sjálfsmynd og byggja einstaklinginn upp félagslega. Börn efnaminni foreldra eiga það til að einangrast frá vinum, einfaldlega vegna þess að þau standa þeim ekki jafnfætis. Það er staðreynd að börn eru neyslufrek og verða snemma virkir neytendur. Þau gera miklar kröfur innan hópsins og þau skapa sitt eigið neytendasamfélag en neysluhegðunin getur orðið verulegur hluti af félagslegum samskiptum. Til að falla inn í vinahópinn verður barn að standast ákveðin efnahagleg viðmið. Einangrun getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir barn og eru áhrifin oft varanleg fram á fullorðinsár. Það er þess vegna brýnt að halda vel utan um börn tekjulægstu foreldranna til að þau séu jafnvíg félögum sínum og forðast að þau einangrist og upplifi félagslegan ójöfnuð. Reynslan hefur sýnt að ef stjórnvöld huga ekki að þessum hópi barna getur orðið til ný kynslóð fátækra. Mig langar til að fá tækifæri til starfa í kraftmiklum jafnaðarflokki og vinna að því sem á hug minn allan og ég tel að muni gera samfélagið okkar betra, að auknum jöfnuði og réttlæti. Við verðum að muna að hver manneskja er aðeins einu sinni barn. Það er ekki hægt að endurtaka uppeldi og þróun til sálræns jafnvægis og félagsþroska. Höfundur er kennari í Breiðholtsskóla og sækist eftir 4.-6. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík.
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun
Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson Skoðun
Látum draumana rætast, á kostnað hverra? Takmarkanir menntastefnu Reykjavíkurborgar Ingólfur Dan Þórisson,Margrét Dan Þórisdóttir,Ana Victoria Cate,Helga Dögg Yngvadóttir Skoðun