Valdníðsla Áshildur Linnet, Bergur Brynjar Álfþórsson, Birgir Örn Ólafsson og Ingþór Guðmundsson skrifa 27. janúar 2022 20:27 Nú berast fréttir af því að hópur alþingismanna hafi lagt fram frumvarp til að afnema skipulagsvaldið af sveitarfélögum á Suðurnesjum. Flutningsmenn frumvarpsins eru: Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki, Jóhann Friðrik Friðriksson frá Framsóknaflokki, Ásthildur Lóa Þórsdóttir frá Flokki Fólksins og Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni. Eini þingmaður Suðurkjördæmis sem hreyft hefur við andmælum við frumvarpi þessu hingað til er Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn og ber að þakka fyrir það. Skýtur það skökku við að í hópi þessara málflutningsmanna eru núverandi og fyrrverandi sveitarstjórnarmenn sem og bæjarstjórar og má velta því fyrir sér hvort þeir í sömu stöðu myndu fara fram með slíkum hætti ef um hagsmuni þeirra sveitarfélags væri að ræða? Þó svo þessi gjörningur beinist augljóslega að Sveitarfélaginu Vogum, þá skal hafa í huga að ekkert sveitarfélag er hér undanskilið þótt gefið sé í skyn að um einskiptisaðgerð sé að ræða. Það fordæmi sem hér er sett fram er það alvarlegt að ekkert sveitarfélag eða alþingismaður ætti að sitja þegjandi hjá. Að sögn þeirra sem fram fara með málið þá er þetta gert í þágu almannahagsmuna. Hafa háttvirtir þingmenn velt því fyrir sér að almannahagsmunir eru margþættir? Það er öllum ljóst að styrkja þarf innviði flutningskerfis raforku á svæðinu og Sveitarfélagið Vogar hefur margoft lýst yfir stuðningi við það. Þetta snýst einnig um ásýnd og uppbyggingu á svæðinu, Reykjanesinu öllu. Þetta snýst því ekki um hvort menn vilji fara í þessa framkvæmd heldur hvernig. Vogamenn hafa lagt fram lausnir í þessu máli þannig að hagsmunir allra fari saman. Ber að hafa í huga að sú lausn sem Sveitarfélagið Vogar leggur til snýst ekki bara um eigin hagsmuni heldur hagsmuni allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Við erum eitt samfélag þar sem Reykjanesskaginn er anddyri landsins. Það er öllum ljóst sem kynna sér málið að enginn núverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Vogum er andsnúinn atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, þvert á móti þá hefur sveitarfélagið staðið þétt að baki nágrönnum sínum þegar kemur að verkefnum tengdum svæðinu. Það er nefnilega þannig að forsendur fyrir uppbyggingu og þróun í Sveitarfélaginu Vogum byggist á góðri samvinnu og samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Vogamenn upplifa nú algjört skilningsleysi jafnt alþingismanna sem og sveitarstjórnarmanna í nágrannasveitarfélögunum. Með samþykki nágranna okkar á framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu og því frumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi er vilji okkar virtur að vettugi. Okkur þykir brýnt að vekja athygli á að lagafrumvarp fyrrgreindra þingmanna er ekki einkamál Sveitarfélagsins Voga. Þvert á móti varðar það öll sveitarfélög í landinu og má því allt eins búast við því að ef stefna ríkis og sveitarfélaga fer ekki saman mega sveitarfélögin eiga yfir höfði sér lagasetningu. Við skorum á þingið að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og hafna umræddu frumvarpi. Höfundar eru bæjarfulltrúar E-listans í Sveitarfélaginu Vogum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vogar Orkumál Suðurnesjalína 2 Sveitarstjórnarmál Mest lesið Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Nú berast fréttir af því að hópur alþingismanna hafi lagt fram frumvarp til að afnema skipulagsvaldið af sveitarfélögum á Suðurnesjum. Flutningsmenn frumvarpsins eru: Ásmundur Friðriksson, Berglind Ósk Guðmundsdóttir, Diljá Mist Einarsdóttir, Guðrún Hafsteinsdóttir, Njáll Trausti Friðbertsson, Óli Björn Kárason og Vilhjálmur Árnason frá Sjálfstæðisflokki, Jóhann Friðrik Friðriksson frá Framsóknaflokki, Ásthildur Lóa Þórsdóttir frá Flokki Fólksins og Oddný G. Harðardóttir frá Samfylkingunni. Eini þingmaður Suðurkjördæmis sem hreyft hefur við andmælum við frumvarpi þessu hingað til er Guðbrandur Einarsson frá Viðreisn og ber að þakka fyrir það. Skýtur það skökku við að í hópi þessara málflutningsmanna eru núverandi og fyrrverandi sveitarstjórnarmenn sem og bæjarstjórar og má velta því fyrir sér hvort þeir í sömu stöðu myndu fara fram með slíkum hætti ef um hagsmuni þeirra sveitarfélags væri að ræða? Þó svo þessi gjörningur beinist augljóslega að Sveitarfélaginu Vogum, þá skal hafa í huga að ekkert sveitarfélag er hér undanskilið þótt gefið sé í skyn að um einskiptisaðgerð sé að ræða. Það fordæmi sem hér er sett fram er það alvarlegt að ekkert sveitarfélag eða alþingismaður ætti að sitja þegjandi hjá. Að sögn þeirra sem fram fara með málið þá er þetta gert í þágu almannahagsmuna. Hafa háttvirtir þingmenn velt því fyrir sér að almannahagsmunir eru margþættir? Það er öllum ljóst að styrkja þarf innviði flutningskerfis raforku á svæðinu og Sveitarfélagið Vogar hefur margoft lýst yfir stuðningi við það. Þetta snýst einnig um ásýnd og uppbyggingu á svæðinu, Reykjanesinu öllu. Þetta snýst því ekki um hvort menn vilji fara í þessa framkvæmd heldur hvernig. Vogamenn hafa lagt fram lausnir í þessu máli þannig að hagsmunir allra fari saman. Ber að hafa í huga að sú lausn sem Sveitarfélagið Vogar leggur til snýst ekki bara um eigin hagsmuni heldur hagsmuni allra sveitarfélaganna á Suðurnesjum. Við erum eitt samfélag þar sem Reykjanesskaginn er anddyri landsins. Það er öllum ljóst sem kynna sér málið að enginn núverandi bæjarfulltrúi í Sveitarfélaginu Vogum er andsnúinn atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum, þvert á móti þá hefur sveitarfélagið staðið þétt að baki nágrönnum sínum þegar kemur að verkefnum tengdum svæðinu. Það er nefnilega þannig að forsendur fyrir uppbyggingu og þróun í Sveitarfélaginu Vogum byggist á góðri samvinnu og samstarfi við nágrannasveitarfélögin. Vogamenn upplifa nú algjört skilningsleysi jafnt alþingismanna sem og sveitarstjórnarmanna í nágrannasveitarfélögunum. Með samþykki nágranna okkar á framkvæmdaleyfi fyrir loftlínu og því frumvarpi sem hefur verið lagt fram á Alþingi er vilji okkar virtur að vettugi. Okkur þykir brýnt að vekja athygli á að lagafrumvarp fyrrgreindra þingmanna er ekki einkamál Sveitarfélagsins Voga. Þvert á móti varðar það öll sveitarfélög í landinu og má því allt eins búast við því að ef stefna ríkis og sveitarfélaga fer ekki saman mega sveitarfélögin eiga yfir höfði sér lagasetningu. Við skorum á þingið að standa vörð um sjálfsákvörðunarrétt sveitarfélaga og hafna umræddu frumvarpi. Höfundar eru bæjarfulltrúar E-listans í Sveitarfélaginu Vogum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun