Erlent

Keyrði próf­laus í sjö­tíu ár

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Bíllinn ökumannsins á bílaplani við matvöruverslunina Tesco Extra.
Bíllinn ökumannsins á bílaplani við matvöruverslunina Tesco Extra. Bulwell, Rise Park and Highbury Vale lögreglan í Bretlandi.

Ökumaður á níræðisaldri var nýlega stöðvaður fyrir utan matvöruverslun í Bretlandi. Í ljós kom að maðurinn var próflaus og hafði raunar verið það síðan árið 1938.

Í samtali við lögreglu kvaðst ökumaðurinn hvorki hafa lent í slysi né verið stöðvaður af lögreglu. Hann hóf ökuferilinn tólf ára og hafði aldrei hugað að því að taka bílprófið.

Bíllinn mannsins var þar að auki ótryggður og sagði ökumaðurinn aldraði við lögreglu að hann hefði aldrei nokkurn tíma tekið bílatryggingar.

Lögreglan í Bulwell í Nottingham í Bretlandi greindi frá málinu á Facebook síðu sinni og fannst málið greinilega hálfspaugilegt. 

„Með auknum fjölda myndavéla þurfa ökumenn að vara sig. Við hvetjum alla til að huga að tryggingum enda munum við ná ykkur - fyrr eða síðar,“ sagði lögreglan í háði á Facebook. Breska ríkisútvarpið greindi frá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×